Síðasta sumar fóru fimm karlmenn, sem höfðu dvalið á umræddum vöggustofum, þess á leit við borgarstjórn að hún rannsakaði starfsemi vöggustofanna og þær afleiðingar sem hún hafði á þau börn sem voru vistuð þar.
Mennirnir fimm sögðu að vistin hefði valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða.
Á meðal markmiða athugunarinnar er að staðreyna hvort og þá í hvaða mæli börn hafi sætt illri meðferð á meðan á dvöl þeirra stóð. Þá mun það koma í hlut nefndarinnar að lýsa hvernig eftirliti Reykjavíkurborgar og ríkisins með vöggustofunum var háttað.