Aron Elís: Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 16:30 Aron Elís Þrándarson á æfingu íslenska liðsins út á Spáni en með honum er Jón Dagur Þorsteinsson sem spilar líka í danska boltanum. KSÍ Aron Elís Þrándarson í íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Aron Elís er að koma til baka eftir meiðsli og hefur ekki spilað mikið að undanförnu. „Ég fór í þessa aðgerð í byrjun febrúar og er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í stand eftir það. Síðustu þrjár vikurnar hafa snúist um það að koma skrokknum í stand. Leikæfingin hjá mér hefur verið betri en þetta er allt að koma,“ sagði Aron Elís Þrándarson á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í dag. Að spila vel hjá OB Aron Elís stóð sig mjög vel fyrir meiðslin og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn hjá OB. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með eigin frammistöðu en það var helvíti svekkjandi að enda þetta á því að fá kviðslit. Frammistaða mín fyrir áramót var mjög góð og ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Aron Elís en var hann að búast við sæti í landsliðinu? Ánægður með að vera hérna „Bæði og. Ég vissi að ég var búinn að vera frá vegna meiðsla og var bara tilbúinn ef kallið kæmi. Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa (landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhanns Karl Guðjónsson) um það hver staðan á mér væri. Við töluðum saman um þetta og ég er mjög ánægður með að vera hérna, hitta strákana og æfa vel,“ sagði Aron Elís. OB komst ekki í efri hluta úrslitakeppninnar sem voru væntanlega ekki það sem stefnt var að. „Þetta var klárlega svekkjandi. Ég finn alveg að OB er stór klúbbur og áhangendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu. Þegar illa gengur þá finnur maður það alveg. Það er alveg augljóst. Það er svaklega svekkjandi hvernig er búið að ganga á tímabilinu. Við erum í undanúrslitum í bikar og það er eina gulrótin í þessu,“ sagði Aron Elís. Þurfa að fara rífa sig í gang „Við þurfum klárlega að fara að rífa okkur í gang í deildinni og fá einhver stig. Spilamennskan hefur á köflum verið fín en það vantar að fá þessi lykilmóment í báðum vítateigunum. Við höfum verið að klikka á færum og fá á okkur klaufaleg mörk á erfiðum tímum. Þá dettur maður í svona vítahring að ná ekki að klára leiki,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
„Ég fór í þessa aðgerð í byrjun febrúar og er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í stand eftir það. Síðustu þrjár vikurnar hafa snúist um það að koma skrokknum í stand. Leikæfingin hjá mér hefur verið betri en þetta er allt að koma,“ sagði Aron Elís Þrándarson á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í dag. Að spila vel hjá OB Aron Elís stóð sig mjög vel fyrir meiðslin og var meðal annars kosinn besti leikmaðurinn hjá OB. „Ég er búinn að vera mjög ánægður með eigin frammistöðu en það var helvíti svekkjandi að enda þetta á því að fá kviðslit. Frammistaða mín fyrir áramót var mjög góð og ég ætla bara að halda áfram á þeirri braut,“ sagði Aron Elís en var hann að búast við sæti í landsliðinu? Ánægður með að vera hérna „Bæði og. Ég vissi að ég var búinn að vera frá vegna meiðsla og var bara tilbúinn ef kallið kæmi. Ég var bara heiðarlegur við Adda og Jóa (landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhanns Karl Guðjónsson) um það hver staðan á mér væri. Við töluðum saman um þetta og ég er mjög ánægður með að vera hérna, hitta strákana og æfa vel,“ sagði Aron Elís. OB komst ekki í efri hluta úrslitakeppninnar sem voru væntanlega ekki það sem stefnt var að. „Þetta var klárlega svekkjandi. Ég finn alveg að OB er stór klúbbur og áhangendurnir eru með mikla ástríðu fyrir félaginu. Þegar illa gengur þá finnur maður það alveg. Það er alveg augljóst. Það er svaklega svekkjandi hvernig er búið að ganga á tímabilinu. Við erum í undanúrslitum í bikar og það er eina gulrótin í þessu,“ sagði Aron Elís. Þurfa að fara rífa sig í gang „Við þurfum klárlega að fara að rífa okkur í gang í deildinni og fá einhver stig. Spilamennskan hefur á köflum verið fín en það vantar að fá þessi lykilmóment í báðum vítateigunum. Við höfum verið að klikka á færum og fá á okkur klaufaleg mörk á erfiðum tímum. Þá dettur maður í svona vítahring að ná ekki að klára leiki,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira