Ég er ekki hræddur við breytingar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 11. mars 2022 11:31 Í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna standa yfir kosningar til formanns og stjórnar. Ég hef setið sem formaður VM s.l. 4 ár og bíð fram þjónustu mína áfram. Annar af mótframbjóðendum mínum Guðmundur Ragnarsson fer fram með miklum látum, ekkert sem ég þekki ekki frá honum en ég get ekki annað en svarað fyrir mig. Þó að lygin sé sögð aftur og aftur þá verður lygin ekki sannleikur. Þessi fyrri formaður VM hefur farið fram með ósannindi og dylgjur. Hann setur frá sér aftur og aftur að það sé verið að brjóta lög í félaginu vegna þess að það er verið að sameina félagið. Í næstu setningu segir hann svo að það þurfi heiðarlegann formann. Að má segja að hljóð og mynd þarna fari ansi illa saman. Það sem aftur á móti er satt og rétt í þessu er að iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða eru að auka samvinnu. Ekkert mun breytast í félagsmálum félaganna og umboð kjarasamninga verður áfram hjá hverju og einu félagi. Sameiginleg símsvörun, sérfræðingar, móttaka og fleira mun vera rekið sameiginlega. Er þetta gert til þess að hagræða, til þess að stækka okkar sameiginlegu rödd við stjórnvöld og gagnvart atvinnurekendum og til þess að gera okkur faglegri í allri nálgun. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir samvinnu því það er mín bjargfasta trú að launafólk bæti sín kjör sameiginlega en ekki hver í sínu horni. Sumir sem eru á móti samvinnu kalla þetta sameiningu, það er samt á hreinu að samningsumboð heldur sér hjá félögunum, hvert félag með sína sjálfstæðu stjórn og engir sjóðir verða sameinaðir. Þeir aðilar sem gagnrýna aukna samvinnu eru hræddir við breytingar og vilja stöðnun. Það er allt í lagi, það er eðlilegt að vera hræddur við breytingar en ég mun standa eða falla með þeirri skoðun að launafólk eigi að standa saman. Þeir einu sem hagnast á sundrungu iðnaðarmanna og sjómanna eru atvinnurekendur. Ég trúi á mátt samvinnu, og ég trúi því í alvöru að við munum loksins fá boð við borðið hjá stjórnvöldum ef við vinnum saman. Ég segi fyrir mína parta að ég tel það ekki hjálpa hagsmunum félagsmanna VM að sitja fyrir utan herbergið, liggjandi á hurðarhúninum og bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun um hagsmunamál okkar. Ég vil miklu frekar að fulltrúi frá okkur taki þátt í ákvörðunartökunni á stóra borðinu. Ég hef ekki þannig egó að ég þurfi að ráða öllu einn, ég get í samvinnu talað mig niður á skynsamlega niðurstöðu fyrir félagsmenn VM. Við sjáum það öll að hagsmunasamtök atvinnurekanda styrkjast með hverju árinu, ég ætla ekki að leyfa því að gerast að rödd okkar verði minna virðis vegna þess að menn eru hræddir við breytingar og eru hræddir við samvinnu, ég tel það ekki boðlegt fyrir mína félagsmenn. Það er staðreynd að okkar félagsmenn eru mikilvægir fyrir samfélagið, og verður sífellt mikilvægari í þeim tæknibreytingum sem núna eru í gangi. Ég vil vera að ræða um kjör minna félagsmanna, menntun og aðbúnað, ég vil vera að ræða um öryggi minna félagsmanna og hvernig við getum bætt þjónustuna en því miður hefur Guðmundur Ragnarsson engan áhuga að ræða það. Það eru gríðarleg tækifæri til staðar, vissir þú kæri lesandi að félagsmenn í VM eiga stóran þátt í því að halda virkjunum þessa lands gangandi, að þau halda fiskiskipaflotanum gangandi og skipum Landhelgisgæslunnar, vissir þú að félagsmenn VM vinna hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Marel og Össuri, eða að stór hópur okkar félagsmanna standa vaktina í stóriðjunni, halda siglingum gangandi á milli landa, á ferjum, í laxeldinu og í hvalaskoðun. Félagsmenn VM á almennum vinnumarkaði í smiðjum, kælitæknifyrirtækjum og netagerðum passa svo upp á að öll þessi starfsemi gangi yfir höfuð. Félagsmenn VM eru gríðarlega mikilvægir í samfélaginu okkar, ég vil vera að tala um það, benda á það og að við séum að ræða um það hvernig kjör þeirra batni og menntun þeirra verði enn betra. Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna standa yfir kosningar til formanns og stjórnar. Ég hef setið sem formaður VM s.l. 4 ár og bíð fram þjónustu mína áfram. Annar af mótframbjóðendum mínum Guðmundur Ragnarsson fer fram með miklum látum, ekkert sem ég þekki ekki frá honum en ég get ekki annað en svarað fyrir mig. Þó að lygin sé sögð aftur og aftur þá verður lygin ekki sannleikur. Þessi fyrri formaður VM hefur farið fram með ósannindi og dylgjur. Hann setur frá sér aftur og aftur að það sé verið að brjóta lög í félaginu vegna þess að það er verið að sameina félagið. Í næstu setningu segir hann svo að það þurfi heiðarlegann formann. Að má segja að hljóð og mynd þarna fari ansi illa saman. Það sem aftur á móti er satt og rétt í þessu er að iðnaðarmannafélögin á Stórhöfða eru að auka samvinnu. Ekkert mun breytast í félagsmálum félaganna og umboð kjarasamninga verður áfram hjá hverju og einu félagi. Sameiginleg símsvörun, sérfræðingar, móttaka og fleira mun vera rekið sameiginlega. Er þetta gert til þess að hagræða, til þess að stækka okkar sameiginlegu rödd við stjórnvöld og gagnvart atvinnurekendum og til þess að gera okkur faglegri í allri nálgun. Ég ætla að leyfa mér að tala fyrir samvinnu því það er mín bjargfasta trú að launafólk bæti sín kjör sameiginlega en ekki hver í sínu horni. Sumir sem eru á móti samvinnu kalla þetta sameiningu, það er samt á hreinu að samningsumboð heldur sér hjá félögunum, hvert félag með sína sjálfstæðu stjórn og engir sjóðir verða sameinaðir. Þeir aðilar sem gagnrýna aukna samvinnu eru hræddir við breytingar og vilja stöðnun. Það er allt í lagi, það er eðlilegt að vera hræddur við breytingar en ég mun standa eða falla með þeirri skoðun að launafólk eigi að standa saman. Þeir einu sem hagnast á sundrungu iðnaðarmanna og sjómanna eru atvinnurekendur. Ég trúi á mátt samvinnu, og ég trúi því í alvöru að við munum loksins fá boð við borðið hjá stjórnvöldum ef við vinnum saman. Ég segi fyrir mína parta að ég tel það ekki hjálpa hagsmunum félagsmanna VM að sitja fyrir utan herbergið, liggjandi á hurðarhúninum og bíða eftir því að aðrir taki ákvörðun um hagsmunamál okkar. Ég vil miklu frekar að fulltrúi frá okkur taki þátt í ákvörðunartökunni á stóra borðinu. Ég hef ekki þannig egó að ég þurfi að ráða öllu einn, ég get í samvinnu talað mig niður á skynsamlega niðurstöðu fyrir félagsmenn VM. Við sjáum það öll að hagsmunasamtök atvinnurekanda styrkjast með hverju árinu, ég ætla ekki að leyfa því að gerast að rödd okkar verði minna virðis vegna þess að menn eru hræddir við breytingar og eru hræddir við samvinnu, ég tel það ekki boðlegt fyrir mína félagsmenn. Það er staðreynd að okkar félagsmenn eru mikilvægir fyrir samfélagið, og verður sífellt mikilvægari í þeim tæknibreytingum sem núna eru í gangi. Ég vil vera að ræða um kjör minna félagsmanna, menntun og aðbúnað, ég vil vera að ræða um öryggi minna félagsmanna og hvernig við getum bætt þjónustuna en því miður hefur Guðmundur Ragnarsson engan áhuga að ræða það. Það eru gríðarleg tækifæri til staðar, vissir þú kæri lesandi að félagsmenn í VM eiga stóran þátt í því að halda virkjunum þessa lands gangandi, að þau halda fiskiskipaflotanum gangandi og skipum Landhelgisgæslunnar, vissir þú að félagsmenn VM vinna hjá stórum tæknifyrirtækjum eins og Marel og Össuri, eða að stór hópur okkar félagsmanna standa vaktina í stóriðjunni, halda siglingum gangandi á milli landa, á ferjum, í laxeldinu og í hvalaskoðun. Félagsmenn VM á almennum vinnumarkaði í smiðjum, kælitæknifyrirtækjum og netagerðum passa svo upp á að öll þessi starfsemi gangi yfir höfuð. Félagsmenn VM eru gríðarlega mikilvægir í samfélaginu okkar, ég vil vera að tala um það, benda á það og að við séum að ræða um það hvernig kjör þeirra batni og menntun þeirra verði enn betra. Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun