Samkvæmt ESPN og fleiri miðlum mun Gunnar mæta Japananum Takashi Sato, á UFC-kvöldinu í London 19. mars.
Per sources, Japan's Takashi Sato will replace the injured Claudio Silva in a fight against Gunnar Nelson at UFC Fight Night in London in two weeks. Gunni's first fight since 2019. Sato is 2-2 in the UFC, losses were to solid competition in Belal Muhammad and Miguel Baeza.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 7, 2022
Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í tvö og hálft ár eða síðan að hann beið lægri hlut gegn Gilbert Burns.
Sato er 31 árs gamall og á að baki fjóra UFC-bardaga. Hann vann tvo þeirra en tapaði síðast fyrir Miguel Baeza í nóvember 2020.
Áður en að Sato samdi við UFC árið 2019 keppti hann í Pancrase heima í Japan en hann fékk tækifæri í UFC eftir að hafa unnið Matt Vaile.
Aðalbardagi kvöldsins í London, í O2 Arena, er á milli þungavigtarmannanna Tom Aspinall og Alexander Volkov.
Gunnar, sem er 33 ára, tapaði þremur af síðustu fjórum glímum sínum fyrir pásuna löngu sem hann hefur verið í frá 2019. Alls hefur hann unnið 17 UFC-bardaga en tapað fimm.