Þegar enginn er upplýstur Guðmundur Ragnarsson skrifar 19. mars 2022 16:30 Það er ánægjulegt að núverandi formaður VM, Guðmundur Helgi Þórarinsson, afhjúpi í grein sinni hvernig leyndin er hjá VM. Reyndar ásakar hann mig í leiðinni um rangfærslur. Allt sem ég hef sett fram hef ég fengið frá varamönnum í stjórn félagsins. Það þýðir að ef eitthvað er rangt hermt, þá hefur upplýsingum verið leynt fyrir þeim eins og ítrekað hefur verið bent á. Eins og ég er að upplifa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá VM, þarf ekki að skálda neitt eða segja ósatt. Þvílík er óstjórnin og feluleikurinn. Varðandi stöðugildin þá gleymdi formaðurinn að geta þess í grein sinni að lögð hafi verið niður störf hjá VM og þau komin inn í 2F. Ef eitthvað sem ég hef sett fram er ekki rétt, þá hafa varamenn í stjórn VM sem hafa upplýst mig, ekki verið með réttar upplýsingar frekar en félagsmenn. Í greininni minnist formaður VM t.d. ekki á að búið er að úthýsa kjarasviðinu sem er mikilvægasta svið félagsins. Engin ástæða væri til að munnhöggvast um samvinnu eða sameiningu ef formaður VM væri búinn að kynna fyrir félagsmönnum samninginn sem hann skrifaði undir 30. nóvember 2021. Þá væru allir upplýstir og við værum að rökræða um kosti hans og galla eins á að gera. Eru allir að segja ósatt? Að skoðanir mínar og annarra um ýmislegt sem hefur verið að gerast í félaginu séu lygar er óásættanlegur málflutningur. Það er skoðun margra að lög félagsins hafi ítrekað verið brotin, það er okkar rökstudda skoðun en ekki lygi. Það er að koma í ljós núna sem meðal annars hefur verið sett fram áður varðandi fjármál félagsins þegar verið er að rýna ársreikninginn.Samkvæmt því sem ég var að heyra þá var að koma í ljós samkvæmt ársreikningi VM að nýja húsnæðið væri komið yfir 500 milljónir. Trúlega er það skýringin á því af hverju stjórnarmenn, sem kallað hafa eftir því að fá að vita hver kostnaðurinn við nýju húsakaupin er, hafi ekki fengið nein svör þótt ítrekað hafi verið kallað eftir þeim.Ég hef verið kallaður lygari fyrir það að benda á að ekki eru til heimildir fyrir öllum þessum útgjöldum samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn hafa líka verið að kalla eftir því hvort til séu heimildir fyrir þessum útgjöldum án þess að fá svör, enda þær ekki til.Samvinna á réttum forsendumGuðmundi Helga Þórarinssyni er tíðrætt um samvinnu hinna ýmsu félaga eins og hann hafi verið að finna upp hjólið. Hann ætti að rifja það upp að á meðan ég var formaður VM fóru öll iðnaðarfélögin í fyrsta skipti í sameiginlega kjarasamninga. Hann ætti líka að rifja það upp hvernig það endaði og hver gekk út úr því samstarfi áður en til verkfalls kom, trúlega af því að það félag átti ekki krónu í verkfallssjóði.Sjómenn fóru í fyrsta skipti saman í síðustu kjarasamningagerð og verkfallsaðgerðir. Hver var það sem kom því á að Sjómannafélag Íslands fengi að vera við borðið? Það var ekki Guðmundur Helgi Þórarinsson. Félag skipstjórnarmanna var ekki með í þessum aðgerðum. Af fenginni reynslu hefur það verið málflutningur minn að allt svona samstarf og sameiningar þurfi að vinna mjög vel og gefa sér tíma í það. Þess vegna væri ástæða fyrir Guðmund Helga Þórarinsson að rifja það upp þegar við vorum að skoða rekstur FIT til að átta okkur á því hvernig þeir gátu undirboðið okkur í félagsgjöldum og hver skoðun hans var á því þá.Hvað í samningnum má ekki upplýsa?Það hefur verið ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skuli snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F, sem mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM mega ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM eru inn í þetta félag. Engin framtíðarsýn hefur verið gerð fyrir VM eftir þessar breytingar sem auðvitað er ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi.Eiga félagsmenn VM sem eiga félagið að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei.Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei.Með félagskveðju,Guðmundur Ragnarsson,Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að núverandi formaður VM, Guðmundur Helgi Þórarinsson, afhjúpi í grein sinni hvernig leyndin er hjá VM. Reyndar ásakar hann mig í leiðinni um rangfærslur. Allt sem ég hef sett fram hef ég fengið frá varamönnum í stjórn félagsins. Það þýðir að ef eitthvað er rangt hermt, þá hefur upplýsingum verið leynt fyrir þeim eins og ítrekað hefur verið bent á. Eins og ég er að upplifa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá VM, þarf ekki að skálda neitt eða segja ósatt. Þvílík er óstjórnin og feluleikurinn. Varðandi stöðugildin þá gleymdi formaðurinn að geta þess í grein sinni að lögð hafi verið niður störf hjá VM og þau komin inn í 2F. Ef eitthvað sem ég hef sett fram er ekki rétt, þá hafa varamenn í stjórn VM sem hafa upplýst mig, ekki verið með réttar upplýsingar frekar en félagsmenn. Í greininni minnist formaður VM t.d. ekki á að búið er að úthýsa kjarasviðinu sem er mikilvægasta svið félagsins. Engin ástæða væri til að munnhöggvast um samvinnu eða sameiningu ef formaður VM væri búinn að kynna fyrir félagsmönnum samninginn sem hann skrifaði undir 30. nóvember 2021. Þá væru allir upplýstir og við værum að rökræða um kosti hans og galla eins á að gera. Eru allir að segja ósatt? Að skoðanir mínar og annarra um ýmislegt sem hefur verið að gerast í félaginu séu lygar er óásættanlegur málflutningur. Það er skoðun margra að lög félagsins hafi ítrekað verið brotin, það er okkar rökstudda skoðun en ekki lygi. Það er að koma í ljós núna sem meðal annars hefur verið sett fram áður varðandi fjármál félagsins þegar verið er að rýna ársreikninginn.Samkvæmt því sem ég var að heyra þá var að koma í ljós samkvæmt ársreikningi VM að nýja húsnæðið væri komið yfir 500 milljónir. Trúlega er það skýringin á því af hverju stjórnarmenn, sem kallað hafa eftir því að fá að vita hver kostnaðurinn við nýju húsakaupin er, hafi ekki fengið nein svör þótt ítrekað hafi verið kallað eftir þeim.Ég hef verið kallaður lygari fyrir það að benda á að ekki eru til heimildir fyrir öllum þessum útgjöldum samkvæmt lögum félagsins. Stjórnarmenn hafa líka verið að kalla eftir því hvort til séu heimildir fyrir þessum útgjöldum án þess að fá svör, enda þær ekki til.Samvinna á réttum forsendumGuðmundi Helga Þórarinssyni er tíðrætt um samvinnu hinna ýmsu félaga eins og hann hafi verið að finna upp hjólið. Hann ætti að rifja það upp að á meðan ég var formaður VM fóru öll iðnaðarfélögin í fyrsta skipti í sameiginlega kjarasamninga. Hann ætti líka að rifja það upp hvernig það endaði og hver gekk út úr því samstarfi áður en til verkfalls kom, trúlega af því að það félag átti ekki krónu í verkfallssjóði.Sjómenn fóru í fyrsta skipti saman í síðustu kjarasamningagerð og verkfallsaðgerðir. Hver var það sem kom því á að Sjómannafélag Íslands fengi að vera við borðið? Það var ekki Guðmundur Helgi Þórarinsson. Félag skipstjórnarmanna var ekki með í þessum aðgerðum. Af fenginni reynslu hefur það verið málflutningur minn að allt svona samstarf og sameiningar þurfi að vinna mjög vel og gefa sér tíma í það. Þess vegna væri ástæða fyrir Guðmund Helga Þórarinsson að rifja það upp þegar við vorum að skoða rekstur FIT til að átta okkur á því hvernig þeir gátu undirboðið okkur í félagsgjöldum og hver skoðun hans var á því þá.Hvað í samningnum má ekki upplýsa?Það hefur verið ótrúlegt að taka þátt í þessari kosningabaráttu og að hún skuli snúast að stórum hluta um samning um félag sem heitir 2F, sem mér skilst að sé komið með nítján starfsmenn. Félagsmenn VM mega ekki sjá samninginn eða vita hverjar skuldbindingar VM eru inn í þetta félag. Engin framtíðarsýn hefur verið gerð fyrir VM eftir þessar breytingar sem auðvitað er ekki hægt meðan þessu er haldið leyndu fyrir félagsmönnum VM. Slíkur feluleikur á ekki heima í nútíma stéttarfélagi.Eiga félagsmenn VM sem eiga félagið að sætta sig við svona vinnubrögð? Ég segi nei.Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei.Með félagskveðju,Guðmundur Ragnarsson,Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun