Pari Stave nýr forstöðumaður Skaftfells Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. mars 2022 08:25 Pari Stave starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York Skaftfell Stjórn Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar Austurlands, tilkynnti í gær að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Síðastliðin tvö ár hafa Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Julia Martin deilt forstöðu yfir miðstöðinni. Hanna Christel lætur af störfum 1. júlí næst komandi en Julia mun starfa áfram hjá Skaftfelli með umsjón yfir alþjóðlegum verkefnum Skaftfells og gestavinnustofu. Pari þekkir vel til Íslands og hefur komið hingað í margar ferðir og unnið að sýningum íslenskra listamanna, bæði hér heima og erlendis. Hún hefur verið búsett í New York undan farið en í auglýsingunni fyrir starfið hjá Skaftfelli var sett það skilyrði að nýr forstöðumaður yrði búsettur á Seyðisfirði. Pari starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York þar sem hún sinnti stöðu sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna- og sýningarstjóraverkefna í nútíma- og samtímalistadeildinni. Þar á undan starfaði hún sem sýningarráðgjafi fyrir American-Scandinavian Foundation (AFS). „Pari er menntaður listfræðingur og sýningarstjóri og hefur komið að fjölda sýninga þeirra á meðal Ragnar Kjartansson: Death is Elsewhere sem hún vann í samvinnu með Jennifer Farrel og var fyrst sýnd í Metropolitan 2019. Hún sýningarstýrði Other Hats: Icelandic Printmaking ásamt Ingibjörgu Jóhannsdóttur fyrir Print Center í New Yourk og var síðar sýnd á Listasafni Íslands 2018. Árið 2017 skipulagði hún og skrifaði sýningarskrá fyrir sýninguna Hverfing|Shapeshifting í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hjá ASF stýrði hún ásamt Patriciu C. Berman sýningunni Munch|Warhol and the Multiple Image sem ferðaðist til Ankara árið 2013 í tilefni af fyrstu heimsókn konungshjóna Noregs til Tyrklands. Hún starfaði auk þess með Timothy Person við sýninguna New Wave Finland: Contemporary Photography from the Helsinki School. Árið 2013 sýningarstýrði hún samsýningunni Iceland: Artists Respond to Place á Katonah Listasafninu í New York.“ Skaftfell er ein af elstu og öflugustu stofnunum um nútímamyndlist á landsbyggðinni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með öflugri og faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum. Menning Myndlist Múlaþing Vistaskipti Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Síðastliðin tvö ár hafa Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Julia Martin deilt forstöðu yfir miðstöðinni. Hanna Christel lætur af störfum 1. júlí næst komandi en Julia mun starfa áfram hjá Skaftfelli með umsjón yfir alþjóðlegum verkefnum Skaftfells og gestavinnustofu. Pari þekkir vel til Íslands og hefur komið hingað í margar ferðir og unnið að sýningum íslenskra listamanna, bæði hér heima og erlendis. Hún hefur verið búsett í New York undan farið en í auglýsingunni fyrir starfið hjá Skaftfelli var sett það skilyrði að nýr forstöðumaður yrði búsettur á Seyðisfirði. Pari starfaði síðastliðin átta ár hjá Metropolitan safninu í New York þar sem hún sinnti stöðu sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna- og sýningarstjóraverkefna í nútíma- og samtímalistadeildinni. Þar á undan starfaði hún sem sýningarráðgjafi fyrir American-Scandinavian Foundation (AFS). „Pari er menntaður listfræðingur og sýningarstjóri og hefur komið að fjölda sýninga þeirra á meðal Ragnar Kjartansson: Death is Elsewhere sem hún vann í samvinnu með Jennifer Farrel og var fyrst sýnd í Metropolitan 2019. Hún sýningarstýrði Other Hats: Icelandic Printmaking ásamt Ingibjörgu Jóhannsdóttur fyrir Print Center í New Yourk og var síðar sýnd á Listasafni Íslands 2018. Árið 2017 skipulagði hún og skrifaði sýningarskrá fyrir sýninguna Hverfing|Shapeshifting í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hjá ASF stýrði hún ásamt Patriciu C. Berman sýningunni Munch|Warhol and the Multiple Image sem ferðaðist til Ankara árið 2013 í tilefni af fyrstu heimsókn konungshjóna Noregs til Tyrklands. Hún starfaði auk þess með Timothy Person við sýninguna New Wave Finland: Contemporary Photography from the Helsinki School. Árið 2013 sýningarstýrði hún samsýningunni Iceland: Artists Respond to Place á Katonah Listasafninu í New York.“ Skaftfell er ein af elstu og öflugustu stofnunum um nútímamyndlist á landsbyggðinni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með öflugri og faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum.
Menning Myndlist Múlaþing Vistaskipti Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira