Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. mars 2022 17:32 Ríkisstjórnar fundur þar sem kynntar voru nýjar sóttvarnareglur í lok fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. Fjármálaráðherra skrifaði um mögulega inngöngu Íslands að Evrópusambandinu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann rekur efnahagssöguna frá hruni stuttlega og segir vel hafa gengið án aðildar að sambandinu. „Á rúmum áratug hefur íslenska þjóðin í tvígang gengið gegnum djúpar alþjóðlegar efnahagslægðir og sýnt mikla þrautsegju og aðlögunarhæfni. Íslenska krónan hefur ótvírætt sannað gildi sitt, styrkur efnahagslífsins er mikill og eftir allt þetta getum við fullum fetum sagt: framtíðin er björt. Það er þess vegna með miklum ólíkindum að nú, skömmu eftir kosningar, skuli því haldið fram að brýnt sé að sækja að nýju um aðild að ESB,“ heldur fjármálaráðherra áfram. Hann telur að Íslendingar muni ekki standa betur að vígi í hermálum með því að tilheyra sambandinu. Aðild að NATO og varnarsamningum við Bandaríkin séu feykinóg og mögulegar ógnir sé hægt að tækla án aðildar að ESB. Bjarni lýkur færslunni á því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn telji inngöngu að ESB óþarfa: „Það fylgir þeirri sýn að við séum ávallt tilbúin að axla ábyrgð á stöðu mála hér heima fyrir, finna lausnir og leysa úr málum af eigin rammleik á lýðræðislegan hátt í opnu og frjálsu samfélagi, en sópa ekki hvers kyns áskorunum eða viðfangsefnum stjórnmálanna út í ESB hornið í sífellu. Það er uppgjöf fyrir verkefnum samtímans.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Tengdar fréttir Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Fjármálaráðherra skrifaði um mögulega inngöngu Íslands að Evrópusambandinu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann rekur efnahagssöguna frá hruni stuttlega og segir vel hafa gengið án aðildar að sambandinu. „Á rúmum áratug hefur íslenska þjóðin í tvígang gengið gegnum djúpar alþjóðlegar efnahagslægðir og sýnt mikla þrautsegju og aðlögunarhæfni. Íslenska krónan hefur ótvírætt sannað gildi sitt, styrkur efnahagslífsins er mikill og eftir allt þetta getum við fullum fetum sagt: framtíðin er björt. Það er þess vegna með miklum ólíkindum að nú, skömmu eftir kosningar, skuli því haldið fram að brýnt sé að sækja að nýju um aðild að ESB,“ heldur fjármálaráðherra áfram. Hann telur að Íslendingar muni ekki standa betur að vígi í hermálum með því að tilheyra sambandinu. Aðild að NATO og varnarsamningum við Bandaríkin séu feykinóg og mögulegar ógnir sé hægt að tækla án aðildar að ESB. Bjarni lýkur færslunni á því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn telji inngöngu að ESB óþarfa: „Það fylgir þeirri sýn að við séum ávallt tilbúin að axla ábyrgð á stöðu mála hér heima fyrir, finna lausnir og leysa úr málum af eigin rammleik á lýðræðislegan hátt í opnu og frjálsu samfélagi, en sópa ekki hvers kyns áskorunum eða viðfangsefnum stjórnmálanna út í ESB hornið í sífellu. Það er uppgjöf fyrir verkefnum samtímans.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Tengdar fréttir Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56
Ekki nóg að vera í NATO og tímabært að huga að aðild að ESB Formaður Samfylkingarinnar segir kominn tíma á að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá. 12. mars 2022 13:35