Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2022 13:52 Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, er allt annað en ánægður með vinnubrögð Lyfjastofnunar. Lyfja Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. Þórbergur segir að það hafi verið mjög mikil sala á Parkódíni eftir þessa tímabundnu heimild og talsvert hafi mætt á starfsfólki. „Þetta er alveg vinsælt. En þetta er búið að vera ansi bratt fyrir okkar fólk.“ Hann segist þó harðlega gagnrýna aðdragandann að þessari breytingu hjá Lyfjastofnun. „Það var mjög sérstakt hvernig staðið var að þessu og við erum bara að reyna að leysa málið. Það þarf að gefa út neyðarlyfjaávísun fyrir hverja pakkningu og fólk þarf að vera með vottorð. Það eru ekki allir sem skilja það, eða vilja skilja það.“ Hann segir að við þetta bætist að fólk sé að koma smitað af kórónuveirunni inn í apótekin. „Þegar allar heilbrigðisstofnanir eru að biðja Covid-smitaða um að koma ekki, þá tók Lyfjastofnun upp á því, upp á sitt einsdæmi, að vísa öllum til okkar. Sem var náttúrulega hrein og klár handvömm, ekki í neinu samráði við okkur.“ Tíu töflu pakkningarnar uppseldar Þórbergur segir að allar tíu töflu pakkningar af Parkódíni séu löngu uppseldar í apótekum Lyfju. „Nú er verið að brjóta upp stærri pakkningar til að selja þetta út. Ég er nú ekki með nákvæmar upplýsingar um lagerstöðuna á Parkódíni og sömuleiðis er erfitt að segja til um hvernig framhaldið verður. En þetta snýst auðvitað um að þjónusta fólk, að fólk fái lyfin. Það sem við erum þó ekki ánægð með er að Lyfjastofnun fari þveröfuga leið en aðrar heilbrigðisstofnanir og vísi Covid-smituðum í apótekin til að nálgast lyfið. Aðrar stofnanir hafa beðið smitaða um að fá aðra til að sækja lyfin. Við erum því með hóstandi fólk standandi yfir starfsfólki okkar. Við eins og allir aðrir erum að berjast við að halda úti starfsemi vegna veikinda starfsfólks og svo fáum við svona skilaboð frá opinberri stofnun sem er auðvitað ekki forsvaranlegt.“ Í lausasölu til 18. apríl Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær að breytingin muni létta álagi af heilsugæslunni, en læknar þar hafa ávísað lyfinu til að slá á hósta, sem sé eitt einkenna Covid-19. „Til að hægt verði að kaupa lyfið í lausasölu þarf að framvísa staðfestingu á Covid-19 smiti úr Heilsuveru og má staðfestingin ekki vera eldri en mánaðargömul þann dag sem lyfið er keypt. Ef lyfið er keypt af öðrum en sjúklingi þarf skjáskot eða útprentun úr Heilsuveru, auk umboðs til að sækja lyf fyrir viðkomandi sjúkling. Hægt verður að kaupa lyfið í lausasölu til 18. apríl næstkomandi,“ sagði um breytinguna. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Sjá meira
Þórbergur segir að það hafi verið mjög mikil sala á Parkódíni eftir þessa tímabundnu heimild og talsvert hafi mætt á starfsfólki. „Þetta er alveg vinsælt. En þetta er búið að vera ansi bratt fyrir okkar fólk.“ Hann segist þó harðlega gagnrýna aðdragandann að þessari breytingu hjá Lyfjastofnun. „Það var mjög sérstakt hvernig staðið var að þessu og við erum bara að reyna að leysa málið. Það þarf að gefa út neyðarlyfjaávísun fyrir hverja pakkningu og fólk þarf að vera með vottorð. Það eru ekki allir sem skilja það, eða vilja skilja það.“ Hann segir að við þetta bætist að fólk sé að koma smitað af kórónuveirunni inn í apótekin. „Þegar allar heilbrigðisstofnanir eru að biðja Covid-smitaða um að koma ekki, þá tók Lyfjastofnun upp á því, upp á sitt einsdæmi, að vísa öllum til okkar. Sem var náttúrulega hrein og klár handvömm, ekki í neinu samráði við okkur.“ Tíu töflu pakkningarnar uppseldar Þórbergur segir að allar tíu töflu pakkningar af Parkódíni séu löngu uppseldar í apótekum Lyfju. „Nú er verið að brjóta upp stærri pakkningar til að selja þetta út. Ég er nú ekki með nákvæmar upplýsingar um lagerstöðuna á Parkódíni og sömuleiðis er erfitt að segja til um hvernig framhaldið verður. En þetta snýst auðvitað um að þjónusta fólk, að fólk fái lyfin. Það sem við erum þó ekki ánægð með er að Lyfjastofnun fari þveröfuga leið en aðrar heilbrigðisstofnanir og vísi Covid-smituðum í apótekin til að nálgast lyfið. Aðrar stofnanir hafa beðið smitaða um að fá aðra til að sækja lyfin. Við erum því með hóstandi fólk standandi yfir starfsfólki okkar. Við eins og allir aðrir erum að berjast við að halda úti starfsemi vegna veikinda starfsfólks og svo fáum við svona skilaboð frá opinberri stofnun sem er auðvitað ekki forsvaranlegt.“ Í lausasölu til 18. apríl Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær að breytingin muni létta álagi af heilsugæslunni, en læknar þar hafa ávísað lyfinu til að slá á hósta, sem sé eitt einkenna Covid-19. „Til að hægt verði að kaupa lyfið í lausasölu þarf að framvísa staðfestingu á Covid-19 smiti úr Heilsuveru og má staðfestingin ekki vera eldri en mánaðargömul þann dag sem lyfið er keypt. Ef lyfið er keypt af öðrum en sjúklingi þarf skjáskot eða útprentun úr Heilsuveru, auk umboðs til að sækja lyf fyrir viðkomandi sjúkling. Hægt verður að kaupa lyfið í lausasölu til 18. apríl næstkomandi,“ sagði um breytinguna.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Sjá meira
Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35