„Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 13:01 Andriy Voronin í leik með Liverpool 2009. getty/Clive Brunskill Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. Voronin ákvað að hætta hjá Dynamo Moskvu eftir innrás Rússa í heimaland hans, Úkraínu, og fór til Þýskalands með alla fjölskylduna. „Ég get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt í loft upp. Við yfirgáfum Moskvu áður en allt lokaðist. Við gátum ekki flogið til Düsseldorf og fórum því í gegnum Amsterdam. Pabbi minn, tengdamamma, konan mín og börnin erum komin hingað,“ sagði Voronin við Bild. „Mér hefur liðið illa í fjóra daga, mjög illa, þegar ég sé myndirnar frá heimalandinu. Þetta er allt svo óraunverulegt eins og í kvikmynd. Þetta er hryllingsmynd. Mér er orða vant.“ Voronin sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta svo tóninn. „Kannski vill hann komast í sögubækurnar? En hann kemst aldrei þangað, nema í mesta lagi sem glæpamaður. Ég er svo stoltur af þjóðinni minni. Við eigum fallegar borgir, frábært fólk. Og við munum vinna. En sigurinn verður dýru verði keyptur. Allir þeir sem hafa fallið. Núna er árið er 2022 en ekki Seinni heimsstyrjöldin,“ sagði Voronin. Hann segir að ef hann væri í Úkraínu myndi hann eflaust grípa til vopna. „Ég á vini í Kharkiv, Kiev og í heimaborginni Odessu. Ég fæ skilaboð á fimm mínútna fresti. Þetta er erfitt. Ég vil hjálpa á hvaða hátt sem er. Ég ætti kannski ekki að segja þetta en ef ég væri í Úkraínu núna væri ég eflaust með byssu í hönd.“ Voronin lék með Liverpool á árunum 2007-10. Hann lék fjörutíu leiki með liðinu og skoraði sex mörk. Lengst af ferilsins lék Voronin í Þýskalandi, með Borussia Mönchengladbach, Mainz 05, Köln, Bayer Leverkusen, Herthu Berlin og Fortuna Düsseldorf. Innrás Rússa í Úkraínu Rússneski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Voronin ákvað að hætta hjá Dynamo Moskvu eftir innrás Rússa í heimaland hans, Úkraínu, og fór til Þýskalands með alla fjölskylduna. „Ég get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt í loft upp. Við yfirgáfum Moskvu áður en allt lokaðist. Við gátum ekki flogið til Düsseldorf og fórum því í gegnum Amsterdam. Pabbi minn, tengdamamma, konan mín og börnin erum komin hingað,“ sagði Voronin við Bild. „Mér hefur liðið illa í fjóra daga, mjög illa, þegar ég sé myndirnar frá heimalandinu. Þetta er allt svo óraunverulegt eins og í kvikmynd. Þetta er hryllingsmynd. Mér er orða vant.“ Voronin sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta svo tóninn. „Kannski vill hann komast í sögubækurnar? En hann kemst aldrei þangað, nema í mesta lagi sem glæpamaður. Ég er svo stoltur af þjóðinni minni. Við eigum fallegar borgir, frábært fólk. Og við munum vinna. En sigurinn verður dýru verði keyptur. Allir þeir sem hafa fallið. Núna er árið er 2022 en ekki Seinni heimsstyrjöldin,“ sagði Voronin. Hann segir að ef hann væri í Úkraínu myndi hann eflaust grípa til vopna. „Ég á vini í Kharkiv, Kiev og í heimaborginni Odessu. Ég fæ skilaboð á fimm mínútna fresti. Þetta er erfitt. Ég vil hjálpa á hvaða hátt sem er. Ég ætti kannski ekki að segja þetta en ef ég væri í Úkraínu núna væri ég eflaust með byssu í hönd.“ Voronin lék með Liverpool á árunum 2007-10. Hann lék fjörutíu leiki með liðinu og skoraði sex mörk. Lengst af ferilsins lék Voronin í Þýskalandi, með Borussia Mönchengladbach, Mainz 05, Köln, Bayer Leverkusen, Herthu Berlin og Fortuna Düsseldorf.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússneski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira