Vaktin: Rafmagn komið aftur á í Tsjernobyl Árni Sæberg, Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 13. mars 2022 08:00 Árásin var gerð við borgina Lviv sem er nálægt landamærum Úkráinu og Póllands. AP Photo/Felipe Dana Úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa skotið á herstöð við landamæri Póllands, sem er NATO ríki, en 35 létust í árásinni að sögn yfirvalda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Herstöðin er innan við 25 kílómetra við landamæri Póllands. Varnamálaráðherra Úkraínu segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 35 létust og 134 særðust við árásina samkvæmt nýjustu tölum. Utanríksiráðherra Úkraínu segir rússneskar hersveitir hafa rænt öðrum borgarstjóra, Yevhen Matveyev, borgarstjóra Dniprorudne. Rússneski herinn kom í gær nýjum borgarstjóra fyrir í borginni Melitopol sem er á þeirra valdi en Ivan Fedorov borgarstjóra var rænt síðastliðinn föstudag. Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði og heyrðust sprengingar víða. Bandarískur blaðamaður frá New York Times var drepinn í úthverfi Kænugarðs í morgun. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir rússneskar hersveitir reyna að umkringja úkraínskar hersveitir í austri. Þá segja yfirvöld í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu að ráðist hafi verið á flugvöll í borginni. Áfram verður reynt að opna öruggar flóttaleiðir víðs vegar í Úkraínu í dag og er vonast til að hægt sé að koma birgðum til Mariupol. Sprengjum var varpað á lest í Donetsk sem var að flytja flóttafólk en lestarstjórinn lést við sprenginguna. Vakt gærdagsins má finna hér.
Helstu vendingar: Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Herstöðin er innan við 25 kílómetra við landamæri Póllands. Varnamálaráðherra Úkraínu segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 35 létust og 134 særðust við árásina samkvæmt nýjustu tölum. Utanríksiráðherra Úkraínu segir rússneskar hersveitir hafa rænt öðrum borgarstjóra, Yevhen Matveyev, borgarstjóra Dniprorudne. Rússneski herinn kom í gær nýjum borgarstjóra fyrir í borginni Melitopol sem er á þeirra valdi en Ivan Fedorov borgarstjóra var rænt síðastliðinn föstudag. Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði og heyrðust sprengingar víða. Bandarískur blaðamaður frá New York Times var drepinn í úthverfi Kænugarðs í morgun. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir rússneskar hersveitir reyna að umkringja úkraínskar hersveitir í austri. Þá segja yfirvöld í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu að ráðist hafi verið á flugvöll í borginni. Áfram verður reynt að opna öruggar flóttaleiðir víðs vegar í Úkraínu í dag og er vonast til að hægt sé að koma birgðum til Mariupol. Sprengjum var varpað á lest í Donetsk sem var að flytja flóttafólk en lestarstjórinn lést við sprenginguna. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tsjernobyl Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Sjá meira