FRÍS: Heimsóknir í MK og MS Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 18:31 FRÍS Meta Productions MK tryggði sér sæti í undanúrslitum Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands með sigri á MS síðastliðinn fimmtudag, en á meðan keppni stóð var sýnt frá heimsóknum í skólana. Skólarnir hófu leik í Rocket League. Þrátt fyrir góða baráttu liðsmanna MS reyndist það ekki nóg og það voru því liðsmenn MK sem höfðu betur, 2-0. Næst kepptu skólarnir í CS:GO og þar voru það MS-ingar sem höfðu betur 16-9 og því var allt undir þegar komið var að FIFA. MK vann fyrri leikinn í FIFA 3-2 og svo þann seinni 1-0 og tryggði sér þar með samanlagðan 4-2 sigur. Sigurinn þýddi einnig að MK tryggði sér sæti í undanúrslitum FRÍS þar sem liðið mun annað hvort mæta Menntaskólanum á Tröllaskaga eða FVA. Eins og áður segir var einnig sýnt frá heimsóknum í skólana þar sem Eva Margrét fór á stúfana og tók púlsinn á nemendum og keppendum liðanna, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í MS Klippa: FRÍS: Heimsókn í MK Nú á fimmtudaginn fer svo fram þriðja og næst seinasta viðureign átta liða úrslitanna þar sem FVA og Menntaskólinn á Tröllaskaga eigast við. Sigurlið þeirrar viðureignar mætir MK í undanúrslitum. Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn
Skólarnir hófu leik í Rocket League. Þrátt fyrir góða baráttu liðsmanna MS reyndist það ekki nóg og það voru því liðsmenn MK sem höfðu betur, 2-0. Næst kepptu skólarnir í CS:GO og þar voru það MS-ingar sem höfðu betur 16-9 og því var allt undir þegar komið var að FIFA. MK vann fyrri leikinn í FIFA 3-2 og svo þann seinni 1-0 og tryggði sér þar með samanlagðan 4-2 sigur. Sigurinn þýddi einnig að MK tryggði sér sæti í undanúrslitum FRÍS þar sem liðið mun annað hvort mæta Menntaskólanum á Tröllaskaga eða FVA. Eins og áður segir var einnig sýnt frá heimsóknum í skólana þar sem Eva Margrét fór á stúfana og tók púlsinn á nemendum og keppendum liðanna, en heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í MS Klippa: FRÍS: Heimsókn í MK Nú á fimmtudaginn fer svo fram þriðja og næst seinasta viðureign átta liða úrslitanna þar sem FVA og Menntaskólinn á Tröllaskaga eigast við. Sigurlið þeirrar viðureignar mætir MK í undanúrslitum.
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn