Aðeins 6,2 prósent landsmanna eru andvíg lagningu Sundabrautar, 27,5 prósent eru í meðallagi hlynnt eða andvíg en meirihluti sem fyrr segir hlynntur.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 7. til 14. febrúar og voru svarendur 926 talsins. Þjóðgáttin er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri.

Karlar eru heilt yfir frekar hlynntari en konur. Eldra fólk sömuleiðis hlynntara en það yngra.
