Árborg veitir útungunarstöð íslenska landsliðsins 21 milljón í neyðarstyrk Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 11:03 Gríðarleg stemning var á Selfossi vorið 2019 þegar liðið varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Áhorfendur hafa hins vegar ekki mátt fylla höllina stóran hluta síðustu tveggja tímabila, og stórir fjáröflunarviðburðir ekki verið haldir vegna samkomutakmarkana. vísir Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að hlaupa undir bagga með handknattleiksdeild Selfoss og veita henni styrk upp á 21 milljón króna vegna tapreksturs síðustu missera, á tímum heimsfaraldurs. Rekstur handknattleiksdeildar Selfoss, sem verið hefur hálfgerð útungunarstöð fyrir íslenska karlalandsliðið eins og sást á EM í janúar, hefur verið afar erfiður. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafa þar mikið að segja. Samkvæmt því sem fram kemur í samkomulagi félagsins við Árborg, sem bæjarráð ákvað í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja, var 16 milljóna króna tap hjá deildinni árið 2021. Fyrirséð tap fyrri hluta ársins 2022 er svo 5 milljónir króna. Sveitarfélagið hefur nú ákveðið að bæta upp þetta tap með 21 milljónar króna styrk. Í staðinn fyrir styrkinn afsalar UMF Selfoss sér hins vegar eftirfarandi styrkjum til handknattleiksdeildarinnar á árunum 2023-2027: Styrk vegna starfsmanns deildarinnar sem árið 2021 var alls kr. 4.093.000 Styrk vegna reksturs mfl. handboltadeildar sem árið 2021 var kr. 1.300.000 Styrk vegna stöðu sem fyrirmyndarfélags, sem árið 2021 var kr. 500.000 Í samkomulagi Árborgar og Selfoss segir að ungmennafélagið muni fram til ársins 2027 þurfa að skila sveitarfélaginu skýrslu á sex mánaða fresti um rekstrarstöðu handknattleiksdeildarinnar. Þar segir jafnframt að allar deildir UMF Selfoss hafi veitt stjórn félagsins samþykki fyrir samkomulaginu. Deild sem á hlut í fjórðungi landsliðsins Í samkomulaginu segir að markmiðið með því sé að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem á síðustu árum hefur meðal annars skilað Íslandsmeistaratitli og fjölda atvinnu- og landsliðsmanna. „Handboltadeild UMF Selfoss er íbúum sveitarfélagsins sameiningartákn og færir þeim fyrirmyndir sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og sterkri sjálfsmynd,“ segir í samkomulaginu sem bæjarstjórinn Gísli H. Halldórsson og Viktor S. Pálsson, formaður UMF Selfoss, kvitta undir. Aðeins tæp þrjú ár eru síðan að karlalið Selfoss varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Eftir jafntefli gegn Gróttu í gær er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor. Fimm leikmenn í 20 manna lokahópi Íslands á EM í janúar numu sín handboltafræði á Selfossi. Kvennalið Selfoss er í 2. sæti Grill 66-deildarinnar, þremur stigum á eftir FH en með þrjá leiki til góða og á því góða möguleika á að komast aftur upp í efstu deild. Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Rekstur handknattleiksdeildar Selfoss, sem verið hefur hálfgerð útungunarstöð fyrir íslenska karlalandsliðið eins og sást á EM í janúar, hefur verið afar erfiður. Samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hafa þar mikið að segja. Samkvæmt því sem fram kemur í samkomulagi félagsins við Árborg, sem bæjarráð ákvað í gær að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja, var 16 milljóna króna tap hjá deildinni árið 2021. Fyrirséð tap fyrri hluta ársins 2022 er svo 5 milljónir króna. Sveitarfélagið hefur nú ákveðið að bæta upp þetta tap með 21 milljónar króna styrk. Í staðinn fyrir styrkinn afsalar UMF Selfoss sér hins vegar eftirfarandi styrkjum til handknattleiksdeildarinnar á árunum 2023-2027: Styrk vegna starfsmanns deildarinnar sem árið 2021 var alls kr. 4.093.000 Styrk vegna reksturs mfl. handboltadeildar sem árið 2021 var kr. 1.300.000 Styrk vegna stöðu sem fyrirmyndarfélags, sem árið 2021 var kr. 500.000 Í samkomulagi Árborgar og Selfoss segir að ungmennafélagið muni fram til ársins 2027 þurfa að skila sveitarfélaginu skýrslu á sex mánaða fresti um rekstrarstöðu handknattleiksdeildarinnar. Þar segir jafnframt að allar deildir UMF Selfoss hafi veitt stjórn félagsins samþykki fyrir samkomulaginu. Deild sem á hlut í fjórðungi landsliðsins Í samkomulaginu segir að markmiðið með því sé að halda áfram því metnaðarfulla starfi sem á síðustu árum hefur meðal annars skilað Íslandsmeistaratitli og fjölda atvinnu- og landsliðsmanna. „Handboltadeild UMF Selfoss er íbúum sveitarfélagsins sameiningartákn og færir þeim fyrirmyndir sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og sterkri sjálfsmynd,“ segir í samkomulaginu sem bæjarstjórinn Gísli H. Halldórsson og Viktor S. Pálsson, formaður UMF Selfoss, kvitta undir. Aðeins tæp þrjú ár eru síðan að karlalið Selfoss varð Íslandsmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Eftir jafntefli gegn Gróttu í gær er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í vor. Fimm leikmenn í 20 manna lokahópi Íslands á EM í janúar numu sín handboltafræði á Selfossi. Kvennalið Selfoss er í 2. sæti Grill 66-deildarinnar, þremur stigum á eftir FH en með þrjá leiki til góða og á því góða möguleika á að komast aftur upp í efstu deild.
Olís-deild karla UMF Selfoss Árborg Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira