Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2022 13:12 Hvalskurður í Hvalfirði. Til stendur að hefja hvalveiðar á ný í júní. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. Í Morgunblaðinu er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að í sumar standi til að hefja hvalveiðar í júní. Þær muni standa fram í september eftir því sem veður leyfi. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar 2019 sem heimilar veiðar á langreyði og hrefnu fram til ársins 2023. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, segir aftur á móti að fátt geti rökstutt heimild til hvalveiða í dag. Ferðaþjónustan reynir þessa dagana að ná vopnum sínum á ný eftir rúm tvö ár í heimsfaraldri þar sem ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum. Í dag fer fram aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem rýnt verður í framtíðarhorfur en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri, segir að margir þættir vinni með henni - hvalveiðar séu þó alls ekki þar á meðal. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta er oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir.“ Jóhannes segir ljóst að ferðamenn sem sæki Ísland heim leggi mikið upp úr náttúruskoðun. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og kastljósi fjölmiðla sébeint að hvalveiðum Íslendinga. „Þegar við horfum til þess að 80% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands segjast koma hingað til að skoða og upplifa náttúruna þá er augljóst að þetta hefur víðtæk áhrif.“ Jóhannes segir að hvalveiðar hafi ekki aðeins áhrif þegar komi að áhuga ferðamanna til að fara í hvalaskoðun heldur hafi veiðarnar stærri og víðtækari áhrif á Ísland sem áfangastað. „Og sem stað þar sem fólk getur komið víða úr veröldinni og upplifað náttúruna á einstakan máta þannig að það er mjög einfalt að segja að þetta fer bara einfaldlega ekki saman.“ Aðspurður hvort ferðaþjónustufyrirtækin finni með beinum hætti fyrir óánægju ferðamanna með hvalveiðar svarar Jóhannes því játandi. „Það er mjög vel þekkt í ferðaþjónustunni, hjá fyrirtækjunum og í könnunum á mörkuðum; bæði í bréfaskriftum, símhringingum og ýmsum leiðum. Þetta hefur mjög víðtæk áhrif og fyrirtækin finna beint fyrir þessu um leið og þetta kemst í umræðuna á ný.“ Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40 Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Í Morgunblaðinu er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að í sumar standi til að hefja hvalveiðar í júní. Þær muni standa fram í september eftir því sem veður leyfi. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar 2019 sem heimilar veiðar á langreyði og hrefnu fram til ársins 2023. Svandís Svavarsdóttir, matvæla- og sjávarútvegsráðherra, segir aftur á móti að fátt geti rökstutt heimild til hvalveiða í dag. Ferðaþjónustan reynir þessa dagana að ná vopnum sínum á ný eftir rúm tvö ár í heimsfaraldri þar sem ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum. Í dag fer fram aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar þar sem rýnt verður í framtíðarhorfur en Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri, segir að margir þættir vinni með henni - hvalveiðar séu þó alls ekki þar á meðal. „Það er náttúrlega margþekkt og hefur oft komið fram að ferðaþjónustan telur að hvalveiðar skaði ímynd Íslands sem ferðamannalands. Það er engum blöðum um það að fletta. Það þarf ekki annað en að skoða umfjöllun um hvalveiðar Íslendinga í erlendum miðlum. Þetta er oft og tíðum í stórum fjölmiðlum mjög ástríðufullar umfjallanir.“ Jóhannes segir ljóst að ferðamenn sem sæki Ísland heim leggi mikið upp úr náttúruskoðun. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og kastljósi fjölmiðla sébeint að hvalveiðum Íslendinga. „Þegar við horfum til þess að 80% af þeim ferðamönnum sem koma til Íslands segjast koma hingað til að skoða og upplifa náttúruna þá er augljóst að þetta hefur víðtæk áhrif.“ Jóhannes segir að hvalveiðar hafi ekki aðeins áhrif þegar komi að áhuga ferðamanna til að fara í hvalaskoðun heldur hafi veiðarnar stærri og víðtækari áhrif á Ísland sem áfangastað. „Og sem stað þar sem fólk getur komið víða úr veröldinni og upplifað náttúruna á einstakan máta þannig að það er mjög einfalt að segja að þetta fer bara einfaldlega ekki saman.“ Aðspurður hvort ferðaþjónustufyrirtækin finni með beinum hætti fyrir óánægju ferðamanna með hvalveiðar svarar Jóhannes því játandi. „Það er mjög vel þekkt í ferðaþjónustunni, hjá fyrirtækjunum og í könnunum á mörkuðum; bæði í bréfaskriftum, símhringingum og ýmsum leiðum. Þetta hefur mjög víðtæk áhrif og fyrirtækin finna beint fyrir þessu um leið og þetta kemst í umræðuna á ný.“
Hvalveiðar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40 Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. 23. mars 2022 07:40
Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. 5. febrúar 2022 08:57
Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02