Úthverfin ekki útundan Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 13. mars 2022 20:02 Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni. Viðhald á göngustígum og eignum borgarinnar Það er þó margt sem mætti gera til að styrkja úthverfi borgarinnar. Komið er að viðhaldi á eignum borgarinnar og innviðum svo sem göngustígum. Gott ástand á stígum er allt í senn aðgengis-, öryggis- og umhverfismál. Einn versti óvinur rafskútunnar og samgönguhjólreiða eru mölbrotnir göngustígar, svo ekki sé talað um fólk sem ferðast um í hjólastól eða með barnavagn. Skólahúsnæði þarf að mæta gæða- og heilsukröfum og vinna þarf upp þann viðhaldshalla sem safnaðist upp á árunum eftir fjármálahrunið árið 2008. Greiðar leiðir Íbúar úthverfa þurfa að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Flest fjölskyldufólk vantar fleiri mínútur í sólarhringinn en tafsöm umferð er þar að auki ekki til hagsbóta fyrir umhverfið. Grunnþjónusta í nærumhverfi minnkar skutl en mikilvægt að foreldrar fái pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum og leikskólum í sínu hverfi og það án þess að bíða í óvissu á löngum biðlistum. Einnig skiptir máli að glæða úthverfin lífi með menningartengdri starfsemi og viðburðum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á hagkvæmu byggingarlandi Loks þarf að tryggja að þessi lífsgæði standi fleirum til boða með því að hefja uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir ungt fjölskyldufólk í útjaðri borgarinnar. Það má bæði gera með því að stækka og þétta þau úthverfi sem fyrir eru og með því að byggja nýtt hverfi að Keldum. Ég vil leggja áherslu á að úthverfin séu efld til muna, tryggja frelsi fólks til að velja sér hvar það vill búa og byggja sér upp heimili. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi til 4. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars 2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni. Viðhald á göngustígum og eignum borgarinnar Það er þó margt sem mætti gera til að styrkja úthverfi borgarinnar. Komið er að viðhaldi á eignum borgarinnar og innviðum svo sem göngustígum. Gott ástand á stígum er allt í senn aðgengis-, öryggis- og umhverfismál. Einn versti óvinur rafskútunnar og samgönguhjólreiða eru mölbrotnir göngustígar, svo ekki sé talað um fólk sem ferðast um í hjólastól eða með barnavagn. Skólahúsnæði þarf að mæta gæða- og heilsukröfum og vinna þarf upp þann viðhaldshalla sem safnaðist upp á árunum eftir fjármálahrunið árið 2008. Greiðar leiðir Íbúar úthverfa þurfa að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Flest fjölskyldufólk vantar fleiri mínútur í sólarhringinn en tafsöm umferð er þar að auki ekki til hagsbóta fyrir umhverfið. Grunnþjónusta í nærumhverfi minnkar skutl en mikilvægt að foreldrar fái pláss fyrir börn sín hjá dagforeldrum og leikskólum í sínu hverfi og það án þess að bíða í óvissu á löngum biðlistum. Einnig skiptir máli að glæða úthverfin lífi með menningartengdri starfsemi og viðburðum. Uppbygging íbúðarhúsnæðis á hagkvæmu byggingarlandi Loks þarf að tryggja að þessi lífsgæði standi fleirum til boða með því að hefja uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir ungt fjölskyldufólk í útjaðri borgarinnar. Það má bæði gera með því að stækka og þétta þau úthverfi sem fyrir eru og með því að byggja nýtt hverfi að Keldum. Ég vil leggja áherslu á að úthverfin séu efld til muna, tryggja frelsi fólks til að velja sér hvar það vill búa og byggja sér upp heimili. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi til 4. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 18. og 19. mars 2022
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun