Erlendum ríkisborgurum meinað að flýja Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 14:09 Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru dökkir á hörund, hafa lent í vandræðum við að flýja Úkraínu. Mörgum þeirra hefur verið meinað að fara um borð í lestar og rútur og segjast margir hafa orðið fyrir barsmíðum landamæravarða. Getty/Murat Saka Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega af afrískum uppruna, hafa lent í miklum vandræðum við að flýja Úkraínu. Margir þeirra segja að þeim hafi verið vísað úr lestum og þeim meinaður aðgangur að almenningssamgöngum á leið úr landinu. „Afríkumenn, sem vilja flýja, eru vinir okkar og verða að hafa jöfn tækifæri til að snúa aftur til heimalanda sinna á öruggann hátt,“ skrifar Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í tísti í dag. Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru af afrískum uppruna, hafa glímt við mikla erfiðleika á landamærum Úkraínu og þegar þeir hafa reynt að flýja heimaborgir sínar. Mörgum þeirra hefur verið meinaður aðgangur að lestum og þar að auki neitað far frá landamærum Úkraínu í nágrannalöndunum. Sumir þeirra hafa þar að auki orðið fyrir barsmíðum að sögn. Russia’s invasion of Ukraine has affected Ukrainians and non-citizens in many devastating ways. Africans seeking evacuation are our friends and need to have equal opportunities to return to their home countries safely. Ukraine’s government spares no effort to solve the problem.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 1, 2022 Kuleba segir úkraínsk yfirvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að takast á við vandamálið. Fram kemur í frétt CNN að nígerski læknaneminn Rachel Onyegbule, sem blaðamaður fréttastofunnar ræddi við, hafi verið rekinn út úr rútu, auk annarra erlendra ríkisborgara, sem ætlað var að flytja flóttamenn frá landamærum Úkraínu og Póllands. Rútan hafi skilið þau eftir og keyrt í burtu full af úkraínskum ríkisborgurum. Saakshi Ijantkar, indverskur læknanemi, segist hafa lent í svipuðum aðstæðum. Hún hafi séð landamæraverði beita erlenda stúdenta ofbeldi þegar þeir biðu þess að komast yfir landamærin við landamærastöðina Shehyni-Medyka frá Úkraínu. Human Rights Watch segir þá í yfirlýsingu að nauðsynlegt sé að úkraínsk yfirvöld gefi út skýrar leiðbeiningar til allra landamæravarða um að erlendir ríkisborgarar ættu ekki að vera skotmörk þeirra og þeim ekki meinað að komast örugglega yfir landamærin. Allir almennir borgarar ættu að komast á öruggan hátt yfir landamærin og landamæraverðir ættu að koma eins fram við þá alla. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynþáttafordómar Flóttamenn Tengdar fréttir Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00 Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
„Afríkumenn, sem vilja flýja, eru vinir okkar og verða að hafa jöfn tækifæri til að snúa aftur til heimalanda sinna á öruggann hátt,“ skrifar Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, í tísti í dag. Erlendir ríkisborgarar, sérstaklega þeir sem eru af afrískum uppruna, hafa glímt við mikla erfiðleika á landamærum Úkraínu og þegar þeir hafa reynt að flýja heimaborgir sínar. Mörgum þeirra hefur verið meinaður aðgangur að lestum og þar að auki neitað far frá landamærum Úkraínu í nágrannalöndunum. Sumir þeirra hafa þar að auki orðið fyrir barsmíðum að sögn. Russia’s invasion of Ukraine has affected Ukrainians and non-citizens in many devastating ways. Africans seeking evacuation are our friends and need to have equal opportunities to return to their home countries safely. Ukraine’s government spares no effort to solve the problem.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) March 1, 2022 Kuleba segir úkraínsk yfirvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að takast á við vandamálið. Fram kemur í frétt CNN að nígerski læknaneminn Rachel Onyegbule, sem blaðamaður fréttastofunnar ræddi við, hafi verið rekinn út úr rútu, auk annarra erlendra ríkisborgara, sem ætlað var að flytja flóttamenn frá landamærum Úkraínu og Póllands. Rútan hafi skilið þau eftir og keyrt í burtu full af úkraínskum ríkisborgurum. Saakshi Ijantkar, indverskur læknanemi, segist hafa lent í svipuðum aðstæðum. Hún hafi séð landamæraverði beita erlenda stúdenta ofbeldi þegar þeir biðu þess að komast yfir landamærin við landamærastöðina Shehyni-Medyka frá Úkraínu. Human Rights Watch segir þá í yfirlýsingu að nauðsynlegt sé að úkraínsk yfirvöld gefi út skýrar leiðbeiningar til allra landamæravarða um að erlendir ríkisborgarar ættu ekki að vera skotmörk þeirra og þeim ekki meinað að komast örugglega yfir landamærin. Allir almennir borgarar ættu að komast á öruggan hátt yfir landamærin og landamæraverðir ættu að koma eins fram við þá alla.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynþáttafordómar Flóttamenn Tengdar fréttir Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00 Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Tæpar tuttugu milljónir safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu hefur fengið mjög góð viðbrögð frá almenningi. Nú þegar hafa safnast yfir 19,5 milljónir. 2. mars 2022 14:00
Veruleiki Úkraínumanna á sjöunda degi stríðs Fátt grípur veruleikann betur en ljósmyndir enda segja þær meira en þúsund orð. Það getur reynst okkur á Íslandi erfitt að gera okkur grein fyrir veruleika Úkraínumanna þessa dagana. 2. mars 2022 13:24
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir 220 milljörðum króna vegna Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar og ýmsar hjálparstofnanir hafa í sameiningu farið fram á 1,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingar í þágu Úkraínu, um 220 milljarða íslenskra króna. Framlögin fara til nauðstaddra í Úkraínu og flóttamanna í nágrannalöndum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast mesta flóttamannastraum aldarinnar í Evrópu frá Úkraínu. 2. mars 2022 12:16