„Þetta er uppáhaldsdagurinn minn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. mars 2022 20:01 Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri segir daginn þann skemmtilegasta ársins. Stöð 2 Öskudagurinn er á morgun og landsmenn, ungir sem aldnir, flykkjast í þartilgerðar búðir að kaupa búninga fyrir morgundaginn. Mikið var að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit við fyrr í kvöld en þar er opið til miðnættis. Verslunarstjóri segir fólk eins og beljur á vori. Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar og íklædd SWAT lögreglubúningi í tilefni öskudagsins, segir gríðarlega stemningu hafa verið í dag. Þetta sé einn stærsti dagur ársins. Búningar úr sjónvarpsþáttaröðinni Squid game hafa verið hvað vinsælastir í aðdraganda öskudags en þó sé af nægu að taka. „Squid game var rosalega vinsælt, við erum búin með búningana en eigum nóg af grímum. Svo er búið að vera eitthvert algjört Spiderman-æði. Og svo náttúrulega allt svona matarkyns: bananar, pylsur, tómatsósuflöskur, egg og beikon, samlokur, þetta er búið að vera mjög vinsælt,“ segir Valgerður María. Hún segir frábært að sjá gleðina í börnunum og tilhlökkunin sé eðli málsins samkvæmt mikil. „Ég held að við séum bara eins og beljur á vori. Þessar takmarkanir voru kannski að koma verst niður á þessum grunnskólakrökkum og núna fá þau loksins að gera eitthvað aftur, þetta er búið að vera mjög erfitt.“ Hvernig er að vera starfsmaður á þessum degi, er þetta ekki besti dagur í heimi? „Jú, þetta er uppáhaldsdagurinn minn. Ég er að norðan þannig að öskudagurinn er minn dagur.“ Aðspurð hvers vegna svona mikið sé að gera klukkan sjö að kvöldi er svarið einfalt: „Þetta er bara íslenska leiðin, það er bara þannig. Það er opið til miðnættis þannig að það verður nóg handa öllum.“ Öskudagur Sprengidagur Verslun Reykjavík Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar og íklædd SWAT lögreglubúningi í tilefni öskudagsins, segir gríðarlega stemningu hafa verið í dag. Þetta sé einn stærsti dagur ársins. Búningar úr sjónvarpsþáttaröðinni Squid game hafa verið hvað vinsælastir í aðdraganda öskudags en þó sé af nægu að taka. „Squid game var rosalega vinsælt, við erum búin með búningana en eigum nóg af grímum. Svo er búið að vera eitthvert algjört Spiderman-æði. Og svo náttúrulega allt svona matarkyns: bananar, pylsur, tómatsósuflöskur, egg og beikon, samlokur, þetta er búið að vera mjög vinsælt,“ segir Valgerður María. Hún segir frábært að sjá gleðina í börnunum og tilhlökkunin sé eðli málsins samkvæmt mikil. „Ég held að við séum bara eins og beljur á vori. Þessar takmarkanir voru kannski að koma verst niður á þessum grunnskólakrökkum og núna fá þau loksins að gera eitthvað aftur, þetta er búið að vera mjög erfitt.“ Hvernig er að vera starfsmaður á þessum degi, er þetta ekki besti dagur í heimi? „Jú, þetta er uppáhaldsdagurinn minn. Ég er að norðan þannig að öskudagurinn er minn dagur.“ Aðspurð hvers vegna svona mikið sé að gera klukkan sjö að kvöldi er svarið einfalt: „Þetta er bara íslenska leiðin, það er bara þannig. Það er opið til miðnættis þannig að það verður nóg handa öllum.“
Öskudagur Sprengidagur Verslun Reykjavík Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira