Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2022 16:10 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziółkowska, fráfarandi formaður. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Fjallað var um það í síðustu viku að Efling hafi samið við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum, um vefsíðugerð. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði Agnieszka Ewu Ziółkowska, sitjandi formaður Eflingar, að því á nýlegum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið. Viðar segir að Agnieszka hafi óskað eftir athugun Deloitte, sem fari með endurskoðun ársreikninga Eflingar, og félagið hafi nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Neitað að veita skýringar „Fráfarandi formaður, Agnieszka Ewa Ziółkowska, hefur borið út róg um að ég sé ábyrgur fyrir einhvers konar fjármálamisferli í tengslum við viðskipti Eflingar við umrætt fyrirtæki í tíð minni sem framkvæmdastjóri félagsins. Gerði hún þetta á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar sl. að mér fjarstöddum. Neitaði hún að veita lögmanni mínum skýringar eða gögn til stuðnings ummælum sínum þegar hann óskaði eftir því,“ segir Viðar í yfirlýsingu til fjölmiðla. Ónafngreindir einstaklingar hafi í kjölfarið sett sig í samband við fjölmiðla og látið hafa eftir sér ummæli „til þess gerð að málinu yrði slegið upp með tortryggilegum hætti“ gagnvart Viðari og hans störfum. „Halldóra Sveinsdóttir, þriðji varaforseti ASÍ, hefur jafnframt í samtölum við fjölmiðla tekið undir með þessum órökstuddu ásökunum og talað um fjárdrátt og önnur ótilgreind lögbrot. Eftir athugun Deloitte liggur fyrir að dylgjur fráfarandi formanns Eflingar og þriðja varaforseta ASÍ eru með öllu tilhæfulausar,“ segir Viðar. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fjallað var um það í síðustu viku að Efling hafi samið við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum, um vefsíðugerð. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði Agnieszka Ewu Ziółkowska, sitjandi formaður Eflingar, að því á nýlegum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið. Viðar segir að Agnieszka hafi óskað eftir athugun Deloitte, sem fari með endurskoðun ársreikninga Eflingar, og félagið hafi nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Neitað að veita skýringar „Fráfarandi formaður, Agnieszka Ewa Ziółkowska, hefur borið út róg um að ég sé ábyrgur fyrir einhvers konar fjármálamisferli í tengslum við viðskipti Eflingar við umrætt fyrirtæki í tíð minni sem framkvæmdastjóri félagsins. Gerði hún þetta á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar sl. að mér fjarstöddum. Neitaði hún að veita lögmanni mínum skýringar eða gögn til stuðnings ummælum sínum þegar hann óskaði eftir því,“ segir Viðar í yfirlýsingu til fjölmiðla. Ónafngreindir einstaklingar hafi í kjölfarið sett sig í samband við fjölmiðla og látið hafa eftir sér ummæli „til þess gerð að málinu yrði slegið upp með tortryggilegum hætti“ gagnvart Viðari og hans störfum. „Halldóra Sveinsdóttir, þriðji varaforseti ASÍ, hefur jafnframt í samtölum við fjölmiðla tekið undir með þessum órökstuddu ásökunum og talað um fjárdrátt og önnur ótilgreind lögbrot. Eftir athugun Deloitte liggur fyrir að dylgjur fráfarandi formanns Eflingar og þriðja varaforseta ASÍ eru með öllu tilhæfulausar,“ segir Viðar.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07