Ísbjörn í Laugardalinn og heimsfrið strax Helgi Áss Grétarsson skrifar 4. mars 2022 15:01 Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð. Sköpunarmáttur sem og virðing fyrir staðreyndum eru grundvallarþættir sem listin krefst. Stjórnmál eru vissulega list hins mögulega en sjálfsagt er sjaldgæft að orðspor stjórnmálamanna litist af sannleiksást. Nýjasti loforðapakkinn Í gær var haldinn blaðamannafundur með þrem borgarfulltrúum Samfylkingarinnar og tveim háttsettum embættismönnum Reykjavíkurborgar þar sem ritað var undir samstarfssamning um verkefnið „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“. Við þetta tilefni sagði borgarstjórinn að verið væri „að endurskipuleggja þjónustu sem kemur að börnum, úti í skólunum, úti í hverfunum og færa bæði starfsfólk að miðlægum skrifstofum og út í borgarhlutana þannig að fagfólkið vinni þar svona hönd á hönd saman þvert á fög á forsendum barna og fjölskyldna“. Svo sem endranær af hálfu borgarstjóra eru mörg orð notuð um lítið. Umbúðir, ekki innihald. Einnig var kynnt í gær af hálfu Reykjavíkurborgar „að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust“. Hljómar þetta loforð kunnuglega? Jú, m.a. í nóvember 2018 var þessu lofað fyrir árslok 2023 – meirihlutinn í borgarstjórn er ári á undan áætlun, vel gert myndu margir hugsa. En hver er veruleikinn? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er fjöldi barna á biðlista eftir leikskólaplássi um þessar mundir ekki mikið lægri en hann var árið 2017. Meðalaldur barna sem innrita sig í leikskóla sem borgin rekur er að jafnaði hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Ófáir foreldrar leikskólabarna kannast einnig við að mannekla á leikskólum leiðir til skerðingar á þeim tíma sem barnið getur verið í skólanum. Samt er því lofað að nýir leikskólar séu rétt handan við hornið og þá verði öll vandamál úr sögunni. Hverju á að lofa? Sem frambjóðandi í prófkjöri gæti ég lofað ýmsu, svo sem tekið Jón Gnarr á þetta og sagt að ísbjörn verða fluttur inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eða þá að Reykjavíkurborg muni með afli sínu tryggja heimsfrið strax. Slíkur loforðaflaumur er ekki traustvekjandi. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að gripið sé til breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar. Draga þarf úr yfirbyggingu miðlægrar stjórnsýslu og tryggja að borgarkerfið sé eins einfalt og kostur er. Standa þarf vörð um grunnþjónustu og sveitarfélagið láti af því að sinna gæluverkefnum. Með ábyrgri fjármálastjórn og skýra forgangsröðun er hægt að leggja grunn að öflugu velferðakerfi. Sveitarfélag á að greiða fyrir því að almenningur, fólkið sjálft, hafi tækin og tólin til að njóta lífsins. Sérfræðingar á vegum hins opinbera, svo ágætir sem þeir eru, geta ekki komið í stað þess að einstaklingurinn leiti hamingjunnar á eigin forsendum. Það er minn sannleikur í stjórnmálum, trúin á einstaklinginn og frelsi hans. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð. Sköpunarmáttur sem og virðing fyrir staðreyndum eru grundvallarþættir sem listin krefst. Stjórnmál eru vissulega list hins mögulega en sjálfsagt er sjaldgæft að orðspor stjórnmálamanna litist af sannleiksást. Nýjasti loforðapakkinn Í gær var haldinn blaðamannafundur með þrem borgarfulltrúum Samfylkingarinnar og tveim háttsettum embættismönnum Reykjavíkurborgar þar sem ritað var undir samstarfssamning um verkefnið „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“. Við þetta tilefni sagði borgarstjórinn að verið væri „að endurskipuleggja þjónustu sem kemur að börnum, úti í skólunum, úti í hverfunum og færa bæði starfsfólk að miðlægum skrifstofum og út í borgarhlutana þannig að fagfólkið vinni þar svona hönd á hönd saman þvert á fög á forsendum barna og fjölskyldna“. Svo sem endranær af hálfu borgarstjóra eru mörg orð notuð um lítið. Umbúðir, ekki innihald. Einnig var kynnt í gær af hálfu Reykjavíkurborgar „að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust“. Hljómar þetta loforð kunnuglega? Jú, m.a. í nóvember 2018 var þessu lofað fyrir árslok 2023 – meirihlutinn í borgarstjórn er ári á undan áætlun, vel gert myndu margir hugsa. En hver er veruleikinn? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er fjöldi barna á biðlista eftir leikskólaplássi um þessar mundir ekki mikið lægri en hann var árið 2017. Meðalaldur barna sem innrita sig í leikskóla sem borgin rekur er að jafnaði hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Ófáir foreldrar leikskólabarna kannast einnig við að mannekla á leikskólum leiðir til skerðingar á þeim tíma sem barnið getur verið í skólanum. Samt er því lofað að nýir leikskólar séu rétt handan við hornið og þá verði öll vandamál úr sögunni. Hverju á að lofa? Sem frambjóðandi í prófkjöri gæti ég lofað ýmsu, svo sem tekið Jón Gnarr á þetta og sagt að ísbjörn verða fluttur inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eða þá að Reykjavíkurborg muni með afli sínu tryggja heimsfrið strax. Slíkur loforðaflaumur er ekki traustvekjandi. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að gripið sé til breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar. Draga þarf úr yfirbyggingu miðlægrar stjórnsýslu og tryggja að borgarkerfið sé eins einfalt og kostur er. Standa þarf vörð um grunnþjónustu og sveitarfélagið láti af því að sinna gæluverkefnum. Með ábyrgri fjármálastjórn og skýra forgangsröðun er hægt að leggja grunn að öflugu velferðakerfi. Sveitarfélag á að greiða fyrir því að almenningur, fólkið sjálft, hafi tækin og tólin til að njóta lífsins. Sérfræðingar á vegum hins opinbera, svo ágætir sem þeir eru, geta ekki komið í stað þess að einstaklingurinn leiti hamingjunnar á eigin forsendum. Það er minn sannleikur í stjórnmálum, trúin á einstaklinginn og frelsi hans. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun