Feginn að vera á Ítalíu en með áhyggjur af vinum og liðsfélögum Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 09:00 Arnór Sigurðsson á ferðinni í landsleik gegn Liechtenstein á síðasta ári. Getty „Þetta er fyrst og fremst ömurlegt eins og ég reikna með að langflestir séu sammála um,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, um stríðið í Úkraínu. Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu og viðurkennir að miðað við núverandi ástand sé ekki góð tilhugsun að snúa aftur til Rússlands í sumar. Arnór hefur verið að láni hjá Venezia á Ítalíu í vetur eftir að hafa búið í þrjú ár í Moskvu. Þessi 22 ára Skagamaður hefur því fylgst vel með fréttum af innrás Rússa í Úkraínu og stöðunni hjá sínu fólki í Moskvu sem farið er að finna fyrir ýmsum afleiðingum stríðs sem það sjálft harmar. „Þetta er ömurlegt og farið að hafa þvílík áhrif síðustu daga á allt, og bitnar á svo mörgu fólki sem á það engan veginn skilið. Ég þekki mikið af fólki í Moskvu og hef verið í sambandi við það, og sérstaklega Hörð Björgvin [Magnússon, sem spilar með CSKA]. Ég veit að ættingjar og vinir eru ánægðir með að ég sé á Ítalíu en ekki Moskvu eins og staðan er í dag,“ segir Arnór. Arnór á að baki þrjár leiktíðir með CSKA Moskvu og hefur áhyggjur af félögum sínum í liðinu, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni sem einnig er liðsfélagi Arnórs í íslenska landsliðinu.Getty/David S. Bustamante Venjulegir hlutir ekki lengur í boði í Moskvu „Í Moskvu eru náttúrulega mótmæli gegn stríðinu. Þar eru menn farnir að finna þvílíkt fyrir því að það er verið að loka á allt. Ég reyndi til dæmis að hringja í Hörð Björgvin á Messenger en hann fékk mig bara á Whatsapp því það er bara verið að loka á Messenger. Ég held að maður átti sig kannski ekki á því hvernig svona „basic“ hlutir eru allt í einu ekki í boði lengur þarna. Bankarnir og allt þetta praktíska er hætt að virka sem skyldi og það lamar bara þjóðina. Ég finn aðeins fyrir þessu enda með rússneskt kort sem búið er að loka á. Sem betur fer var ég búinn að færa mína peninga en margt fólk var með háar fjárhæðir á sínum reikningum í Rússlandi og er ekki í góðum málum núna þegar rúblan er að hrynja,“ segir Arnór. Á leið til Rússlands í sumar að óbreyttu En eru félagar hans og vinir í Moskvu ekki óttaslegnir, sem og hann sjálfur? „Það er aðallega óvissa hjá fólki en það væri auðvitað óeðlilegt ef menn væru ekki aðeins stressaðir og það er ekki þægileg staða að vera þarna. Þegar ástandið er svona þá er maður auðvitað ánægður að vera frekar á Ítalíu enda líður mér mjög vel hérna og hér er gott að búa. En á sama tíma hefur maður áhyggjur af vinum sínum og liðsfélögum. Vonandi fer þetta á sem bestan veg.“ Samkvæmt samningi Arnórs við CSKA ætti hann að snúa aftur til Moskvu í sumar, að loknu tímabilinu á Ítalíu og stuttu sumarfríi. Arnór tekur undir að það sé óþægileg tilhugsun miðað við núverandi stöðu: „Það getur enginn sagt til um hvernig þetta verður eftir 4-5 mánuði en ef að ég væri að fara á morgun þá væri það ekkert góð tilhugsun Ég framlengdi samninginn um eitt ár í viðbót áður en ég fór á lán og síðan verður maður bara að taka stöðuna í sumar, og sjá hvort ástandið hefur eitthvað lagast. Ég er náttúrulega samningsbundinn CSKA þannig að eins og staðan er í dag fer ég þangað aftur í sumar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Arnór hefur verið að láni hjá Venezia á Ítalíu í vetur eftir að hafa búið í þrjú ár í Moskvu. Þessi 22 ára Skagamaður hefur því fylgst vel með fréttum af innrás Rússa í Úkraínu og stöðunni hjá sínu fólki í Moskvu sem farið er að finna fyrir ýmsum afleiðingum stríðs sem það sjálft harmar. „Þetta er ömurlegt og farið að hafa þvílík áhrif síðustu daga á allt, og bitnar á svo mörgu fólki sem á það engan veginn skilið. Ég þekki mikið af fólki í Moskvu og hef verið í sambandi við það, og sérstaklega Hörð Björgvin [Magnússon, sem spilar með CSKA]. Ég veit að ættingjar og vinir eru ánægðir með að ég sé á Ítalíu en ekki Moskvu eins og staðan er í dag,“ segir Arnór. Arnór á að baki þrjár leiktíðir með CSKA Moskvu og hefur áhyggjur af félögum sínum í liðinu, þar á meðal Herði Björgvini Magnússyni sem einnig er liðsfélagi Arnórs í íslenska landsliðinu.Getty/David S. Bustamante Venjulegir hlutir ekki lengur í boði í Moskvu „Í Moskvu eru náttúrulega mótmæli gegn stríðinu. Þar eru menn farnir að finna þvílíkt fyrir því að það er verið að loka á allt. Ég reyndi til dæmis að hringja í Hörð Björgvin á Messenger en hann fékk mig bara á Whatsapp því það er bara verið að loka á Messenger. Ég held að maður átti sig kannski ekki á því hvernig svona „basic“ hlutir eru allt í einu ekki í boði lengur þarna. Bankarnir og allt þetta praktíska er hætt að virka sem skyldi og það lamar bara þjóðina. Ég finn aðeins fyrir þessu enda með rússneskt kort sem búið er að loka á. Sem betur fer var ég búinn að færa mína peninga en margt fólk var með háar fjárhæðir á sínum reikningum í Rússlandi og er ekki í góðum málum núna þegar rúblan er að hrynja,“ segir Arnór. Á leið til Rússlands í sumar að óbreyttu En eru félagar hans og vinir í Moskvu ekki óttaslegnir, sem og hann sjálfur? „Það er aðallega óvissa hjá fólki en það væri auðvitað óeðlilegt ef menn væru ekki aðeins stressaðir og það er ekki þægileg staða að vera þarna. Þegar ástandið er svona þá er maður auðvitað ánægður að vera frekar á Ítalíu enda líður mér mjög vel hérna og hér er gott að búa. En á sama tíma hefur maður áhyggjur af vinum sínum og liðsfélögum. Vonandi fer þetta á sem bestan veg.“ Samkvæmt samningi Arnórs við CSKA ætti hann að snúa aftur til Moskvu í sumar, að loknu tímabilinu á Ítalíu og stuttu sumarfríi. Arnór tekur undir að það sé óþægileg tilhugsun miðað við núverandi stöðu: „Það getur enginn sagt til um hvernig þetta verður eftir 4-5 mánuði en ef að ég væri að fara á morgun þá væri það ekkert góð tilhugsun Ég framlengdi samninginn um eitt ár í viðbót áður en ég fór á lán og síðan verður maður bara að taka stöðuna í sumar, og sjá hvort ástandið hefur eitthvað lagast. Ég er náttúrulega samningsbundinn CSKA þannig að eins og staðan er í dag fer ég þangað aftur í sumar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira