Komi ekki til greina að Rússar hætti innrásinni í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2022 11:46 Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, líkti Bandaríkjamönnum við Hitler í dag og sagði aðra en Rússland hafa hótað kjarnorkuárásum. AP/rússneska utanríkisráðuneytið Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að ekki kæmi til greina að Rússar myndu hætta innrásinni í Úkraínu. Henni yrði haldið áfram þar til Rússar næðu markmiðum sínum. Þá sagðist hann sannfærður um að Rússar, sem eru að gera markvissar loftárásir á almenna borgara, væru í rétti í Úkraínu. Þeir hefðu rétt á að verja hagsmuni sína og Úkraínu yrði ekki leyft að ógna Rússlandi. Lavrov sagði einnig á blaðamannafundi sem fór fram í morgun að Rússar væru ekki einangraðir í alþjóðasamfélaginu og sagðist hann sannfærður um að létt yrði á refsiaðgerðum á endanum. Þá þvertók ráðherrann fyrir að Rússar væru að gera árásir á borgara og sagði her Rússlands hafa verið skipað að nota nákvæm vopn gegn hernaðarlegum skotmörkum. Fregnirnar af árásum Rússa á almenna borgara og innviði eru fjölmargar og studdar af myndefni. Búið er að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Russian Foreign Minister Sergei Lavrov has accused the international community of "hysteria" over Ukraine and likened the US to Nazi Germany, claiming that "Americans have got Europe under their control".Live: https://t.co/cz5NTci6C4📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/RS1WxBHRDk— Sky News (@SkyNews) March 3, 2022 Aðrir hafi hótað kjarnorkustríði Á sama blaðamannafundi líkti Lavrov Bandaríkjunum við Hitler og Napóleon. Hann sagði báða hafa reynt að leggja undir sig Evrópu en Bandaríkjunum hefði tekist það. Spurður um það hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi beita kjarnorkuvopnum, sem hann hefur sett í viðbragðsstöðu, sagði Lavrov að það væru aðrir sem hefðu hótað kjarnorkustríði og nefndi hann Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, og Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Hið rétta er að Lavrov og Pútín hafa ítrekað hótað kjarnorkustríði undir rós á undanförnum vikum. Samkvæmt Sky News var Lavrov skömmu seinna spurður að því hvort hægt hefði verið að grípa til annarskonar aðgerða en refsiaðgerða, sagði hann það eina vera þriðju heimsstyrjöldina og að allir skildu að það yrði kjarnorkustyrjöld. Þá sakaði Lavrov úkraínska hermenn um að koma illa fram við almenna borgara í Donbas og að skýla sér á bakvið borgara. Hann sagði Úkraínumenn vera ribbalda og ný-nasista, sem Rússar hafa verið gjarnir á að segja að undanförnu. Líkt og áður kemur fram hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um árásir á almenna borgara undanfarna daga og að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn rannsakar nú meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Þá sagðist hann sannfærður um að Rússar, sem eru að gera markvissar loftárásir á almenna borgara, væru í rétti í Úkraínu. Þeir hefðu rétt á að verja hagsmuni sína og Úkraínu yrði ekki leyft að ógna Rússlandi. Lavrov sagði einnig á blaðamannafundi sem fór fram í morgun að Rússar væru ekki einangraðir í alþjóðasamfélaginu og sagðist hann sannfærður um að létt yrði á refsiaðgerðum á endanum. Þá þvertók ráðherrann fyrir að Rússar væru að gera árásir á borgara og sagði her Rússlands hafa verið skipað að nota nákvæm vopn gegn hernaðarlegum skotmörkum. Fregnirnar af árásum Rússa á almenna borgara og innviði eru fjölmargar og studdar af myndefni. Búið er að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Russian Foreign Minister Sergei Lavrov has accused the international community of "hysteria" over Ukraine and likened the US to Nazi Germany, claiming that "Americans have got Europe under their control".Live: https://t.co/cz5NTci6C4📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/RS1WxBHRDk— Sky News (@SkyNews) March 3, 2022 Aðrir hafi hótað kjarnorkustríði Á sama blaðamannafundi líkti Lavrov Bandaríkjunum við Hitler og Napóleon. Hann sagði báða hafa reynt að leggja undir sig Evrópu en Bandaríkjunum hefði tekist það. Spurður um það hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi beita kjarnorkuvopnum, sem hann hefur sett í viðbragðsstöðu, sagði Lavrov að það væru aðrir sem hefðu hótað kjarnorkustríði og nefndi hann Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, og Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Hið rétta er að Lavrov og Pútín hafa ítrekað hótað kjarnorkustríði undir rós á undanförnum vikum. Samkvæmt Sky News var Lavrov skömmu seinna spurður að því hvort hægt hefði verið að grípa til annarskonar aðgerða en refsiaðgerða, sagði hann það eina vera þriðju heimsstyrjöldina og að allir skildu að það yrði kjarnorkustyrjöld. Þá sakaði Lavrov úkraínska hermenn um að koma illa fram við almenna borgara í Donbas og að skýla sér á bakvið borgara. Hann sagði Úkraínumenn vera ribbalda og ný-nasista, sem Rússar hafa verið gjarnir á að segja að undanförnu. Líkt og áður kemur fram hafa Rússar ítrekað verið sakaðir um árásir á almenna borgara undanfarna daga og að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn rannsakar nú meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35 Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Farnir að beita sömu aðferðum og í Sýrlandi Her Rússlands er sagður byrjaður að beita sömu aðferðum í Úkraínu og hermenn nýttu í Sýrlandi. Ganga þær út á að umkringja borgir og bæi og þvinga þá til uppgjafar. 3. mars 2022 11:35
Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49