Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2022 11:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. vísir/Vilhelm Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. Í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu fór Sigurður Ingi yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálum, þar á meðal í Úkraínu. Hann sagði samstöðu vera eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn og ýjaði að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Og það eru þessi ummæli um „illmennin í Kreml“ sem fóru sérstaklega fyrir brjóstið á rússneska sendiráðinu í Reykjavík. „Við viljum minna herra Jóhannsson á það að þeir sem hann kallar „illmennin í Kreml“ séu yfirvöld sem eru lýðræðislega kjörin af rússnesku þjóðinni, og njóti stuðnings gífurlegs meirihluta Rússa. Það er ekki á borði íslenskra ráðherra að ákveða hvenær og hvernig breytingar eru gerðar á þeim yfirvöldum,“ segir í færslu sendiráðsins sem birtist á Facebook í gær. Íhugar afsökunarbeiðni ef Rússar láta af hernaði Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að verða við beiðni sendiráðsins, sem reyndar hafi ekki borist ráðuneytinu með formlegum hætti. „Varðandi afsökunarbeiðnina skyldi ég kannski íhuga það ef rússneskur her yfirgæfi Úkraínu, hættir árásum og rússnesk stjórnvöld myndu viðurkenna ábyrgð á sínum voðaverkum í Úkraínu,“ segir Sigurður Ingi. Hann hafnar því að hafa gengið of langt með ummælum sínum. „Stjórnvöld sem ráðast á fullvalda nágrannaríki sitt og beina vopnum sínum gegn almennum borgurum þau hljhóta að skilja að það kallar á viðbrögð frá okkur sem búum annars staðar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu fór Sigurður Ingi yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálum, þar á meðal í Úkraínu. Hann sagði samstöðu vera eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn og ýjaði að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Og það eru þessi ummæli um „illmennin í Kreml“ sem fóru sérstaklega fyrir brjóstið á rússneska sendiráðinu í Reykjavík. „Við viljum minna herra Jóhannsson á það að þeir sem hann kallar „illmennin í Kreml“ séu yfirvöld sem eru lýðræðislega kjörin af rússnesku þjóðinni, og njóti stuðnings gífurlegs meirihluta Rússa. Það er ekki á borði íslenskra ráðherra að ákveða hvenær og hvernig breytingar eru gerðar á þeim yfirvöldum,“ segir í færslu sendiráðsins sem birtist á Facebook í gær. Íhugar afsökunarbeiðni ef Rússar láta af hernaði Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að verða við beiðni sendiráðsins, sem reyndar hafi ekki borist ráðuneytinu með formlegum hætti. „Varðandi afsökunarbeiðnina skyldi ég kannski íhuga það ef rússneskur her yfirgæfi Úkraínu, hættir árásum og rússnesk stjórnvöld myndu viðurkenna ábyrgð á sínum voðaverkum í Úkraínu,“ segir Sigurður Ingi. Hann hafnar því að hafa gengið of langt með ummælum sínum. „Stjórnvöld sem ráðast á fullvalda nágrannaríki sitt og beina vopnum sínum gegn almennum borgurum þau hljhóta að skilja að það kallar á viðbrögð frá okkur sem búum annars staðar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira