Bergsveinn telur rektor hafa brugðist fræðasamfélaginu Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2022 11:28 Bergsveinn Birgisson gagnrýnir Jón Atla Benediktsson rektor harðlega fyrir að hafa fallist á röksemd Ásgeirs Jónssonar að Háskólinn hafi ekkert með hans fræðistörf að gera; hann sé í launalausu leyfi. Bergsveinn telur það ekki standast nokkra einustu skoðun. Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu sem snýr að máli hans er varða ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra; að hann hafi fengið eitt og annað að láni við ritun Eyjunnar hans Ingólfs úr bók Bergsveins Leitinni að svarta víkingnum. Málið allt er nú strand. „Svo margt er að undrast í þessu máli, að maður hlýtur að spyrja sig í hvers konar absúrd-leikriti maður sé hafnaður. Í fyrsta lagi læt ég í mér heyra út frá grundvallar-siðareglum í fræðastarfi. Ef þær eru brotnar, og ef enginn gerir neitt til að verja þær eins og útlit er fyrir – þá á enginn vísindamaður neina kenningu eða rannsókn,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins. Feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags Siðanefnd Háskóla Íslands sagði af sér en hún telur afskipti Jóns Atla Benediktssonar rektors af málinu; að verk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri heyrðu ekki undir háskólann, ekki standast. Bergsveinn er þungorður í yfirlýsingu sinni, segir að ef hver sem er geti seilst í smiðju annarra og gert ritstörf þeirra að sínum séu það feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags. En þangað erum við komin, að mati Bergsveins, sé slíkt látið óátalið með öllu. „Hefur rektor borið fyrir sig „verklagsreglur við HÍ“. Siðanefnd hefði tæplega tekið málið fyrir ef eitthvað væri hæft í þessu.“ Virðing æðstu menntastofnunar landsins í molum Bergsveinn telur, líkt og siðanefndin, það ekki standast nokkra skoðun að Eyjan hans Ingólfs og vinnubrögð þar eru undir heyri ekki undir Háskóla Íslands. „Annað er það að leyfi Ásgeirs, sem hann og rektor bera fyrir sig, á ekki við. Þarf ekki mikla rannsókn til að sjá að Ásgeir staðhæfir sjálfur í inngangi bókar að hún hafi verið „lengi í smíðum“, og ber við rannsóknum á „síðustu árum og áratugum“ (Eyjan hans Ingólfs, bls. 11). Fellur það vitanlega saman við þann tíma þegar Ásgeir var starfsmaður við Háskóla Íslands. Er sú fordæmisgefandi regla all-svakaleg ef standa fengi, að starfsmenn geti ástundað ritstuld á launum hjá Háskólanum, en skráð sig í leyfi meðan verkið kemur út, og firrt sig allri ábyrgð á þessháttar vinnubrögðum. Hið ærna verkefni Háskólaráðs felst nú í því að reyna að endurreisa virðingu stærstu menntastofnunar landsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins sem nú telur sig ekki hafa í nein hús að venda með sín mál. Hann boðar þess í stað ítarlega greinargerð sem mun birtast á vormánuðum í fræðiriti. Háskólar Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna ritstuldar úr Leitinni að svarta víkingnum Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. 7. mars 2022 11:17 Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. 22. febrúar 2022 09:44 Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Svo margt er að undrast í þessu máli, að maður hlýtur að spyrja sig í hvers konar absúrd-leikriti maður sé hafnaður. Í fyrsta lagi læt ég í mér heyra út frá grundvallar-siðareglum í fræðastarfi. Ef þær eru brotnar, og ef enginn gerir neitt til að verja þær eins og útlit er fyrir – þá á enginn vísindamaður neina kenningu eða rannsókn,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins. Feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags Siðanefnd Háskóla Íslands sagði af sér en hún telur afskipti Jóns Atla Benediktssonar rektors af málinu; að verk Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri heyrðu ekki undir háskólann, ekki standast. Bergsveinn er þungorður í yfirlýsingu sinni, segir að ef hver sem er geti seilst í smiðju annarra og gert ritstörf þeirra að sínum séu það feigðarmerki sérhvers fræðasamfélags. En þangað erum við komin, að mati Bergsveins, sé slíkt látið óátalið með öllu. „Hefur rektor borið fyrir sig „verklagsreglur við HÍ“. Siðanefnd hefði tæplega tekið málið fyrir ef eitthvað væri hæft í þessu.“ Virðing æðstu menntastofnunar landsins í molum Bergsveinn telur, líkt og siðanefndin, það ekki standast nokkra skoðun að Eyjan hans Ingólfs og vinnubrögð þar eru undir heyri ekki undir Háskóla Íslands. „Annað er það að leyfi Ásgeirs, sem hann og rektor bera fyrir sig, á ekki við. Þarf ekki mikla rannsókn til að sjá að Ásgeir staðhæfir sjálfur í inngangi bókar að hún hafi verið „lengi í smíðum“, og ber við rannsóknum á „síðustu árum og áratugum“ (Eyjan hans Ingólfs, bls. 11). Fellur það vitanlega saman við þann tíma þegar Ásgeir var starfsmaður við Háskóla Íslands. Er sú fordæmisgefandi regla all-svakaleg ef standa fengi, að starfsmenn geti ástundað ritstuld á launum hjá Háskólanum, en skráð sig í leyfi meðan verkið kemur út, og firrt sig allri ábyrgð á þessháttar vinnubrögðum. Hið ærna verkefni Háskólaráðs felst nú í því að reyna að endurreisa virðingu stærstu menntastofnunar landsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Bergsveins sem nú telur sig ekki hafa í nein hús að venda með sín mál. Hann boðar þess í stað ítarlega greinargerð sem mun birtast á vormánuðum í fræðiriti.
Háskólar Höfundarréttur Bókaútgáfa Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna ritstuldar úr Leitinni að svarta víkingnum Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. 7. mars 2022 11:17 Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. 22. febrúar 2022 09:44 Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Yfirlýsing vegna ritstuldar úr Leitinni að svarta víkingnum Snemma í desember síðasta árs las ég bók dr. Ásgeirs Jónssonar, Eyjan hans Ingólfs. Sá ég þar tilgátur og túlkanir úr minni eigin bók, Leitin að svarta víkingnum, settar fram án þess að mín eða minnar bókar væri getið. 7. mars 2022 11:17
Kári segir ákvörðun rektors í siðanefndarmáli herfileg mistök Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur það mikil mistök af hálfu Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors að telja úr vegi að siðanefnd HÍ fjalli um kæru Bergsveins Birgissonar á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. 22. febrúar 2022 09:44
Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. 15. febrúar 2022 13:01