Einhentur en stefnir á heimsleikana: „Kærastan er fyrirmyndin mín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2022 10:30 Breki Þórðarson lætur ekkert stöðva sig. Breki Þórðarson er 23 ára byggingartæknifræðinemi og Crossfit kappi sem stefnir á heimsleikana í Crossfit árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum hindrunum í lífinu og hefur engan tíma til að vorkenna sér. Eva Laufey hitti Breka í vikunni og fékk að heyra hans sögu. „Ég hef alltaf verið rosalega opinn persónuleiki og alltaf verið mjög sjálfsöruggur. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi alltaf verið fáránlega auðvelt og rosalega gaman. Til dæmis ein mjög sterk minning úr æsku hjá mér var þegar ég var heima hjá vini mínum og hann biður mig um að gera eitthvað með vinstri hendinni og ég svara þá að ég geti það ekki. Hann svarar, já auðvitað ég var búinn að gleyma því. Þetta er alveg minning sem er frekar sterk hjá mér,“ segir Breki sem bætir við að krakkarnir hafi í raun aldrei mikið velt þessu fyrir sér. „Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og prófaði í rauninni allt. Síðan í 8. bekk prófaði ég borðtennis í félagsmiðstöðinni og fannst það geðveikt. Ég byrjaði að æfa borðtennis sem var eiginlega lífið mitt næstu sjö árin. Ég varð Íslandsmeistari í efstu deild Íslands og deildarmeistari á sama ári með liðinu mínu KR. Eftir það fluttu liðsfélagar mínir út og ég var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram. Síðan byrja ég í ræktinni árið 2018 og fannst það leiðinlegt og síðan árið 2019 heyri ég í félaga mínum sem er að þjálfa Crossfit og fékk að mæta á æfingu hjá honum, og þá var ekki aftur snúið.“ Þarf að vera á topp fimm Eins og áður segir stefnir Breki á heimsleikana á þessu ári og nú er búið að opna fyrir flokka sem hann getur tekið þátt í. Sérstakur flokkur er til fyrir menn eins og Breka, fyrir fólk sem hefur ekki fullan styrk á efri hluta líkamans. „Til þess að öðlast þátttökurétt þarf ég að vera í topp fimm í heiminum. Ég byrjaði undirbúninginn í lok ágúst og tók eina keppni í október og þá var ég í tólfta eða þrettánda sæti en síðan þá hefur fullt gerst,“ segir Breki og heldur áfram og talar um fyrirmyndina sína í lífinu. „Kærastan er fyrirmyndin mín. Hún sem sagt skráði sig í nám sem hún hafði mjög mikinn áhuga á og ég fylgdist með henni helga lífi sínu þessu námi. Hún fór gjörsamlega alla leið. Það var líka partur af því að mig langaði að stefna á heimsleikana og athugað hvort ég geti þetta líka. Ég vil að ég verði góður íþróttamaður, þrátt fyrir vinstri höndina. Ekki að ég sé svo góður miðað við að ég er með eina hönd. Bara að ég sé góður, punktur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag CrossFit Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum hindrunum í lífinu og hefur engan tíma til að vorkenna sér. Eva Laufey hitti Breka í vikunni og fékk að heyra hans sögu. „Ég hef alltaf verið rosalega opinn persónuleiki og alltaf verið mjög sjálfsöruggur. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi alltaf verið fáránlega auðvelt og rosalega gaman. Til dæmis ein mjög sterk minning úr æsku hjá mér var þegar ég var heima hjá vini mínum og hann biður mig um að gera eitthvað með vinstri hendinni og ég svara þá að ég geti það ekki. Hann svarar, já auðvitað ég var búinn að gleyma því. Þetta er alveg minning sem er frekar sterk hjá mér,“ segir Breki sem bætir við að krakkarnir hafi í raun aldrei mikið velt þessu fyrir sér. „Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og prófaði í rauninni allt. Síðan í 8. bekk prófaði ég borðtennis í félagsmiðstöðinni og fannst það geðveikt. Ég byrjaði að æfa borðtennis sem var eiginlega lífið mitt næstu sjö árin. Ég varð Íslandsmeistari í efstu deild Íslands og deildarmeistari á sama ári með liðinu mínu KR. Eftir það fluttu liðsfélagar mínir út og ég var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram. Síðan byrja ég í ræktinni árið 2018 og fannst það leiðinlegt og síðan árið 2019 heyri ég í félaga mínum sem er að þjálfa Crossfit og fékk að mæta á æfingu hjá honum, og þá var ekki aftur snúið.“ Þarf að vera á topp fimm Eins og áður segir stefnir Breki á heimsleikana á þessu ári og nú er búið að opna fyrir flokka sem hann getur tekið þátt í. Sérstakur flokkur er til fyrir menn eins og Breka, fyrir fólk sem hefur ekki fullan styrk á efri hluta líkamans. „Til þess að öðlast þátttökurétt þarf ég að vera í topp fimm í heiminum. Ég byrjaði undirbúninginn í lok ágúst og tók eina keppni í október og þá var ég í tólfta eða þrettánda sæti en síðan þá hefur fullt gerst,“ segir Breki og heldur áfram og talar um fyrirmyndina sína í lífinu. „Kærastan er fyrirmyndin mín. Hún sem sagt skráði sig í nám sem hún hafði mjög mikinn áhuga á og ég fylgdist með henni helga lífi sínu þessu námi. Hún fór gjörsamlega alla leið. Það var líka partur af því að mig langaði að stefna á heimsleikana og athugað hvort ég geti þetta líka. Ég vil að ég verði góður íþróttamaður, þrátt fyrir vinstri höndina. Ekki að ég sé svo góður miðað við að ég er með eina hönd. Bara að ég sé góður, punktur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag CrossFit Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira