Röskva – fyrir framtíð háskólasamfélagsins Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir og Katrín Björk Kristjánsdóttir skrifa 23. mars 2022 08:30 Jafnrétti, róttækni og heiðarleiki eru gildin sem Röskva starfar eftir og hafa þau kristallast í hagsmunabaráttu stúdenta með Röskvu í meirihluta. Við höfum verið þrýstiafl í þágu mikilvægra breytinga, haft hærra um málefnin, fundið mikinn meðbyr í samfélaginu og verið óhrædd við að veita stjórnvöldum og háskólayfirvöldum virkt aðhald þegar þörf krefur. Jafnrétti er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi. Þannig hafa áherslur okkar um bætt námslánakerfi skilað sér í að tveir fulltrúar stúdenta fengu, í fyrsta skipti, sæti við borðið við gerð nýs frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Nýtt kerfi hafði í för með sér jákvæðar breytingar en enn er þó langt í að sjóðurinn fullnægi hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Grunnframfærslan er enn svo lág að stúdentar ná ekki að framfleyta sér án þess að vinna með námi og á sama tíma skerðast tekjur þeirra þéni þeir yfir markið sem sjóðurinn setur. Þessari staðreynd ætlar Röskva að breyta. Menntasjóðurinn kemur líka við sögu í húsnæðismálunum, þar sem viðbótarlánið vegna húsnæðiskostnaðar er of lágt og tekur ekki mið af almennum leigumarkaði. Á síðustu 5 árum hefur vísitala leiguverðs hækkað um 40% en á sama tíma hefur lánasjóðurinn aðeins hækkað viðbótarlán vegna húsnæðis um 11%. Aðgengi að húsnæði í nærumhverfi og á viðráðanlegu verði er lykilatriði til að sporna gegn þessu og hefur Röskva t.a.m. farið fram á að byggingin Stapi, gamla Stúdentaheimilið, verði afhentur FS aftur með tilkomu Hótel Sögu og Húss Heilbrigðisvísindasviðs. Geðheilbrigðismálin hafa ekki síður verið í brennidepli en á fjórum árum hefur sálfræðingum í Háskóla Íslands fjölgað frá einum, sem starfaði þá í hálfu starfshlutfalli, upp í fjóra. Í fyrra náði skrifstofa Stúdentaráðs, í umboði Röskvu, í gegn auknum fjárframlögum í málaflokkinn vegna áhrifa faraldursins eða 45 milljónir sem hefur gert Háskóla Íslands kleift að fjölga geðheilbrigðisúrræðum. Röskva í Stúdentaráði mun halda áfram að að brýna fyrir stjórnvöldum mikilvægi bættrar geðheilbrigðisþjónustu í formi öruggrar fjármögnunar. Róttækni ræður för í þeim hagsmunamálum sem krefjast mikillar föstu, líkt og vegna atvinnuleysisbótakröfu Stúdentaráðs sem snýst einfaldlega um að allir stúdentar geti sótt sér fjárhagsaðstoðar, sökum atvinnuleysis, til jafns við annað vinnandi fólk. Eins með undirfjármögnun háskólastigsins sem hefur með sér ýmsar birtingarmyndir á borð við há skrásetningargjöld sem ekki tíðkast á hinum Norðurlöndunum, einsskiptis fjármögnunaraðgerðum í staðinn fyrir trygg fjárframlög og hreinlega ójafna skiptingu milli háskóla. Slíkt getur leitt til þess að gæði kennslu hrakar, hvatinn til úrbóta takmarkast og námsaðstoð, sértæk þjónusta og námsframboð verði ábótavant. Róttækni felur í sér að gripið sé til markvissa aðgerða, sem er t.a.m. þarft í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. Þar hefur Röskva verið leiðandi með því að stórauka vegan úrvalið í Hámu í samstarfi við FS, tryggja Háskóla Íslands grænfána viðurkenningu tvö ár í röð og halda U-passanum, samgöngukorti fyrir stúdenta, til streitu. Við viljum enn grænni háskóla og höfum nú þegar hafist handa við að fá inn á svæðið lágvöruverðsverslun og munum áfram beita okkur fyrir heilsugæslu, þannig að stúdentar hafi aðgang að grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Heiðarleiki er einkennandi fyrir störf Röskvu. Við leggjum mikið upp úr gagnsæum, vönduðum og skýrum vinnubrögðum vegna þess að hagsmunabarátta stúdenta snýst um að standa vörð um allt það sem snertir okkur sem einstaklingar. Hún er í eðli sínu pólitísk sem þýðir að stúdentar geti ekki verið hlutlausir hagaðilar, því árangri er ekki náð ef baráttan er einungis innan veggja skólans. Í Stúdentaráði og háskólaráði hefur Röskva sýnt fram á að hugsjónin um jöfn tækifæri eigi að vera í fyrirrúmi og að það sé hlutverk okkar allra að láta okkur málefnin varða. Röskva hefur leitt til breytinga og er hvergi nær hætt. Höfundar eru á lista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 23. og 24. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Jafnrétti, róttækni og heiðarleiki eru gildin sem Röskva starfar eftir og hafa þau kristallast í hagsmunabaráttu stúdenta með Röskvu í meirihluta. Við höfum verið þrýstiafl í þágu mikilvægra breytinga, haft hærra um málefnin, fundið mikinn meðbyr í samfélaginu og verið óhrædd við að veita stjórnvöldum og háskólayfirvöldum virkt aðhald þegar þörf krefur. Jafnrétti er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi. Þannig hafa áherslur okkar um bætt námslánakerfi skilað sér í að tveir fulltrúar stúdenta fengu, í fyrsta skipti, sæti við borðið við gerð nýs frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Nýtt kerfi hafði í för með sér jákvæðar breytingar en enn er þó langt í að sjóðurinn fullnægi hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Grunnframfærslan er enn svo lág að stúdentar ná ekki að framfleyta sér án þess að vinna með námi og á sama tíma skerðast tekjur þeirra þéni þeir yfir markið sem sjóðurinn setur. Þessari staðreynd ætlar Röskva að breyta. Menntasjóðurinn kemur líka við sögu í húsnæðismálunum, þar sem viðbótarlánið vegna húsnæðiskostnaðar er of lágt og tekur ekki mið af almennum leigumarkaði. Á síðustu 5 árum hefur vísitala leiguverðs hækkað um 40% en á sama tíma hefur lánasjóðurinn aðeins hækkað viðbótarlán vegna húsnæðis um 11%. Aðgengi að húsnæði í nærumhverfi og á viðráðanlegu verði er lykilatriði til að sporna gegn þessu og hefur Röskva t.a.m. farið fram á að byggingin Stapi, gamla Stúdentaheimilið, verði afhentur FS aftur með tilkomu Hótel Sögu og Húss Heilbrigðisvísindasviðs. Geðheilbrigðismálin hafa ekki síður verið í brennidepli en á fjórum árum hefur sálfræðingum í Háskóla Íslands fjölgað frá einum, sem starfaði þá í hálfu starfshlutfalli, upp í fjóra. Í fyrra náði skrifstofa Stúdentaráðs, í umboði Röskvu, í gegn auknum fjárframlögum í málaflokkinn vegna áhrifa faraldursins eða 45 milljónir sem hefur gert Háskóla Íslands kleift að fjölga geðheilbrigðisúrræðum. Röskva í Stúdentaráði mun halda áfram að að brýna fyrir stjórnvöldum mikilvægi bættrar geðheilbrigðisþjónustu í formi öruggrar fjármögnunar. Róttækni ræður för í þeim hagsmunamálum sem krefjast mikillar föstu, líkt og vegna atvinnuleysisbótakröfu Stúdentaráðs sem snýst einfaldlega um að allir stúdentar geti sótt sér fjárhagsaðstoðar, sökum atvinnuleysis, til jafns við annað vinnandi fólk. Eins með undirfjármögnun háskólastigsins sem hefur með sér ýmsar birtingarmyndir á borð við há skrásetningargjöld sem ekki tíðkast á hinum Norðurlöndunum, einsskiptis fjármögnunaraðgerðum í staðinn fyrir trygg fjárframlög og hreinlega ójafna skiptingu milli háskóla. Slíkt getur leitt til þess að gæði kennslu hrakar, hvatinn til úrbóta takmarkast og námsaðstoð, sértæk þjónusta og námsframboð verði ábótavant. Róttækni felur í sér að gripið sé til markvissa aðgerða, sem er t.a.m. þarft í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. Þar hefur Röskva verið leiðandi með því að stórauka vegan úrvalið í Hámu í samstarfi við FS, tryggja Háskóla Íslands grænfána viðurkenningu tvö ár í röð og halda U-passanum, samgöngukorti fyrir stúdenta, til streitu. Við viljum enn grænni háskóla og höfum nú þegar hafist handa við að fá inn á svæðið lágvöruverðsverslun og munum áfram beita okkur fyrir heilsugæslu, þannig að stúdentar hafi aðgang að grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Heiðarleiki er einkennandi fyrir störf Röskvu. Við leggjum mikið upp úr gagnsæum, vönduðum og skýrum vinnubrögðum vegna þess að hagsmunabarátta stúdenta snýst um að standa vörð um allt það sem snertir okkur sem einstaklingar. Hún er í eðli sínu pólitísk sem þýðir að stúdentar geti ekki verið hlutlausir hagaðilar, því árangri er ekki náð ef baráttan er einungis innan veggja skólans. Í Stúdentaráði og háskólaráði hefur Röskva sýnt fram á að hugsjónin um jöfn tækifæri eigi að vera í fyrirrúmi og að það sé hlutverk okkar allra að láta okkur málefnin varða. Röskva hefur leitt til breytinga og er hvergi nær hætt. Höfundar eru á lista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 23. og 24. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar