Dusty mætir til leiks á BLAST í dag: Gætu mætt gömlum heimsmeisturum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2022 11:00 Dusty tekur þátt í undankeppni BLAST Premier sem er eitt af stórmótum ársins í CS:GO. Nýkrýndir Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mæta til leiks á BLAST Premier mótinu í CS:GO í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport í dag. Tómas Jóhannsson, lýsandi Ljósleiðaradeildarinnar, ræddi við Vísi um þáttöku Dusty í þessu stóra móti og um hvaða þýðingu þetta hefur fyrir íslensk lið og rafíþróttasenuna á Íslandi í heild að vera komin inn í undankeppnina á jafn stóru móti og BLAST. „Þetta er eitt af stóru fyrirtækjunum sem er að halda gríðarlega stórt mót og Dusty er að keppa í undankeppninni fyrir það. Þetta er bara eitt af stórmótunum sem við höfum í Counter Strike,“ sagði Tómas. „Það að komast þarna inn í gegnum þessa undankeppni væri ábyggilega það stærsta sem hefur komið fyrir í íslensku rafíþróttasenunni.“ Langt ferli framundan en vonast til að stríða stóru liðunum Tómas Jóhannsson, sérfræðingur Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, bíður spenntur eftir fyrstu viðureign Dusty í BLAST Premier. Ætli Dusty sér að komast alla leið í gegnum undankeppnina þá bíður þeirra gríðarlega löng leið. Tómas segir að bara það að taka þátt í undankeppninni gefi liðinu möguleika á því að keppa við marga af bestu leikmönnum heims. „Þetta er náttúrulega gríðarlega langt ferli sem fer í að sía niður og ná í allra bestu liðin. Að komast í gegnum það er rosalega stórt og sérstaklega í ljósi þess að þú ert að keppa við bestu liðin á Norðurlöndunum.“ „Dusty er í riðli með fjórum einstaklingum sem hafa unnið heimsmeistaramótið nokkrum sinnum. Þeir eru reyndar ekki að fara að spila á móti þeim í fyrsta leik heldur að ég held fjórða besta liði Danmerkur.“ „Ég býst alveg við því að Dusty gefi þeim alveg mjög góðan leik og ef þeim tekst að sigra þá þá mæta þeir liði sem heitir Dignitas. Þar eru mjög þekktir leikmenn eins og friberg og f0rest sem eru meðal annars búnir að vinna heimsmeistaramótið einu sinni og hafa verið mjög oft í úrslitum. Ef þeir mæta þeim og ná að stríða þeim eða jafnvel sigra þá, þá er það gríðarlega stór árangur.“ Þessir leikmenn, f0rest og friberg, voru kjarninn í liðinu Ninjas in Pyjamas fyrir nokkrum árum, en það lið á metið yfir lengstu sigurhrinu í opinberum CS:GO leikjum. Liðið vann hvorki meira né minna en 87 leiki í röð. „Já, það eru einmitt þeir. Og þeir eru núna búnir að byggja í kringum sig svona kjarna af yngri leikmönnum og eru að sigla aftur á toppinn með þeim.“ Dusty mætir til leiks klukkan 12:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en en andstæðingur þeirra er danska liðið Ecstatic. Tómas segir það alveg óhætt að fara að skella poppi í skál og gera sig kláran í þessa veislu sem framundan er. „Jú, það er bara klárlega þannig. Það er hægt að nálgast þetta bæði á Stöð 2 eSport og Twitch,“ sagði Tómas spenntur að lokum. Rafíþróttir Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn
Tómas Jóhannsson, lýsandi Ljósleiðaradeildarinnar, ræddi við Vísi um þáttöku Dusty í þessu stóra móti og um hvaða þýðingu þetta hefur fyrir íslensk lið og rafíþróttasenuna á Íslandi í heild að vera komin inn í undankeppnina á jafn stóru móti og BLAST. „Þetta er eitt af stóru fyrirtækjunum sem er að halda gríðarlega stórt mót og Dusty er að keppa í undankeppninni fyrir það. Þetta er bara eitt af stórmótunum sem við höfum í Counter Strike,“ sagði Tómas. „Það að komast þarna inn í gegnum þessa undankeppni væri ábyggilega það stærsta sem hefur komið fyrir í íslensku rafíþróttasenunni.“ Langt ferli framundan en vonast til að stríða stóru liðunum Tómas Jóhannsson, sérfræðingur Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, bíður spenntur eftir fyrstu viðureign Dusty í BLAST Premier. Ætli Dusty sér að komast alla leið í gegnum undankeppnina þá bíður þeirra gríðarlega löng leið. Tómas segir að bara það að taka þátt í undankeppninni gefi liðinu möguleika á því að keppa við marga af bestu leikmönnum heims. „Þetta er náttúrulega gríðarlega langt ferli sem fer í að sía niður og ná í allra bestu liðin. Að komast í gegnum það er rosalega stórt og sérstaklega í ljósi þess að þú ert að keppa við bestu liðin á Norðurlöndunum.“ „Dusty er í riðli með fjórum einstaklingum sem hafa unnið heimsmeistaramótið nokkrum sinnum. Þeir eru reyndar ekki að fara að spila á móti þeim í fyrsta leik heldur að ég held fjórða besta liði Danmerkur.“ „Ég býst alveg við því að Dusty gefi þeim alveg mjög góðan leik og ef þeim tekst að sigra þá þá mæta þeir liði sem heitir Dignitas. Þar eru mjög þekktir leikmenn eins og friberg og f0rest sem eru meðal annars búnir að vinna heimsmeistaramótið einu sinni og hafa verið mjög oft í úrslitum. Ef þeir mæta þeim og ná að stríða þeim eða jafnvel sigra þá, þá er það gríðarlega stór árangur.“ Þessir leikmenn, f0rest og friberg, voru kjarninn í liðinu Ninjas in Pyjamas fyrir nokkrum árum, en það lið á metið yfir lengstu sigurhrinu í opinberum CS:GO leikjum. Liðið vann hvorki meira né minna en 87 leiki í röð. „Já, það eru einmitt þeir. Og þeir eru núna búnir að byggja í kringum sig svona kjarna af yngri leikmönnum og eru að sigla aftur á toppinn með þeim.“ Dusty mætir til leiks klukkan 12:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en en andstæðingur þeirra er danska liðið Ecstatic. Tómas segir það alveg óhætt að fara að skella poppi í skál og gera sig kláran í þessa veislu sem framundan er. „Jú, það er bara klárlega þannig. Það er hægt að nálgast þetta bæði á Stöð 2 eSport og Twitch,“ sagði Tómas spenntur að lokum.
Rafíþróttir Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn