Umfjöllun og myndir: Valur - KA 36-32 | Valsmenn bikarmeistarar annað árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2022 18:15 Alexander Örn Júlíusson, fyrirliði Vals, lyftir Coca Cola bikarnum. vísir/hulda margrét Valur er bikarmeistari í handbolta karla annað árið í röð og í tólfta sinn alls eftir sigur á KA, 36-32, á Ásvöllum í dag. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum sem var hnífjafn allan tímann. KA-menn spiluðu hörkuvel og áttu sinn þátt í að gera þetta að besta bikarúrslitaleik í langan tíma. KA-menn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum að honum loknum, 15-17. Valsmenn þéttu vörnina aðeins í seinni hálfleik og komust yfir í fyrsta sinn, 21-20, þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Valur vann sinn þriðja stóra titil á aðeins níu mánuðum.vísir/hulda margrét Valsmenn komust svo þremur mörkum yfir, 30-27, og virtust vera komnir með heljartak á leiknum. KA-menn gáfust ekki upp, minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö tækifæri til að jafna. En þau gengu þeim úr greipum og Valur seig fram úr á lokamínútunum. Lokatölur 36-32, Valsmönnum í vil. Vignir Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Val og Magnús Óli Magnússon og Finnur Ingi Stefánsson sitt hvor sex mörkin. Arnór Snær Óskarsson skoraði fimm mörk en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar. Björgvin Páll Gústavsson og Motoki Sakai vörðu sjö skot hvor í marki Vals. Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson stíga sigurdans.vísir/hulda margrét Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði níu mörk fyrir KA og Ólafur Gústafsson átta, þar af sjö í fyrri hálfleik. Nicholas Satchwell varði tólf skot í marki KA-manna og Bruno Bernat þrjú. Maður fyrri hálfleiks var Ólafur. Það var eins og hann hafi beðið í allan vetur eftir þessum eina leik, slíkur var krafturinn og einbeitingin hjá honum. Hafnfirðingurinn skoraði sjö mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik og var auk þess sterkur í vörninni. Frammistaða Ólafs Gústafssonar í fyrri hálfleik var mögnuð.vísir/hulda margrét KA-menn spiluðu frábæran sóknarleik í fyrri hálfleik, voru með 71 prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum bara tvisvar. Akureyringar voru með lausnir á vörn Hlíðarendapilta og komu sér hvað eftir annað í góðar stöður sem þeir nýttu vel. KA var alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik þótt aldrei munaði meiru en tveimur mörkum á liðunum. Valsmenn voru ólíkir sjálfum sér í vörninni og Björgvin Páll náði sér ekki á strik í markinu. En sóknarleikur Vals var fínn og þá hjálpuðu fjögur mörk eftir hraða miðju mikið til. KA-menn voru stundum seinir til baka og Valsmenn nýttu sér það. Hornamenn Vals, Vignir og Finnur Ingi, voru pottþéttir í fyrri hálfleik og skoruðu samtals níu mörk úr níu skotum. Finnur Ingi minnkaði muninn í 15-16 en Ólafur svaraði með sínu sjöunda marki. KA fékk tækifæri til að fara með þriggja marka forskot til búningsherbergja en Sakai varði skot Allans Norðberg. Staðan í hálfleik því 15-17, KA í vil. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Val.vísir/hulda margrét Valsmenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og bættu vörnina umtalsvert frá þeim fyrri. Hún var aldrei eins og hún á að sér að vera í dag en Valsmenn náðu þó fleiri stoppum í seinni hálfleik en þeim fyrri og gekk mun betur að hemja Ólaf. Vörn KA var hins vegar mun slakari í seinni hálfleik en þeim fyrri og Valur átti auðvelt með að skora. Eftir að Ólafur kom KA-mönnum yfir, 18-20, með sínu áttunda og síðasta marki í leiknum, svöruðu Valsmenn með þremur mörkum í röð og komust yfir í fyrsta sinn, 21-20. Valsmenn héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt, keyrðu grimmt á KA-menn og komust þremur mörkum yfir, 30-27, með marki Róberts Arons Hostert þegar ellefu mínútur voru eftir. Anton Gylfi Pálsson ræðir við Óðin Þór Ríkharðsson, markahæsta leikmann KA.vísir/hulda margrét Þá tók Jónatan Magnússon, þjálfari KA, leikhlé og bætti sjöunda sóknarmanninum við. Það gaf strax góða raun og KA-menn skoruðu tvö mörk í röð, 30-29. KA minnkaði aftur muninn í 31-30 og gat jafnað manni fleiri. Patrekur Stefánsson tapaði hins vegar boltanum klaufalega. KA fékk annað tækifæri til að jafna skömmu seinna en Björgvin Páll varði skot Arnórs Ísaks Haddssonar. Björgvin Páll kom aftur inn á undir lokin og varði mikilvæg skot. Satchwell átti einnig góða innkomu í mark KA seinni hluta seinni hálfleiks. Óðinn minnkaði muninn í 33-32 þegar KA var manni fleiri. Í næstu sókn Vals steig Magnús Óli fram og fiskaði víti sem Arnór Snær skoraði úr, 34-32. Patrekur tapaði í kjölfarið boltanum og Magnús Óli kláraði dæmið fyrir Valsmenn, 35-32. Valsmenn fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Róbert Aron skoraði svo síðasta mark leiksins, 36-32, og setti punktinn yfir i-ið hjá Valsmönnum sem hafa unnið þrjá stóra titla á síðustu níu mánuðum, alla á Ásvöllum. KA-menn geta gengið hnarreistir frá leiknum enda spiluðu þeir stórvel lengst af. Úrslitin voru þeim gulu og bláu ekki að skapi en þeir eru aftur komnir á kortið í íslenskum handbolta. Frammistaða þeirra á bikarúrslitahelginni er til vitnis um það. Olís-deild karla Valur KA Coca-Cola bikarinn
Valur er bikarmeistari í handbolta karla annað árið í röð og í tólfta sinn alls eftir sigur á KA, 36-32, á Ásvöllum í dag. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum sem var hnífjafn allan tímann. KA-menn spiluðu hörkuvel og áttu sinn þátt í að gera þetta að besta bikarúrslitaleik í langan tíma. KA-menn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum að honum loknum, 15-17. Valsmenn þéttu vörnina aðeins í seinni hálfleik og komust yfir í fyrsta sinn, 21-20, þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Valur vann sinn þriðja stóra titil á aðeins níu mánuðum.vísir/hulda margrét Valsmenn komust svo þremur mörkum yfir, 30-27, og virtust vera komnir með heljartak á leiknum. KA-menn gáfust ekki upp, minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö tækifæri til að jafna. En þau gengu þeim úr greipum og Valur seig fram úr á lokamínútunum. Lokatölur 36-32, Valsmönnum í vil. Vignir Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Val og Magnús Óli Magnússon og Finnur Ingi Stefánsson sitt hvor sex mörkin. Arnór Snær Óskarsson skoraði fimm mörk en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar. Björgvin Páll Gústavsson og Motoki Sakai vörðu sjö skot hvor í marki Vals. Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson stíga sigurdans.vísir/hulda margrét Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði níu mörk fyrir KA og Ólafur Gústafsson átta, þar af sjö í fyrri hálfleik. Nicholas Satchwell varði tólf skot í marki KA-manna og Bruno Bernat þrjú. Maður fyrri hálfleiks var Ólafur. Það var eins og hann hafi beðið í allan vetur eftir þessum eina leik, slíkur var krafturinn og einbeitingin hjá honum. Hafnfirðingurinn skoraði sjö mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik og var auk þess sterkur í vörninni. Frammistaða Ólafs Gústafssonar í fyrri hálfleik var mögnuð.vísir/hulda margrét KA-menn spiluðu frábæran sóknarleik í fyrri hálfleik, voru með 71 prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum bara tvisvar. Akureyringar voru með lausnir á vörn Hlíðarendapilta og komu sér hvað eftir annað í góðar stöður sem þeir nýttu vel. KA var alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik þótt aldrei munaði meiru en tveimur mörkum á liðunum. Valsmenn voru ólíkir sjálfum sér í vörninni og Björgvin Páll náði sér ekki á strik í markinu. En sóknarleikur Vals var fínn og þá hjálpuðu fjögur mörk eftir hraða miðju mikið til. KA-menn voru stundum seinir til baka og Valsmenn nýttu sér það. Hornamenn Vals, Vignir og Finnur Ingi, voru pottþéttir í fyrri hálfleik og skoruðu samtals níu mörk úr níu skotum. Finnur Ingi minnkaði muninn í 15-16 en Ólafur svaraði með sínu sjöunda marki. KA fékk tækifæri til að fara með þriggja marka forskot til búningsherbergja en Sakai varði skot Allans Norðberg. Staðan í hálfleik því 15-17, KA í vil. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Val.vísir/hulda margrét Valsmenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og bættu vörnina umtalsvert frá þeim fyrri. Hún var aldrei eins og hún á að sér að vera í dag en Valsmenn náðu þó fleiri stoppum í seinni hálfleik en þeim fyrri og gekk mun betur að hemja Ólaf. Vörn KA var hins vegar mun slakari í seinni hálfleik en þeim fyrri og Valur átti auðvelt með að skora. Eftir að Ólafur kom KA-mönnum yfir, 18-20, með sínu áttunda og síðasta marki í leiknum, svöruðu Valsmenn með þremur mörkum í röð og komust yfir í fyrsta sinn, 21-20. Valsmenn héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt, keyrðu grimmt á KA-menn og komust þremur mörkum yfir, 30-27, með marki Róberts Arons Hostert þegar ellefu mínútur voru eftir. Anton Gylfi Pálsson ræðir við Óðin Þór Ríkharðsson, markahæsta leikmann KA.vísir/hulda margrét Þá tók Jónatan Magnússon, þjálfari KA, leikhlé og bætti sjöunda sóknarmanninum við. Það gaf strax góða raun og KA-menn skoruðu tvö mörk í röð, 30-29. KA minnkaði aftur muninn í 31-30 og gat jafnað manni fleiri. Patrekur Stefánsson tapaði hins vegar boltanum klaufalega. KA fékk annað tækifæri til að jafna skömmu seinna en Björgvin Páll varði skot Arnórs Ísaks Haddssonar. Björgvin Páll kom aftur inn á undir lokin og varði mikilvæg skot. Satchwell átti einnig góða innkomu í mark KA seinni hluta seinni hálfleiks. Óðinn minnkaði muninn í 33-32 þegar KA var manni fleiri. Í næstu sókn Vals steig Magnús Óli fram og fiskaði víti sem Arnór Snær skoraði úr, 34-32. Patrekur tapaði í kjölfarið boltanum og Magnús Óli kláraði dæmið fyrir Valsmenn, 35-32. Valsmenn fagna í leikslok.vísir/hulda margrét Róbert Aron skoraði svo síðasta mark leiksins, 36-32, og setti punktinn yfir i-ið hjá Valsmönnum sem hafa unnið þrjá stóra titla á síðustu níu mánuðum, alla á Ásvöllum. KA-menn geta gengið hnarreistir frá leiknum enda spiluðu þeir stórvel lengst af. Úrslitin voru þeim gulu og bláu ekki að skapi en þeir eru aftur komnir á kortið í íslenskum handbolta. Frammistaða þeirra á bikarúrslitahelginni er til vitnis um það.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik