Tugir fallið í borgum Úkraínu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2022 19:21 Úkraínskur hermaður hjá stéli af Su-34 rússneskri sprengjuflugvél inni í skemmdri byggingu í Kharkiv. AP/Andrew Marienko Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Rússar hóta að hætta útflutningi á gasi til Þýskalands og annarra evrópuríkja. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu. Um tvær milljónir manna hafa flúið Úkraínu. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið í þrettán daga og náð að lama allt eðlilegt líf þessarar fjörutíu milljóna þjóðar. Víða þarf fólk að forða sér á hlaupum undan skotárásum og eldflaugum eins og í Irpin í morgun. Irpin er bær eða úthverfi norður af Kænugarði og þar hafa íbúarnir verið án rafmagns, húshitunar og vatns í þrjá daga. Rússar hafa haldið uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á úthverfi Kænugarðs. Í dag freistaðist hópur íbúa að leggja á flótta í bílum og rútum með hjálp úkraínska hermanna. Átta féllu á flóttanum, þeirra á meðal heil fjölskylda. Ónafngreindur íbúi Irpin segir frá fjögurra manna fjölskyldu. „Einungis móðirin lifði af. Börnin voru þrettán og fimmtán ára,“ sagði hann. Rússar hafa gert stöðugar árásir á borgina Mariupol í suðaustur Úkraínu dögum saman. Borgin er án rafmagns, vatns og húshitunar. Hér eru börn í loftvarnabyrgði í borginni.AP/Evgeniy Maloletk Setið hefur verið um borgina Mariupol í suðurhluta Donbas héraðs í um viku og þar er neyðin algjör. Ítekað hefur verið reynt að koma fólki frá borginni en í dag var þessi freistað að koma bílalest þangað þangað með vistir sem eru orðnar mjög af skornum skammti. Eins var fjöldi strætisvagna í bílalestinni sem ætlað var að flytja fólk frá borginni. Allar helstu borgir Úkraínu, eins og Kharkiv, verða fyrir stöðugum árásum. Íbúðarhús eru mörg í rústog mikið álag er á sjúkrahúsum. Kona frá Kharkiv sem einungis er nefnd Irina liggur særð á sjúkrahúsi í Kharkiv. „Við vorum í felum í bílskúr þegar sprengjuskot hitti okkur. Ég særðist á höfði,“ sagði hún þar sem hún lá blóðug á einu sjúkrahúsa borgarinnar. Þjóðverjar ákváðu í síðustu viku og hætta við Nord Stream 2 gasleiðsluna frá Rússlandi, en þeir og önnur evrópuríki eru mjög háð gasi, kolum og olíu frá Rússlandi. Rússar hóta að skrúfa fyrir gas til Evrópu Alexander Novak aðstoðarforsætisráðherra Rússlands hótar því að Rússar svari í sömu mynt. „Við höfum allan rétt til að þess að setja útflutningsbann á gasútflutning í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna. Í dag er hún á fullum afköstum, hundrað prósent,“ sagði Novak. Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um innflutningsbann á allar olíuvörur frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Bretar ætla sömuleiðis að þynna kaup sín út á árinu.AP/Andrew Harnik Ef Rússar skrúfa fyrir gasið hefði það mikil áhrif í Þýsklandi og víðar í Evrópu. Samstaða er á milli þingmanna demókrata og rebublikana á Bandaríkjaþingi um að banna innflutning á olíu frá Rússlandi og auka um leið framleiðsluna heimafyrir. Jo Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti svo um bannið síðdegis. Án annarra aðgerða gæti það valdið enn meiri verðhækkunum á olíu. Flóttmenn komnir í tvær milljónir Flóttamenn streyma áfram frá Úkraínu til nágrannaríkjanna og koma ýmist fótgangandi, með lestum eða rútum í kulda og snjókomu eins og í Rúmeníu í dag. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fjöldan kominn yfir tvær milljónir manna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þjóðina frá forsetaskrifstofunni í Kænugarði í morgun.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þjóðina frá skrifstofu sinni í Kænugarði í morgun. Hann sagði Rússa ráðast á vegi sem samið hefði verið um vopnahlé á til að fólk gæti flúið átakasvæði eins og í Mariupol. „Ég verð áfram hér við Bankovastræti í Kænugarði. Ég er ekki í felum og ekki hræddur við neinn. Ég verðhér eins lengi og þaðer nauðsynlegt til að vinna þetta föðurlandsstríð okkar,“ sagði forsetinn. En með þeirri skírskotun höfðar hann til almennings í Rússlandi þar Rússar kalla seinni heimsstyrjöldina gjarnan föðurlandsstríðið mikla. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. 8. mars 2022 15:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið í þrettán daga og náð að lama allt eðlilegt líf þessarar fjörutíu milljóna þjóðar. Víða þarf fólk að forða sér á hlaupum undan skotárásum og eldflaugum eins og í Irpin í morgun. Irpin er bær eða úthverfi norður af Kænugarði og þar hafa íbúarnir verið án rafmagns, húshitunar og vatns í þrjá daga. Rússar hafa haldið uppi stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á úthverfi Kænugarðs. Í dag freistaðist hópur íbúa að leggja á flótta í bílum og rútum með hjálp úkraínska hermanna. Átta féllu á flóttanum, þeirra á meðal heil fjölskylda. Ónafngreindur íbúi Irpin segir frá fjögurra manna fjölskyldu. „Einungis móðirin lifði af. Börnin voru þrettán og fimmtán ára,“ sagði hann. Rússar hafa gert stöðugar árásir á borgina Mariupol í suðaustur Úkraínu dögum saman. Borgin er án rafmagns, vatns og húshitunar. Hér eru börn í loftvarnabyrgði í borginni.AP/Evgeniy Maloletk Setið hefur verið um borgina Mariupol í suðurhluta Donbas héraðs í um viku og þar er neyðin algjör. Ítekað hefur verið reynt að koma fólki frá borginni en í dag var þessi freistað að koma bílalest þangað þangað með vistir sem eru orðnar mjög af skornum skammti. Eins var fjöldi strætisvagna í bílalestinni sem ætlað var að flytja fólk frá borginni. Allar helstu borgir Úkraínu, eins og Kharkiv, verða fyrir stöðugum árásum. Íbúðarhús eru mörg í rústog mikið álag er á sjúkrahúsum. Kona frá Kharkiv sem einungis er nefnd Irina liggur særð á sjúkrahúsi í Kharkiv. „Við vorum í felum í bílskúr þegar sprengjuskot hitti okkur. Ég særðist á höfði,“ sagði hún þar sem hún lá blóðug á einu sjúkrahúsa borgarinnar. Þjóðverjar ákváðu í síðustu viku og hætta við Nord Stream 2 gasleiðsluna frá Rússlandi, en þeir og önnur evrópuríki eru mjög háð gasi, kolum og olíu frá Rússlandi. Rússar hóta að skrúfa fyrir gas til Evrópu Alexander Novak aðstoðarforsætisráðherra Rússlands hótar því að Rússar svari í sömu mynt. „Við höfum allan rétt til að þess að setja útflutningsbann á gasútflutning í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna. Í dag er hún á fullum afköstum, hundrað prósent,“ sagði Novak. Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um innflutningsbann á allar olíuvörur frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Bretar ætla sömuleiðis að þynna kaup sín út á árinu.AP/Andrew Harnik Ef Rússar skrúfa fyrir gasið hefði það mikil áhrif í Þýsklandi og víðar í Evrópu. Samstaða er á milli þingmanna demókrata og rebublikana á Bandaríkjaþingi um að banna innflutning á olíu frá Rússlandi og auka um leið framleiðsluna heimafyrir. Jo Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti svo um bannið síðdegis. Án annarra aðgerða gæti það valdið enn meiri verðhækkunum á olíu. Flóttmenn komnir í tvær milljónir Flóttamenn streyma áfram frá Úkraínu til nágrannaríkjanna og koma ýmist fótgangandi, með lestum eða rútum í kulda og snjókomu eins og í Rúmeníu í dag. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fjöldan kominn yfir tvær milljónir manna. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þjóðina frá forsetaskrifstofunni í Kænugarði í morgun.AP/forsetaembætti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði þjóðina frá skrifstofu sinni í Kænugarði í morgun. Hann sagði Rússa ráðast á vegi sem samið hefði verið um vopnahlé á til að fólk gæti flúið átakasvæði eins og í Mariupol. „Ég verð áfram hér við Bankovastræti í Kænugarði. Ég er ekki í felum og ekki hræddur við neinn. Ég verðhér eins lengi og þaðer nauðsynlegt til að vinna þetta föðurlandsstríð okkar,“ sagði forsetinn. En með þeirri skírskotun höfðar hann til almennings í Rússlandi þar Rússar kalla seinni heimsstyrjöldina gjarnan föðurlandsstríðið mikla.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. 8. mars 2022 15:08 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. 8. mars 2022 15:08