Akademían gaf út yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að Rachel hafi verið valin, fjórum dögum fyrir hátíðina, til þess að veita verðlaun á henni og því virðist hún hafa fengið boð þökk sé Disney. Netverjum fannst furðulegt að hún hafi ekki fengið boð þrátt fyrir að leika aðalhlutverkið í mynd sem er tilnefnd sem besta myndin.
well folks, i can't believe i m saying this but... see you on sunday! the absolutely incredible team at @Disney and our snow white producers worked some real-life magic, and i am thrilled to be able to celebrate my @westsidemovie fam at the oscars. https://t.co/7lHuOpFg0Q
— rachel zegler (she/her/hers) (@rachelzegler) March 23, 2022
Fleiri stjörnur sem virðast hafa fengið skyndiboð til þess að kynna eru meðal annars Jacob Elordi, Jake Gyllenhaal, Williams systurnar og Jason Mamoa.
Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að hún hafi ekki fengið boð á hátíðina og var það einnig rætt í Óskars upphitunarþættinum hvort að það myndi breytast eftir viðbrögðin sem ákvörðunin fékk. Það verður áhugavert að sjá hvort að hún minnist á þetta þegar hún veitir verðlaunin á sunnudaginn.
Rachel leikur Mariu í West side story sem Steven Spielberg leikstýrði og er myndin tilnefnd sem besta myndin. Næsta hlutverk hjá henni er sem Mjallhvít í endurgerð klassísku Disney teiknimyndarinnar sem leikarinn Peter Dinklage hefur lýst yfir óánægju sinni með.