Frá Kænugarði til Íslands: „Við erum enn hrædd“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2022 19:00 Olga segir að börnin hafi enn verið mjög hrædd þegar þau komu til Íslands. Vísir/Einar Það voru miklir fagnaðarfundir í Leifsstöð í nótt þegar tvær úkraínskar konur og börnin þeirra þrjú komu til landsins eftir vikulangt ferðalag frá Kænugarði í Úkraínu. Eiginmenn kvennanna beggja komust ekki út úr Úkraínu og hafa nú tekið upp vopn til að berjast gegn innrásarhernum. Það var tilfinningarþrungin stund þegar fimm flóttamenn frá Úkraínu gengu inn í komusalinn á Keflavíkurflugvelli í nótt. Léttirinn var áþreifanlegur en líka sorgin og áhyggjurnar af öllum þeim sem urðu eftir í Úkraínu. Olga Hrytsajenko (t.v.) og Olga Vygovska (t.h.) með börnunum sínum Nikita, Tima og Stefaniu.Vísir/Egill Tima, fjögurra ára, systir hans Stefania sem er tveggja og vinur þeirra Nikita, sem er átta ára gamall lögðu af stað með mömmu sinni Olgu Vygovsku og mömmu Nikita, Olgu Hrytsaienko, frá Kænugarði fyrir viku síðan, sama dag og innrás Rússa hófst í Úkraínu. „Þetta var mjög erfitt og mjög langt ferðalag. Það var erfitt og skelfilegt. Við keyrðum alla leiðina. Við vorum mjög hrædd og erum enn hrædd,“ segir Vygovska. Voru áhyggjufullar að þær yrðu bensínlausar á leiðinni Þau voru í Kænugarði þegar fyrstu flugskeyti Rússa féllu á borgina. Konurnar drifu sig út úr borginni sama dag, í svo miklum flýti að þær gleymdu vegabréfum barnanna. Börnin voru orðin mjög þreytt þegar þau lentu eftir margra daga ferðalag.Vísir/Einar Ferðalagið var þar að auki langt. Þau voru í þrjá daga á leiðinni til Póllands en þegar þrjátíu kílómetrar voru í landamærin ákváðu þau að yfirgefa bílinn og ganga restina af leiðinni. Við landamærin tók svo við sextán klukkustunda bið. „Það voru umferðartafir alls staðar, fólk var að flýja og vissi ekki hvert. Við keyrðum mjög lengi, við biðum mjög lengi og við hreyfðumst ekki neitt. Við keyrðum í þrjá daga. Allar bensínstöðvar voru bensínlausar, við vorum mjög hrædd um að við myndum festast einhvers staðar án eldsneytis, úti á miðju túni og myndum hvergi komast,“ segir Vygovska. „Við stóðum við landamærin í fjóra tíma, síðan vorum við sett í rútu og vorum í henni í tólf tíma. Svo fórum við yfir landamærin sem gekk hratt, við vorum í tvo tíma á leiðinni yfir. Svo gekk allt hratt. Allt var hratt í Póllandi. Pólland tók mjög vel á móti okkur.“ Skilur ekki hvers vegna þetta hafi gerst Þó svo að heil vika sé liðin frá innrásinni segist Olga enn vera að átta sig á því hvað hefur gengið á. Hún finni fyrir mikilli reiði í garð innrásarhersins. „Nákvæmlega allar tilfinningarnar eru til staðar: Reiði, hatur og vanskilningur á því hvers vegna allt þetta er að gerast og hvers vegna þetta er að gerast við okkur,“ segir Vygovska. Olga Vygovska hefur verið á ferðalagi með börnum sínum og vinum í viku.Vísir/Einar Á þessum tímapunkti í viðtalinu þurfti Olga að stoppa. Tilfinningarnar báru hana ofurliði enda allir ættingjar hennar enn í Úkraínu. „Allir: Móðir mín, bræður mínir, systir mín, maðurinn minn. Algjörlega allir. Ömmur barnanna minna. Allir urðu eftir í Úkraínu. Allir. Aðeins þrír komust út: ég og börnin mín tvö. Allir hinir eru í geymslum, í kjöllurum, í neðanjarðarlestarstöðinni í Kyiv. Þar er fullt af kunningjum, ættingjum, í miðri Kyiv, sem verður fyrir stöðugum sprengjuárásum.“ „Þetta er ekki pabbi okkar“ Hún segir óvissuna mikla. „Við vitum ekkert hvað tekur við. Við viljum fara heim. Við viljum hvergi vera nema heima: hvorki í Evrópu né á Íslandi. Við viljum snúa aftur heim um leið og við höfum tækifæri til og stríðið er búið,“ segir Vygovska. Mágkona hennar, Maria Vygovska og eiginmaður hennar Sveinn Rúnar Sigurðsson, munu hýsa fimmmenningana hérna á Íslandi næstu daga og vikur, eða meðan þörf er á. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju.Vísir/Einar Þegar hópurinn gekk út úr Leifsstöð sagði Vygovska við Stefaniu dóttur sína að veifa myndatökumanninum okkar. „Þetta er ekki pabbi okkar,“ sagði Stefania og mamma hennar svaraði: „Nei, þetta er ekki pabbi, við þekkjum þennan mann ekki.“ Hér eru Tima, Stefania og Nikita.Vísir/Einar Innrás Rússa í Úkraínu Keflavíkurflugvöllur Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hvíta Rússland má ekki taka á móti stelpunum okkar í apríl Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun ekki þurfa að fara til Hvíta Rússlands til að spila útileik sinn í undankeppni HM en sá leikur á að fara fram í næsta mánði. 3. mars 2022 16:01 Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. 3. mars 2022 16:31 Norðurskautsráðið fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Það var tilfinningarþrungin stund þegar fimm flóttamenn frá Úkraínu gengu inn í komusalinn á Keflavíkurflugvelli í nótt. Léttirinn var áþreifanlegur en líka sorgin og áhyggjurnar af öllum þeim sem urðu eftir í Úkraínu. Olga Hrytsajenko (t.v.) og Olga Vygovska (t.h.) með börnunum sínum Nikita, Tima og Stefaniu.Vísir/Egill Tima, fjögurra ára, systir hans Stefania sem er tveggja og vinur þeirra Nikita, sem er átta ára gamall lögðu af stað með mömmu sinni Olgu Vygovsku og mömmu Nikita, Olgu Hrytsaienko, frá Kænugarði fyrir viku síðan, sama dag og innrás Rússa hófst í Úkraínu. „Þetta var mjög erfitt og mjög langt ferðalag. Það var erfitt og skelfilegt. Við keyrðum alla leiðina. Við vorum mjög hrædd og erum enn hrædd,“ segir Vygovska. Voru áhyggjufullar að þær yrðu bensínlausar á leiðinni Þau voru í Kænugarði þegar fyrstu flugskeyti Rússa féllu á borgina. Konurnar drifu sig út úr borginni sama dag, í svo miklum flýti að þær gleymdu vegabréfum barnanna. Börnin voru orðin mjög þreytt þegar þau lentu eftir margra daga ferðalag.Vísir/Einar Ferðalagið var þar að auki langt. Þau voru í þrjá daga á leiðinni til Póllands en þegar þrjátíu kílómetrar voru í landamærin ákváðu þau að yfirgefa bílinn og ganga restina af leiðinni. Við landamærin tók svo við sextán klukkustunda bið. „Það voru umferðartafir alls staðar, fólk var að flýja og vissi ekki hvert. Við keyrðum mjög lengi, við biðum mjög lengi og við hreyfðumst ekki neitt. Við keyrðum í þrjá daga. Allar bensínstöðvar voru bensínlausar, við vorum mjög hrædd um að við myndum festast einhvers staðar án eldsneytis, úti á miðju túni og myndum hvergi komast,“ segir Vygovska. „Við stóðum við landamærin í fjóra tíma, síðan vorum við sett í rútu og vorum í henni í tólf tíma. Svo fórum við yfir landamærin sem gekk hratt, við vorum í tvo tíma á leiðinni yfir. Svo gekk allt hratt. Allt var hratt í Póllandi. Pólland tók mjög vel á móti okkur.“ Skilur ekki hvers vegna þetta hafi gerst Þó svo að heil vika sé liðin frá innrásinni segist Olga enn vera að átta sig á því hvað hefur gengið á. Hún finni fyrir mikilli reiði í garð innrásarhersins. „Nákvæmlega allar tilfinningarnar eru til staðar: Reiði, hatur og vanskilningur á því hvers vegna allt þetta er að gerast og hvers vegna þetta er að gerast við okkur,“ segir Vygovska. Olga Vygovska hefur verið á ferðalagi með börnum sínum og vinum í viku.Vísir/Einar Á þessum tímapunkti í viðtalinu þurfti Olga að stoppa. Tilfinningarnar báru hana ofurliði enda allir ættingjar hennar enn í Úkraínu. „Allir: Móðir mín, bræður mínir, systir mín, maðurinn minn. Algjörlega allir. Ömmur barnanna minna. Allir urðu eftir í Úkraínu. Allir. Aðeins þrír komust út: ég og börnin mín tvö. Allir hinir eru í geymslum, í kjöllurum, í neðanjarðarlestarstöðinni í Kyiv. Þar er fullt af kunningjum, ættingjum, í miðri Kyiv, sem verður fyrir stöðugum sprengjuárásum.“ „Þetta er ekki pabbi okkar“ Hún segir óvissuna mikla. „Við vitum ekkert hvað tekur við. Við viljum fara heim. Við viljum hvergi vera nema heima: hvorki í Evrópu né á Íslandi. Við viljum snúa aftur heim um leið og við höfum tækifæri til og stríðið er búið,“ segir Vygovska. Mágkona hennar, Maria Vygovska og eiginmaður hennar Sveinn Rúnar Sigurðsson, munu hýsa fimmmenningana hérna á Íslandi næstu daga og vikur, eða meðan þörf er á. Svinn Rúnar, Maria Vygovska eiginkona hans og Olga Vygovska, mágkona Maríu fyrir miðju.Vísir/Einar Þegar hópurinn gekk út úr Leifsstöð sagði Vygovska við Stefaniu dóttur sína að veifa myndatökumanninum okkar. „Þetta er ekki pabbi okkar,“ sagði Stefania og mamma hennar svaraði: „Nei, þetta er ekki pabbi, við þekkjum þennan mann ekki.“ Hér eru Tima, Stefania og Nikita.Vísir/Einar
Innrás Rússa í Úkraínu Keflavíkurflugvöllur Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hvíta Rússland má ekki taka á móti stelpunum okkar í apríl Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun ekki þurfa að fara til Hvíta Rússlands til að spila útileik sinn í undankeppni HM en sá leikur á að fara fram í næsta mánði. 3. mars 2022 16:01 Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. 3. mars 2022 16:31 Norðurskautsráðið fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Hvíta Rússland má ekki taka á móti stelpunum okkar í apríl Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun ekki þurfa að fara til Hvíta Rússlands til að spila útileik sinn í undankeppni HM en sá leikur á að fara fram í næsta mánði. 3. mars 2022 16:01
Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Í ávarpi forsætisráðherrans Magdalenu Anderson til sænsku þjóðarinnar, eftir að rússneski herinn hafði ráðist inn í Úkraínu, vakti hún sérstaklega athygli á því að nú þurfi almenningur að halda sér vel upplýstum um stríðið en jafnframt að vera vakandi fyrir aukinni dreifingu falsfrétta og upplýsingaóreiðu. 3. mars 2022 16:31
Norðurskautsráðið fordæmir innrás formannsins Rússlands Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd. 3. mars 2022 15:36
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent