Þjóðleikhúsið frumsýnir stórsýninguna Framúrskarandi vinkona á Stóra sviðinu Þjóðleikhúsið 2. mars 2022 08:54 Sýningin er byggð á Napólífjórleik Elenu Ferrante sem naut gífurlega vinsælda. Þjóðleikhúsið frumsýnir Framúrskarandi vinkonu á Stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 5. mars. Sýningin er byggð á Napólífjórleik Elenu Ferrante en bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið gefnar út um allan heim. Leikstjóri er Yaël Farber frá Suður-Afríku en hún er ein af eftirsóttari leikstjórum heimsins í dag. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk þeirra Lenù og Lilu, vinkvennanna tveggja sem vaxa úr grasi í harkalegu umhverfi í Napólí á 6. áratugnum. Framúrskarandi vinkona er ein umfangsmesta uppsetning Þjóðleikhússins í áraraðir. Alls taka 29 leikarar þátt í þessari mögnuðu stórsýningu, sem tekur um fjórar klukkustundir með tveimur hléum. Bækurnar sem leikverkið er byggt á hafa hrifið lesendur um allan heim og lifna nú við í uppsetningu hins margverðlaunaða suður-afríska leikstjóra Yaël Farber, en koma hennar hingað til lands er einstakur happafengur fyrir íslenskt leikhúslíf. Vinkonurnar Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk hinna skarpgreindu vinkvenna Lenù og Lilu sem alast upp í fátækrahverfi Napólíborgar um og upp úr miðri síðustu öld. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og berjast fyrir betra lífi í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar tilverunni og réttur kvenna er lítils virtur. Leikstjórinn sem treystir tilviljunum Þegar Yaël Farber fékk símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið væri ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólífjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma. Var algerlega heilluð. Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“ Klippa: Framúrskarandi vinkona Matur og leikhús – þriggja rétta máltíð í boði fyrir sýningu og í hléum í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn Þjóðleikhúsið hefur nú stórbætt þjónustu við leikhúsgesti og býður nú í fyrsta sinn upp á þriggja rétta kvöldverð sem gestir geta notið fyrir sýningu og í tveimur hléum. Gestum stendur til boða að koma snemma og gæða sér á ljúffengri súpu fyrir sýningu, Napólíplatta í fyrra hléi og eftirrétti í seinna hléi. Aðrar veitingar eru einnig í boði, en panta verður með tveggja sólarhringa fyrirvara. Sýningin hefst kl. 19.00 en húsið opnar kl. 18.00 fyrir matargesti. Leikhús Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira
Framúrskarandi vinkona er ein umfangsmesta uppsetning Þjóðleikhússins í áraraðir. Alls taka 29 leikarar þátt í þessari mögnuðu stórsýningu, sem tekur um fjórar klukkustundir með tveimur hléum. Bækurnar sem leikverkið er byggt á hafa hrifið lesendur um allan heim og lifna nú við í uppsetningu hins margverðlaunaða suður-afríska leikstjóra Yaël Farber, en koma hennar hingað til lands er einstakur happafengur fyrir íslenskt leikhúslíf. Vinkonurnar Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir fara með hlutverk hinna skarpgreindu vinkvenna Lenù og Lilu sem alast upp í fátækrahverfi Napólíborgar um og upp úr miðri síðustu öld. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og berjast fyrir betra lífi í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar tilverunni og réttur kvenna er lítils virtur. Leikstjórinn sem treystir tilviljunum Þegar Yaël Farber fékk símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið væri ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólífjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma. Var algerlega heilluð. Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“ Klippa: Framúrskarandi vinkona Matur og leikhús – þriggja rétta máltíð í boði fyrir sýningu og í hléum í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn Þjóðleikhúsið hefur nú stórbætt þjónustu við leikhúsgesti og býður nú í fyrsta sinn upp á þriggja rétta kvöldverð sem gestir geta notið fyrir sýningu og í tveimur hléum. Gestum stendur til boða að koma snemma og gæða sér á ljúffengri súpu fyrir sýningu, Napólíplatta í fyrra hléi og eftirrétti í seinna hléi. Aðrar veitingar eru einnig í boði, en panta verður með tveggja sólarhringa fyrirvara. Sýningin hefst kl. 19.00 en húsið opnar kl. 18.00 fyrir matargesti.
Leikhús Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira