Skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 3. mars 2022 13:32 Góður bæjarbragur skiptir miklu máli. Við viljum hafa umhverfið fallegt og fólkið skemmtilegt. Aðlaðandi umhverfi og góð aðstaða styðja við góðan bæjarbrag. Garðatorg hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og nú þurfum við að halda áfram. Við þurfum að bæta um betur með frekari uppbyggingu, lagfæringum og nýjungum á torginu. Möguleikarnir eru mýmargir og til viðbótar við lagfæringar á yfirbyggingu og stétt má t.d. nefna mathöll, skautasvell, skjólsælt leiksvæði fyrir yngstu börnin, ungmennahús og fleira sem eflir mannlífið. Allt eru þetta fjölskylduvænar og uppbyggilegar hugmyndir sem vert er að taka vel í og láta verða að veruleika. Stækkandi bær, lækkandi skattar Garðabær er stór og fer stækkandi. Garðbæingar eru orðnir fleiri en 18 þúsund talsins og það er gríðarlega mikilvægt að boðið sé upp á fjölbreytta afþreyingu og dagskrá fyrir alla aldurshópa, víðs vegar í bænum. Miklu máli skiptir að hafa aðgang að þjónustu í nærumhverfi sínu. Þess vegna eigum við að efla hverfiskjarna í Urriðaholti og á Álftanesi, með fjölskylduvænar hugmyndir í fjölskylduvænu bæjarfélagi. Lækkun fasteignaskatta er jákvæður hvati fyrir atvinnulífið sem aftur ýtir undir menningarlíf í bænum. Lágar álögur og hóflegar skuldir eru stef sem við sjálfstæðismenn höfum haft að leiðarljósi í Garðabæ og því eigum við að halda áfram. Sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Lækkum fasteignaskatt fyrir heimili og atvinnulíf. Notum náttúruna fallega Sveitarfélagið er stórt og víðfeðmt og okkur er í lófa lagið að nýta opnu svæðin fyrir fjölbreyttar uppákomur og hvers kyns heilsueflandi starfsemi. Höldum tónleika, leiksýningar og aðra menningarviðburði á laugardögum á sumrin. Bjóðum upp á kakó og vöfflur við Vífilsstaðavatn um vetur. Aðstaða fyrir vatnasport og sjósund ætti einnig að vera valkostur og aðstaða á að vera til fyrirmyndar. Markmiðið á að vera að mæta þörfum íbúa Garðabæjar, hvort sem þeir eru ungir eða eldri, skapandi listafólk, útivistarfólk eða innipúkar, búsettir í miðjum bænum eða í hverfum nær náttúrunni. Margsannað er að fylgnin á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa er mikil. Ég vil að Garðbæingar séu ánægðir í bænum sínum. Ég vil skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Höfundur er formaður bæjarráðs og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Góður bæjarbragur skiptir miklu máli. Við viljum hafa umhverfið fallegt og fólkið skemmtilegt. Aðlaðandi umhverfi og góð aðstaða styðja við góðan bæjarbrag. Garðatorg hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og nú þurfum við að halda áfram. Við þurfum að bæta um betur með frekari uppbyggingu, lagfæringum og nýjungum á torginu. Möguleikarnir eru mýmargir og til viðbótar við lagfæringar á yfirbyggingu og stétt má t.d. nefna mathöll, skautasvell, skjólsælt leiksvæði fyrir yngstu börnin, ungmennahús og fleira sem eflir mannlífið. Allt eru þetta fjölskylduvænar og uppbyggilegar hugmyndir sem vert er að taka vel í og láta verða að veruleika. Stækkandi bær, lækkandi skattar Garðabær er stór og fer stækkandi. Garðbæingar eru orðnir fleiri en 18 þúsund talsins og það er gríðarlega mikilvægt að boðið sé upp á fjölbreytta afþreyingu og dagskrá fyrir alla aldurshópa, víðs vegar í bænum. Miklu máli skiptir að hafa aðgang að þjónustu í nærumhverfi sínu. Þess vegna eigum við að efla hverfiskjarna í Urriðaholti og á Álftanesi, með fjölskylduvænar hugmyndir í fjölskylduvænu bæjarfélagi. Lækkun fasteignaskatta er jákvæður hvati fyrir atvinnulífið sem aftur ýtir undir menningarlíf í bænum. Lágar álögur og hóflegar skuldir eru stef sem við sjálfstæðismenn höfum haft að leiðarljósi í Garðabæ og því eigum við að halda áfram. Sterk fjárhagsstaða er grunnurinn að góðri þjónustu. Lækkum fasteignaskatt fyrir heimili og atvinnulíf. Notum náttúruna fallega Sveitarfélagið er stórt og víðfeðmt og okkur er í lófa lagið að nýta opnu svæðin fyrir fjölbreyttar uppákomur og hvers kyns heilsueflandi starfsemi. Höldum tónleika, leiksýningar og aðra menningarviðburði á laugardögum á sumrin. Bjóðum upp á kakó og vöfflur við Vífilsstaðavatn um vetur. Aðstaða fyrir vatnasport og sjósund ætti einnig að vera valkostur og aðstaða á að vera til fyrirmyndar. Markmiðið á að vera að mæta þörfum íbúa Garðabæjar, hvort sem þeir eru ungir eða eldri, skapandi listafólk, útivistarfólk eða innipúkar, búsettir í miðjum bænum eða í hverfum nær náttúrunni. Margsannað er að fylgnin á milli góðrar þjónustu og ánægju íbúa er mikil. Ég vil að Garðbæingar séu ánægðir í bænum sínum. Ég vil skemmtilegt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Höfundur er formaður bæjarráðs og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar