Bikarmeistarasystkinin vita að þögnin hjá pabba segir svo mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 09:30 Lovísa Björt Henningsdóttir og Hilmar Smári Henningsson fagna hér bikarmeistaratitlum sínum um síðustu helgi. Lovísa er þarna með Elínu Hildi, dóttur Helenu Sverrisdóttur, í fanginu. Vísir/Bára Dröfn Systkinin Lovísa Björt Henningsdóttir og Hilmar Smári Henningsson urðu bæði bikarmeistarar um helgina þegar Haukar og Stjarnan tryggðu sér sigur í VÍS-bikarnum. Guðjón Guðmundsson hitti þau Lovísu og Hilmar í gær og ræddi við þau um bikarmeistaratitlana og heimilislífið. Þau segja meðal annars frá föður sínum, Henning Henningssyni, sem sjálfur vann marga titla á sínum ferli sem leikmaður og seinna líka sem þjálfari. Hilmar Smári Henningsson og félagar í Stjörnunni fagna þegar lokaflautið gellur.Vísir/Bára Dröfn Hilmar Smári skoraði sautján stig þegar Stjarnan tryggði sér bikarmeistaratitilinn í karlaflokki og Lovísa Björt var með 7 stig og 8 fráköst þegar Haukakonur urðu bikarmeistarar en hafði skorað 24 stig í sigrinum á Njarðvík í undanúrslitunum. „Ég hafði gert þetta áður nokkrum sinnum í yngri flokkunum en það er ekki hægt að bera þetta saman. Áhorfendurnir og öll þessi umgjörð í kringum leikina. Þetta var geggjuð tilfinning,“ sagði Hilmar Smári Henningsson. Klippa: Bikarmeistarasystkinin Lovísa og Hilmar „Þetta er alltaf góð tilfinning og þó að maður hafi gert þetta áður þá er þetta alltaf jafn skemmtilegt. Það var mikil spenna því við misstum kanann fyrir úrslitaleikinn og þetta hefði getað farið á báða bóga. Það er geggjað að geta haldið titlinum,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir. Guðjón spurði systkinin út í föður þeirra og körfuboltasamskipti hans við börnin sín. Henning Henningsson vann þrjá stóra titla sem leikmaður Hauka og það er mikið rætt um körfubolta á heimilinu. Allt í einu orðinn einhver svakakennari núna Vísir/Bára Dröfn „Við þrjú höfum öll verið í körfunni og hann er allt í einu orðinn einhver svakakennari núna og veit alltaf best. Það er alveg hárrétt hjá honum og hann segir okkur til þegar við erum ekki nóg góð og þegar við erum að standa okkur vel þá segir hann okkur hvað við erum að gera vel. Það er fátt sem er talað meira um á heimili okkar en íþróttir og þá sérstaklega karfan,“ sagði Hilmar Smári. En er hann að skamma þau og verður hann vondur? „Það er kannski meira þegar hann segir ekki mikið þá vitum við að það er eitthvað sem við höfum gert vitlaust. Hann verður aldrei reiður út í okkur og meira að hjálpa okkur og segja okkur hvað við getum gert betur,“ sagði Lovísa Björt en hann verður ekki fúll þegar þau tapa. Verður ekkert fúll „Nei, það eru við sem erum mest tapsár þegar við töpum. Hann verður ekkert fúll reynir bara að leiðbeina okkur hvað hefði getað farið betur,“ sagði Lovísa. „Ef maður kemur heim af leiknum og það er ekki mikið talað um leikinn eða samtalið er mjög stutt þá veit maður að maður átti ekki nógu góðan leik eða var ekki upp á sitt besta. Samtalið kemur þá bara daginn eftir þegar taugarnar og tilfinningarnar eru aðeins komnar niður hjá okkur leikmönnunum,“ sagði Hilmar Smári. Alltaf saman að horfa á leiki Talað þau systkinin mikið um körfubolta? Vísir/Bára Dröfn „Já, það get ég sagt. Við tölum mikið um körfubolta. Við erum alltaf saman að horfa á leiki, annað hvort horfa á leikinn hjá honum eftir hans leik eða að horfa á mína leiki eftir mína leiki. Við greinum þá saman eða spjöllum um það sem er í gangi í erlenda boltanum eða í boltanum hérna heima,“ sagði Lovísa en eru þau að gagnrýna hvort annað? „Já það verður að gera það. Maður má ekki vera of góður við sjálfan sig. Þegar maður er of góður við sjálfan sig þá veit maður þegar maður kemur heim að maður fær heyra það hjá öðru hvoru systkininu,“ sagði Hilmar. Planið hjá báðum er að taka þann stóra líka En hvort þeirra verður Íslandsmeistari? „Við tókum bæði bikarmeistaratitilinn og ég veit að planið hjá okkur báðum er að taka þann stóra líka. Við erum búin að fá smá bragð af þessu og finna fyrir því hvað þetta er gaman. Ég get ekki beðið eftir úrslitakeppninni og þetta er skemmtilegasti tími ársins,“ sagði Hilmar. „Við erum bæði búin að fá smjörþefinn af þessu með því að fá bikarinn. Um að gera að klára tímabilið vel,“ sagði Lovísa en pabbi þeirra talar oft um Íslandsmeistaratitilinn fræga með Haukum árið 1988. Lovísa Björt Henningsdóttir tekur við bikarnum með Helenu Sverrisdóttur.Vísir/Bára Dröfn Fara einu sinni ári yfir úrslitakeppnina frá 1988 „Sá gamli á enn þá Íslandsmeistaratitilinn á mig. Hann hefur það yfir mig og ég fæ að heyra það inn á milli. Þegar við erum eitthvað að metast þá minnir hann mig alltaf á þetta eina ár sem Haukar urðu Íslandsmeistarar. Það er bara geggjað því þetta var stór sigur fyrir Haukana,“ sagði Hilmar. „Einu sinni á árum þá förum við alltaf yfir myndböndin og myndböndin frá leikjunum við Njarðvík í úrslitakeppninni,“ sagði Hilmar léttur. „Það eru algjör forréttindi að hafa hann sem pabba og að hjálpa okkur í gegnum þetta. Við værum ekki á þeim stað sem við erum í dag án hans,“ sagði Lovísa. Það má horfa á allt spjall Gaupa við þau systkinin hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Haukar Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti þau Lovísu og Hilmar í gær og ræddi við þau um bikarmeistaratitlana og heimilislífið. Þau segja meðal annars frá föður sínum, Henning Henningssyni, sem sjálfur vann marga titla á sínum ferli sem leikmaður og seinna líka sem þjálfari. Hilmar Smári Henningsson og félagar í Stjörnunni fagna þegar lokaflautið gellur.Vísir/Bára Dröfn Hilmar Smári skoraði sautján stig þegar Stjarnan tryggði sér bikarmeistaratitilinn í karlaflokki og Lovísa Björt var með 7 stig og 8 fráköst þegar Haukakonur urðu bikarmeistarar en hafði skorað 24 stig í sigrinum á Njarðvík í undanúrslitunum. „Ég hafði gert þetta áður nokkrum sinnum í yngri flokkunum en það er ekki hægt að bera þetta saman. Áhorfendurnir og öll þessi umgjörð í kringum leikina. Þetta var geggjuð tilfinning,“ sagði Hilmar Smári Henningsson. Klippa: Bikarmeistarasystkinin Lovísa og Hilmar „Þetta er alltaf góð tilfinning og þó að maður hafi gert þetta áður þá er þetta alltaf jafn skemmtilegt. Það var mikil spenna því við misstum kanann fyrir úrslitaleikinn og þetta hefði getað farið á báða bóga. Það er geggjað að geta haldið titlinum,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir. Guðjón spurði systkinin út í föður þeirra og körfuboltasamskipti hans við börnin sín. Henning Henningsson vann þrjá stóra titla sem leikmaður Hauka og það er mikið rætt um körfubolta á heimilinu. Allt í einu orðinn einhver svakakennari núna Vísir/Bára Dröfn „Við þrjú höfum öll verið í körfunni og hann er allt í einu orðinn einhver svakakennari núna og veit alltaf best. Það er alveg hárrétt hjá honum og hann segir okkur til þegar við erum ekki nóg góð og þegar við erum að standa okkur vel þá segir hann okkur hvað við erum að gera vel. Það er fátt sem er talað meira um á heimili okkar en íþróttir og þá sérstaklega karfan,“ sagði Hilmar Smári. En er hann að skamma þau og verður hann vondur? „Það er kannski meira þegar hann segir ekki mikið þá vitum við að það er eitthvað sem við höfum gert vitlaust. Hann verður aldrei reiður út í okkur og meira að hjálpa okkur og segja okkur hvað við getum gert betur,“ sagði Lovísa Björt en hann verður ekki fúll þegar þau tapa. Verður ekkert fúll „Nei, það eru við sem erum mest tapsár þegar við töpum. Hann verður ekkert fúll reynir bara að leiðbeina okkur hvað hefði getað farið betur,“ sagði Lovísa. „Ef maður kemur heim af leiknum og það er ekki mikið talað um leikinn eða samtalið er mjög stutt þá veit maður að maður átti ekki nógu góðan leik eða var ekki upp á sitt besta. Samtalið kemur þá bara daginn eftir þegar taugarnar og tilfinningarnar eru aðeins komnar niður hjá okkur leikmönnunum,“ sagði Hilmar Smári. Alltaf saman að horfa á leiki Talað þau systkinin mikið um körfubolta? Vísir/Bára Dröfn „Já, það get ég sagt. Við tölum mikið um körfubolta. Við erum alltaf saman að horfa á leiki, annað hvort horfa á leikinn hjá honum eftir hans leik eða að horfa á mína leiki eftir mína leiki. Við greinum þá saman eða spjöllum um það sem er í gangi í erlenda boltanum eða í boltanum hérna heima,“ sagði Lovísa en eru þau að gagnrýna hvort annað? „Já það verður að gera það. Maður má ekki vera of góður við sjálfan sig. Þegar maður er of góður við sjálfan sig þá veit maður þegar maður kemur heim að maður fær heyra það hjá öðru hvoru systkininu,“ sagði Hilmar. Planið hjá báðum er að taka þann stóra líka En hvort þeirra verður Íslandsmeistari? „Við tókum bæði bikarmeistaratitilinn og ég veit að planið hjá okkur báðum er að taka þann stóra líka. Við erum búin að fá smá bragð af þessu og finna fyrir því hvað þetta er gaman. Ég get ekki beðið eftir úrslitakeppninni og þetta er skemmtilegasti tími ársins,“ sagði Hilmar. „Við erum bæði búin að fá smjörþefinn af þessu með því að fá bikarinn. Um að gera að klára tímabilið vel,“ sagði Lovísa en pabbi þeirra talar oft um Íslandsmeistaratitilinn fræga með Haukum árið 1988. Lovísa Björt Henningsdóttir tekur við bikarnum með Helenu Sverrisdóttur.Vísir/Bára Dröfn Fara einu sinni ári yfir úrslitakeppnina frá 1988 „Sá gamli á enn þá Íslandsmeistaratitilinn á mig. Hann hefur það yfir mig og ég fæ að heyra það inn á milli. Þegar við erum eitthvað að metast þá minnir hann mig alltaf á þetta eina ár sem Haukar urðu Íslandsmeistarar. Það er bara geggjað því þetta var stór sigur fyrir Haukana,“ sagði Hilmar. „Einu sinni á árum þá förum við alltaf yfir myndböndin og myndböndin frá leikjunum við Njarðvík í úrslitakeppninni,“ sagði Hilmar léttur. „Það eru algjör forréttindi að hafa hann sem pabba og að hjálpa okkur í gegnum þetta. Við værum ekki á þeim stað sem við erum í dag án hans,“ sagði Lovísa. Það má horfa á allt spjall Gaupa við þau systkinin hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Haukar Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira