Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 11:56 Alda Lárusdóttir fékk þær fréttir á laugardagsmorgun að sonur hennar hefði verið stunginn ítrekað í miðbæ Reykjavíkur um nóttina. Aðsend mynd Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. Mikill erill hefur verið í miðbænum frá því að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Föstudagskvöld var engin undantekning - en það kvöld snerist þó að lokum upp í martröð fyrir son Öldu Lárusdóttur. Hann hafði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem svo virtist lokið, en þeir sneru svo aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum. Hann rambar af stað og var ekki alveg að átta sig á þessu, finnur að það er eitthvað rosalega mikið í gangi. Hann rambar bara á sjúkrabíl niður í bæ: Bara þið verðið að hleypa mér inn,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Líðan mannsins er nú stöðug, en hann er aðeins tvítugur að aldri. Enginn vandræðaunglingur, segir Alda - og þeim mun meira áfall að fá þessar fréttir. „Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það." Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem hefur þó enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna. Atvikið átti sér stað nærri Ingólfstorgi. Nokkuð hefur verið fjallað um það að undanförnu, að fólk beitir vopnum í auknum mæli í Reykjavík. „Þetta er bara raunveruleikinn í dag greinilega, maður er alltaf að heyra af einhverjum svona hrylling niðri í bæ,“ segir Alda. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Mikill erill hefur verið í miðbænum frá því að sóttvarnatakmörkunum var aflétt. Föstudagskvöld var engin undantekning - en það kvöld snerist þó að lokum upp í martröð fyrir son Öldu Lárusdóttur. Hann hafði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem svo virtist lokið, en þeir sneru svo aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum. Hann rambar af stað og var ekki alveg að átta sig á þessu, finnur að það er eitthvað rosalega mikið í gangi. Hann rambar bara á sjúkrabíl niður í bæ: Bara þið verðið að hleypa mér inn,“ segir Alda í samtali við fréttastofu. Líðan mannsins er nú stöðug, en hann er aðeins tvítugur að aldri. Enginn vandræðaunglingur, segir Alda - og þeim mun meira áfall að fá þessar fréttir. „Ég heyrði þetta náttúrulega bara um morguninn. Ég var að keyra, stoppa bílinn, er með móður minni, og svo bara sátum við þarna grenjandi í bílnum í tuttugu mínútur að reyna að melta þetta. Sjokkið var alveg svakalegt,“ segir Alda. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það." Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem hefur þó enn ekki haft hendur í hári árásarmannanna. Atvikið átti sér stað nærri Ingólfstorgi. Nokkuð hefur verið fjallað um það að undanförnu, að fólk beitir vopnum í auknum mæli í Reykjavík. „Þetta er bara raunveruleikinn í dag greinilega, maður er alltaf að heyra af einhverjum svona hrylling niðri í bæ,“ segir Alda.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira