Brákarey í Borgarnesi fær nýtt skipulag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2022 14:01 Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að leita eftir áhugasömum aðilum til samvinnu um heildarskipulagningu og uppbyggingu Brákareyjar. Hugmyndir eru um að stofna jafnvel þróunarfélag sem hefði það hlutverk að vinna úr hugmyndum og íbúafundum, sem haldnir hafa verið undanfarin ár vegna starfseminnar í eyjunni. Aðsend Brákarey í Borgarnesi mun fá nýtt líf með nýju skipulagi en nú er leitað af áhugasömum aðilum til samvinnu við Borgarbyggð um heildarskipulagningu og uppbyggingu eyjunnar. Brákarey er náttúruperla með sterka menningarlega skírskotun til Íslendingasagna og þykir því vel við hæfi að henni verði gert hátt undir höfði. Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Nú er mikill hugur hjá forsvarsmönnum Borgarbyggðar að eyjan muni í framtíðinni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Brákarey er algjörlega óslípaður demantur með fullt af möguleikum og þar er í rauninni hægt að gera hvað sem er þar. Brákarey hefur verið stolt okkar og náttúruperla og náttúrulega með menningarlega skírskotun til Íslendingasagnanna þar sem Brák var að reyna að synda út í Brákarey til þess að flýja. Þess vegna teljum við mikilvægt að við gerum henni hærra undir höfði heldur en hún er núna,“ segir Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er spennt fyrir nýju skipulagi og uppbyggingu í Brákarey í Borgarnesi.Aðsend Þórdís segir að nú hafi verið samþykkt að leita eftir einhverjum aðilum með framsæknar hugmyndir varðandi uppbyggingu á svæðinu og jafnvel standi til að stofna þróunarfélag um eyjuna. „Þannig að við leggjum áherslu á að þetta sé gert í sátt og samlyndi við þá starfsemi sem þarna er núna eftir því sem möguleiki er til. Við vitum að það þarf að rífa hluta af húsnæðinu sem er þar,“ segir Þórdís enn fremur. Þórdís Sif segir að Brákarey sé óslípaður demantur með ógrynni af möguleikum. Það er sýn sveitarfélagsins að eyjan muni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Það er mikilvægt að halda í sérkenni eyjunnar, að við íbúar upplifum Brákarey á jákvæðan hátt og að uppbyggingin þar sé falleg í takt við eyjuna og bæjarstæðið.Aðsend Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Nú er mikill hugur hjá forsvarsmönnum Borgarbyggðar að eyjan muni í framtíðinni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Brákarey er algjörlega óslípaður demantur með fullt af möguleikum og þar er í rauninni hægt að gera hvað sem er þar. Brákarey hefur verið stolt okkar og náttúruperla og náttúrulega með menningarlega skírskotun til Íslendingasagnanna þar sem Brák var að reyna að synda út í Brákarey til þess að flýja. Þess vegna teljum við mikilvægt að við gerum henni hærra undir höfði heldur en hún er núna,“ segir Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er spennt fyrir nýju skipulagi og uppbyggingu í Brákarey í Borgarnesi.Aðsend Þórdís segir að nú hafi verið samþykkt að leita eftir einhverjum aðilum með framsæknar hugmyndir varðandi uppbyggingu á svæðinu og jafnvel standi til að stofna þróunarfélag um eyjuna. „Þannig að við leggjum áherslu á að þetta sé gert í sátt og samlyndi við þá starfsemi sem þarna er núna eftir því sem möguleiki er til. Við vitum að það þarf að rífa hluta af húsnæðinu sem er þar,“ segir Þórdís enn fremur. Þórdís Sif segir að Brákarey sé óslípaður demantur með ógrynni af möguleikum. Það er sýn sveitarfélagsins að eyjan muni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Það er mikilvægt að halda í sérkenni eyjunnar, að við íbúar upplifum Brákarey á jákvæðan hátt og að uppbyggingin þar sé falleg í takt við eyjuna og bæjarstæðið.Aðsend
Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Sjá meira