Hver verður framtíð VM? Guðmundur Ragnarsson skrifar 18. mars 2022 12:00 Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast að hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega. Hugmyndin er rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á aðalfundi.Í þessu ferli geta orðið verulegar viðbætur eða dregið er úr umfangi hugmyndarinnar ef mönnum hugnast hún ekki. Það sem hefur verið að gerast hjá VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna með því að sameina félagið inn í 2F er ekkert nema einræðis vinnubrögð og óheiðarleiki af hálfu formanns. Farið var á bak við alla í félaginu, stjórn, varastjórn, fulltrúaráð og hinn almenna félagsmann. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Gott er að rifja upp að þegar VM var stofnað 2006 var búinn að vera langur aðdragandi að því. VM varð til með sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna.Ef ég man rétt, funduðu tveir fulltrúar frá hvoru félagi einu sinni í viku í heilt ár.Félag járniðnaðarmanna hafði gefist upp á samstarfinu innan Samiðnar-Sambands iðnfélaga. Samiðn var stofnað á veikum grunni af félögum sem voru í bullandi samkeppni um félagsmenn með undirboðum á félagsgjöldum. Því fór sem fór með veru Félags járniðnaðarmanna þar. Byggjum ekki félagið okkar á sandi Ég get fullyrt að grunnurinn undir 2F er ennþá veikari og með fleiri vandamál. Þegar svona lagað er brallað með allri þessari leynd inni í félagslegu umhverfi, er brallið dæmt til að mistakast. Það eru svo margir lausir endar og margar óræddar spurningar sem eftir er að svara. Þetta er það sem ég talaði um í upphafi að svona verkefni þarf að þróa og móta í félagslega baklandinu svo að það virki og hægt sé að taka það í notkun. Meirihlutinn verður að vera sáttur með niðurstöðuna. Þegar kæmi að stofnun sambands eins og 2F þarf að vera búið að vinna heimavinnuna, fækka félögum með sameiningum. Samræma þarf félagsgjöldin og starfssvið félaganna eins og til dæmis á milli FIT og VM sem bæði eru með félagsmenn í vél- og málmtækni auk vélstjóra sem VM hefur eignað sér en FIT reynt að ná í þá líka. Í dag er FIT að undirbjóða VM í félagsgjöldum með aðferðafræði sem ég mun upplýsa síðar. Hvernig getur samvinna virkað á svona veikum og illa byggðum grunni? Hver bað um breytingarnar? Að búið sé að sameina VM inn í annað félag og flytja fjóra starfsmenn frá VM yfir í það, þar á meðal kjarasviðið án þess að félagsmenn viti af því er með hreinum ólíkindum!Hvernig starfar stéttarfélag án kjarasviðs, verður VM félag sem er bara að leigja út orlofshús? Svo eru menn að lýsa yfir hrifningu sinni yfir þessu án þess að hafa hugmynd um hvernig sameiningarsamningurinn inn í 2F lítur út eða hverjar eru fjárhagslegar skuldbinding félagsins vegna sameiningarinnar. Ýmsar sögusagnir eru um frekari sameiningu sjóða og fleira. Mín upplifun er að dregið hafi verið verulega úr sameiningarhugmyndunum þegar þetta kom í hámæli til að lægja öldurnar, en margir félagsmenn VM eru æfir yfir því að þessi gjörningur hafi orðið til án þess að félagsmenn væru upplýstir um hann. Síst má gleyma því að það eru félagsmennirnir sem eiga félagið og það er til fyrir þá. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Það er ekki til lögfræðiálit um hvort þessi sameining falli ekki undir 34. gr. laga VM.Mín sannfæring er að svo sé og ég sé ekki hvernig hægt er að lesa annað út úr greininni. Svona sameiningu verður að afgreiða á aðalfundi með tveimur þriðju atkvæða eða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Eins og ég sagði í upphafi er ég alls ekki á móti framþróun og breytingum ef þær eru til góðs. Það er hins vegar frumskilyrði að standa rétt að málum og löglega. Enginn félagsmaður VM vissi um þennan 2F gjörning fyrr en ég fór með framboð mitt í fjölmiðla. Ég mun beita mér fyrir því að þetta mál verði sett í réttan félags- og löglegan farveg verði ég kosinn formaður VM. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Sjá meira
Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast að hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega. Hugmyndin er rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á aðalfundi.Í þessu ferli geta orðið verulegar viðbætur eða dregið er úr umfangi hugmyndarinnar ef mönnum hugnast hún ekki. Það sem hefur verið að gerast hjá VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna með því að sameina félagið inn í 2F er ekkert nema einræðis vinnubrögð og óheiðarleiki af hálfu formanns. Farið var á bak við alla í félaginu, stjórn, varastjórn, fulltrúaráð og hinn almenna félagsmann. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Gott er að rifja upp að þegar VM var stofnað 2006 var búinn að vera langur aðdragandi að því. VM varð til með sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna.Ef ég man rétt, funduðu tveir fulltrúar frá hvoru félagi einu sinni í viku í heilt ár.Félag járniðnaðarmanna hafði gefist upp á samstarfinu innan Samiðnar-Sambands iðnfélaga. Samiðn var stofnað á veikum grunni af félögum sem voru í bullandi samkeppni um félagsmenn með undirboðum á félagsgjöldum. Því fór sem fór með veru Félags járniðnaðarmanna þar. Byggjum ekki félagið okkar á sandi Ég get fullyrt að grunnurinn undir 2F er ennþá veikari og með fleiri vandamál. Þegar svona lagað er brallað með allri þessari leynd inni í félagslegu umhverfi, er brallið dæmt til að mistakast. Það eru svo margir lausir endar og margar óræddar spurningar sem eftir er að svara. Þetta er það sem ég talaði um í upphafi að svona verkefni þarf að þróa og móta í félagslega baklandinu svo að það virki og hægt sé að taka það í notkun. Meirihlutinn verður að vera sáttur með niðurstöðuna. Þegar kæmi að stofnun sambands eins og 2F þarf að vera búið að vinna heimavinnuna, fækka félögum með sameiningum. Samræma þarf félagsgjöldin og starfssvið félaganna eins og til dæmis á milli FIT og VM sem bæði eru með félagsmenn í vél- og málmtækni auk vélstjóra sem VM hefur eignað sér en FIT reynt að ná í þá líka. Í dag er FIT að undirbjóða VM í félagsgjöldum með aðferðafræði sem ég mun upplýsa síðar. Hvernig getur samvinna virkað á svona veikum og illa byggðum grunni? Hver bað um breytingarnar? Að búið sé að sameina VM inn í annað félag og flytja fjóra starfsmenn frá VM yfir í það, þar á meðal kjarasviðið án þess að félagsmenn viti af því er með hreinum ólíkindum!Hvernig starfar stéttarfélag án kjarasviðs, verður VM félag sem er bara að leigja út orlofshús? Svo eru menn að lýsa yfir hrifningu sinni yfir þessu án þess að hafa hugmynd um hvernig sameiningarsamningurinn inn í 2F lítur út eða hverjar eru fjárhagslegar skuldbinding félagsins vegna sameiningarinnar. Ýmsar sögusagnir eru um frekari sameiningu sjóða og fleira. Mín upplifun er að dregið hafi verið verulega úr sameiningarhugmyndunum þegar þetta kom í hámæli til að lægja öldurnar, en margir félagsmenn VM eru æfir yfir því að þessi gjörningur hafi orðið til án þess að félagsmenn væru upplýstir um hann. Síst má gleyma því að það eru félagsmennirnir sem eiga félagið og það er til fyrir þá. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Það er ekki til lögfræðiálit um hvort þessi sameining falli ekki undir 34. gr. laga VM.Mín sannfæring er að svo sé og ég sé ekki hvernig hægt er að lesa annað út úr greininni. Svona sameiningu verður að afgreiða á aðalfundi með tveimur þriðju atkvæða eða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Eins og ég sagði í upphafi er ég alls ekki á móti framþróun og breytingum ef þær eru til góðs. Það er hins vegar frumskilyrði að standa rétt að málum og löglega. Enginn félagsmaður VM vissi um þennan 2F gjörning fyrr en ég fór með framboð mitt í fjölmiðla. Ég mun beita mér fyrir því að þetta mál verði sett í réttan félags- og löglegan farveg verði ég kosinn formaður VM. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun