Sekta Hörpu eftir að hafa krafið miðakaupanda um kennitölu Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 07:42 Lagt var fyrir Hörpu að láta af söfnun upplýsinga um kennitölur og fæðingardaga í tengslum við miðakaup og eyða slíkum gögnum sem þegar höfðu safnast. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur sektað Hörpu um eina milljón króna í máli þar sem kvartað var yfir söfnun upplýsinga um kennitölu og fæðingardag einstaklings í tengslum við rafræn kaup hans á aðgöngumiða. Á síðu Persónuverndar segir að um hafi verið að ræða kvörtun yfir vinnslu sem átti sér stað áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar barst hingað til lands og þar með áður en settar voru reglur sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Í úrlausn sinni komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið nauðsynlegt að safna upplýsingum um kennitölur og fæðingardag kvartanda í þeim tilgangi að afhenda honum miða. Hægt hefði verið að efna samning um kaupin án þess að til þess kæmi. „Vinnslan hefði þannig ekki farið fram á grundvelli vinnsluheimildar og ekki samrýmst meginreglum persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæti, sanngirni, gagnsæi og lágmörkun gagna. Vinnslan hefði jafnframt brotið gegn sérákvæði laganna um að notkun kennitölu sé háð því að hún eigi sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Lagt var fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. að láta af söfnun upplýsinga um kennitölur og fæðingardaga í tengslum við kaup einstaklinga á aðgöngumiðum á viðburði á vegum fyrirtækisins, og eyða fyrirliggjandi upplýsingum um kennitölur og fæðingardaga einstaklinga sem safnað hefði verið í þeim tilgangi að auðkenna þá við afhendingu seldra aðgöngumiða. Stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.000.000 krónur var lögð á Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. Við ákvörðun um fjárhæð sektarinnar hafði það m.a. áhrif til lækkunar að Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi ohf. var ekki unnt að breyta framkvæmdinni eftir að settar voru reglur vegna sóttvarna, sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Þá varð ekki annað séð en að upplýsingunum hefði verið safnað í góðri trú um að vinnslan væri lögmæt,“ segir á vef Persónuverndar. Harpa Persónuvernd Neytendur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Á síðu Persónuverndar segir að um hafi verið að ræða kvörtun yfir vinnslu sem átti sér stað áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar barst hingað til lands og þar með áður en settar voru reglur sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Í úrlausn sinni komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið nauðsynlegt að safna upplýsingum um kennitölur og fæðingardag kvartanda í þeim tilgangi að afhenda honum miða. Hægt hefði verið að efna samning um kaupin án þess að til þess kæmi. „Vinnslan hefði þannig ekki farið fram á grundvelli vinnsluheimildar og ekki samrýmst meginreglum persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæti, sanngirni, gagnsæi og lágmörkun gagna. Vinnslan hefði jafnframt brotið gegn sérákvæði laganna um að notkun kennitölu sé háð því að hún eigi sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Lagt var fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. að láta af söfnun upplýsinga um kennitölur og fæðingardaga í tengslum við kaup einstaklinga á aðgöngumiðum á viðburði á vegum fyrirtækisins, og eyða fyrirliggjandi upplýsingum um kennitölur og fæðingardaga einstaklinga sem safnað hefði verið í þeim tilgangi að auðkenna þá við afhendingu seldra aðgöngumiða. Stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.000.000 krónur var lögð á Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. Við ákvörðun um fjárhæð sektarinnar hafði það m.a. áhrif til lækkunar að Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi ohf. var ekki unnt að breyta framkvæmdinni eftir að settar voru reglur vegna sóttvarna, sem áskildu skráningu persónuupplýsinga í tengslum við viðburðasókn. Þá varð ekki annað séð en að upplýsingunum hefði verið safnað í góðri trú um að vinnslan væri lögmæt,“ segir á vef Persónuverndar.
Harpa Persónuvernd Neytendur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira