Óska eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2022 17:32 Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Opinber þjónusta tengist því öllu sem við gerum frá degi til dags. En mikill munur er á þeim þjónustugæðum sem sveitarfélögin veita íbúum sínum. Árlega framkvæmir Gallup þjónustukönnun sem mælir viðhorf og ánægju íbúa með þjónustu sinna sveitafélaga. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar er ætlað að veita sveitarfélögum upplýsingar um hvernig íbúar skynja og upplifa þá þjónustu sem þeim er veitt. Sveitarfélögin fá þannig mikilvægar upplýsingar um hvernig þau geta betrumbætt þjónustu til íbúa sinna. Fyrir nokkrum árum síðan mældist þjónustustig Reykjavíkur ýmist lægst eða næstlægst á öllum þjónustuþáttum þjónustukönnunarinnar. Sveitarfélög sem skilja hvað felst í þjónustu hefðu nýtt sér þennan skell til þess að betrumbæta þjónustu sína. Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, aftur á móti hætti að taka þátt í þessari þjónustukönnun. Borgarstjóri og þáverandi meirihluti borgarstjórnar litu svo á að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda könnunar. Því væri könnunin ekki að meta þjónustugæði borgarinnar heldur væri hún að mæla álit borgarbúa á þjónustu borgarinnar. Það að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda er gott dæmi um pólitískan útúrsnúning í málefni sem er óþægilegt fyrir ríkjandi meirihluta. Þessi rökstuðningur sýnir einnig skilningsleysi núverandi borgarstjóra á hvað þjónusta er og hver er tilgangurinn með opinberri þjónustu. Því mat á þjónustugæðum sveitarfélags byggir á áliti íbúa á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim. Tilgangur allrar opinberrar þjónustu er að einfalda – og þá um leið betrumbæta – líf okkar íbúa. Þjónusta sem auðveldar okkur íbúum að sinna daglegum störfum og verkefnum er sú þjónusta sem eykur lífsgæði okkar einna mest. Sveitarfélög þurfa því að þekkja íbúa sína og vita hverju íbúar séu að leita eftir. Lykillinn er að finna hvað skiptir mestu máli fyrir íbúa og huga sífellt að því hvernig hægt sé að betrumbæta þjónustuna. Ég sem Reykvíkingur hef lengi óskað eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu. Því get ég ekki lýst þeirri gleði og eftirvæntingu þegar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 18. og 19. mars. Ragnhildur Alda er fyrrum nemandi minn í námskeiði sem snýr að innleiðingu og mikilvægi þjónustustjórnunar. Þekkjandi hana og vitandi hversu vel hún skilur alla þá þætti sem þjónusta felur í sér – hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til að við Reykvíkingar fáum borgarstjóra sem skilur þjónustu. Höfundur er doktorsnemandi og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Opinber þjónusta er forsenda þess að allir íbúar – óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, stöðu, trú, búsetu og ættar – geti stundað vinnu og sinnt öðrum daglegum verkefnum og þörfum. Opinber þjónusta tengist því öllu sem við gerum frá degi til dags. En mikill munur er á þeim þjónustugæðum sem sveitarfélögin veita íbúum sínum. Árlega framkvæmir Gallup þjónustukönnun sem mælir viðhorf og ánægju íbúa með þjónustu sinna sveitafélaga. Niðurstaða þjónustukönnunarinnar er ætlað að veita sveitarfélögum upplýsingar um hvernig íbúar skynja og upplifa þá þjónustu sem þeim er veitt. Sveitarfélögin fá þannig mikilvægar upplýsingar um hvernig þau geta betrumbætt þjónustu til íbúa sinna. Fyrir nokkrum árum síðan mældist þjónustustig Reykjavíkur ýmist lægst eða næstlægst á öllum þjónustuþáttum þjónustukönnunarinnar. Sveitarfélög sem skilja hvað felst í þjónustu hefðu nýtt sér þennan skell til þess að betrumbæta þjónustu sína. Reykjavík, með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, aftur á móti hætti að taka þátt í þessari þjónustukönnun. Borgarstjóri og þáverandi meirihluti borgarstjórnar litu svo á að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda könnunar. Því væri könnunin ekki að meta þjónustugæði borgarinnar heldur væri hún að mæla álit borgarbúa á þjónustu borgarinnar. Það að þjónustukönnunin greindi ekki á milli notenda þjónustunnar og annarra þátttakenda er gott dæmi um pólitískan útúrsnúning í málefni sem er óþægilegt fyrir ríkjandi meirihluta. Þessi rökstuðningur sýnir einnig skilningsleysi núverandi borgarstjóra á hvað þjónusta er og hver er tilgangurinn með opinberri þjónustu. Því mat á þjónustugæðum sveitarfélags byggir á áliti íbúa á þeirri þjónustu sem sveitarfélagið veitir þeim. Tilgangur allrar opinberrar þjónustu er að einfalda – og þá um leið betrumbæta – líf okkar íbúa. Þjónusta sem auðveldar okkur íbúum að sinna daglegum störfum og verkefnum er sú þjónusta sem eykur lífsgæði okkar einna mest. Sveitarfélög þurfa því að þekkja íbúa sína og vita hverju íbúar séu að leita eftir. Lykillinn er að finna hvað skiptir mestu máli fyrir íbúa og huga sífellt að því hvernig hægt sé að betrumbæta þjónustuna. Ég sem Reykvíkingur hef lengi óskað eftir borgarstjóra sem skilur þjónustu. Því get ég ekki lýst þeirri gleði og eftirvæntingu þegar Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 18. og 19. mars. Ragnhildur Alda er fyrrum nemandi minn í námskeiði sem snýr að innleiðingu og mikilvægi þjónustustjórnunar. Þekkjandi hana og vitandi hversu vel hún skilur alla þá þætti sem þjónusta felur í sér – hlakka ég til að leggja mitt að mörkum til að við Reykvíkingar fáum borgarstjóra sem skilur þjónustu. Höfundur er doktorsnemandi og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun