Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 12:01 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 77 liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild með Covid-19 í gær. Fjórir eru á gjörgæslu í dag og er einn þeirra í öndunarvél. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans, segir gríðarlega erfitt að manna vaktir vegna mikilla veikinda starfsfólks. „Mönnun er mjög mikil áskorun. Það vantar mikið af fólki. Við bara höfum hreinlega ekki yfirsýn yfir það lengur hvað eru margir fjarverandi vegna Covid. Við vitum að það eru mikil veikindi en af því að það fara ekki allir lengur í PCR-próf þá höfum við ekki nægilega góða yfirsýn yfir veikindi vegna Covid,“ segir Hildur. Sjúklingarnir orðnir of margir Það var þungt í henni hljóðið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þegar þetta eru orðnir svona margir þá er ákveðið hlutfall sem þarf innlögn og það hlutfall er bara orðið of mikið fyrir okkur. Við ráðum eiginlega varla við þetta,“ segir Hildur. Hún efast þó um að stjórnvöld muni grípa aftur til samkomutakmarkana. „Ég get nú ekki merkt það að það sé nein stemmning fyrir því að beita einhverjum takmörkunum. Við höfum bara reynt að biðla til fólks að reyna að gæta sín og sérstaklega gagnvart þeim ættingjum og vinum sem standa höllum fæti því við sjáum að það er það fólk sem er núna að fá Covid og þolir það ekki og þarf að leggjast inn,“ segir Hildur. Hún minnir á að spítalinn sé enn starfandi á neyðarstigi og hafi nú starfað þannig samfleytt í tæpa þrjá mánuði. „Þegar þú spyrð sko hvað ráðum við lengi við þetta? Ég veit það ekki, satt að segja. Við erum núna að vinna þetta bara klukkutíma fyrir klukkutíma og einn sjúkling í einu og eitt pláss í einu,“ segir Hildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
77 liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild með Covid-19 í gær. Fjórir eru á gjörgæslu í dag og er einn þeirra í öndunarvél. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans, segir gríðarlega erfitt að manna vaktir vegna mikilla veikinda starfsfólks. „Mönnun er mjög mikil áskorun. Það vantar mikið af fólki. Við bara höfum hreinlega ekki yfirsýn yfir það lengur hvað eru margir fjarverandi vegna Covid. Við vitum að það eru mikil veikindi en af því að það fara ekki allir lengur í PCR-próf þá höfum við ekki nægilega góða yfirsýn yfir veikindi vegna Covid,“ segir Hildur. Sjúklingarnir orðnir of margir Það var þungt í henni hljóðið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þegar þetta eru orðnir svona margir þá er ákveðið hlutfall sem þarf innlögn og það hlutfall er bara orðið of mikið fyrir okkur. Við ráðum eiginlega varla við þetta,“ segir Hildur. Hún efast þó um að stjórnvöld muni grípa aftur til samkomutakmarkana. „Ég get nú ekki merkt það að það sé nein stemmning fyrir því að beita einhverjum takmörkunum. Við höfum bara reynt að biðla til fólks að reyna að gæta sín og sérstaklega gagnvart þeim ættingjum og vinum sem standa höllum fæti því við sjáum að það er það fólk sem er núna að fá Covid og þolir það ekki og þarf að leggjast inn,“ segir Hildur. Hún minnir á að spítalinn sé enn starfandi á neyðarstigi og hafi nú starfað þannig samfleytt í tæpa þrjá mánuði. „Þegar þú spyrð sko hvað ráðum við lengi við þetta? Ég veit það ekki, satt að segja. Við erum núna að vinna þetta bara klukkutíma fyrir klukkutíma og einn sjúkling í einu og eitt pláss í einu,“ segir Hildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira