Garðabær í fremstu röð Björg Fenger skrifar 3. mars 2022 11:00 Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag. Frá því að ég varð bæjarfulltrúi hef ég haft þetta að leiðarljósi og unnið markvisst að því að byggja hér áfram upp samfélag sem er fjölskylduvænt og eftirsóknarvert fyrir einstaklinga á öllum aldri. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf Í Garðabæ hafa verið byggðar upp framúrskarandi aðstæður til að stunda fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf en nýjasta dæmið um slíka uppbyggingu er Miðgarður, fjölnota íþróttahús Garðabæjar. Jafnframt hefur bæjarfélagið gert fjölmarga samstarfssamninga við frjálsu félögin í bænum sem sjá um að halda úti blómlegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þetta skiptir miklu máli því rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er ein besta forvörn sem hægt er að bjóða upp á. Ég tel að gott og öflugt samstarf bæjarins og íþrótta- og tómstundafélaganna sé mikilvægt og styðji enn frekar við líkamlega, andlega og félagslega heilsu bæjarbúa. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarverður. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna námsumhverfi við sitt hæfi. Í skólunum er haft að leiðarljósi að nemendur fái verkefni við sitt hæfi og reynt að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda enda þetta tvennt nátengt. Við þurfum að huga enn frekar að starfsumhverfi skólanna sem þarf að vera í sífelldri þróun þannig að leik- og grunnskólar bæjarins séu eftirsóknarverðir vinnustaðir, enda starfsfólk skólanna lykilinn að öflugu og góðu skólastarfi. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu og öfluga innviði fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum. Ég legg áherslu á að rekstur Garðabæjar sé áfram traustur, skuldsetning hófleg og álögur lágar. Framtíðin er björt Þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár má ekki láta staðar numið. Í ört vaxandi bæjarfélagi eru mörg mikilvæg verkefni framundan sem meðal annars snúa að skipulagi nýrra hverfa og uppbyggingu innviða til að geta boðið íbúum upp á framúrskarandi þjónustu. Ég hef áhuga á að halda áfram að leggja mitt af mörkum til að vinna að því að Garðabær haldi stöðu sinni sem eftirsóknarvert bæjarfélag þar sem fjölskyldur sækjast eftir að ala upp börnin sín og þar sem eldra fólk vill njóta efri áranna. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Björg Fenger Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag. Frá því að ég varð bæjarfulltrúi hef ég haft þetta að leiðarljósi og unnið markvisst að því að byggja hér áfram upp samfélag sem er fjölskylduvænt og eftirsóknarvert fyrir einstaklinga á öllum aldri. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf Í Garðabæ hafa verið byggðar upp framúrskarandi aðstæður til að stunda fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf en nýjasta dæmið um slíka uppbyggingu er Miðgarður, fjölnota íþróttahús Garðabæjar. Jafnframt hefur bæjarfélagið gert fjölmarga samstarfssamninga við frjálsu félögin í bænum sem sjá um að halda úti blómlegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þetta skiptir miklu máli því rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er ein besta forvörn sem hægt er að bjóða upp á. Ég tel að gott og öflugt samstarf bæjarins og íþrótta- og tómstundafélaganna sé mikilvægt og styðji enn frekar við líkamlega, andlega og félagslega heilsu bæjarbúa. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarverður. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna námsumhverfi við sitt hæfi. Í skólunum er haft að leiðarljósi að nemendur fái verkefni við sitt hæfi og reynt að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda enda þetta tvennt nátengt. Við þurfum að huga enn frekar að starfsumhverfi skólanna sem þarf að vera í sífelldri þróun þannig að leik- og grunnskólar bæjarins séu eftirsóknarverðir vinnustaðir, enda starfsfólk skólanna lykilinn að öflugu og góðu skólastarfi. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu og öfluga innviði fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum. Ég legg áherslu á að rekstur Garðabæjar sé áfram traustur, skuldsetning hófleg og álögur lágar. Framtíðin er björt Þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár má ekki láta staðar numið. Í ört vaxandi bæjarfélagi eru mörg mikilvæg verkefni framundan sem meðal annars snúa að skipulagi nýrra hverfa og uppbyggingu innviða til að geta boðið íbúum upp á framúrskarandi þjónustu. Ég hef áhuga á að halda áfram að leggja mitt af mörkum til að vinna að því að Garðabær haldi stöðu sinni sem eftirsóknarvert bæjarfélag þar sem fjölskyldur sækjast eftir að ala upp börnin sín og þar sem eldra fólk vill njóta efri áranna. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun