Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 15:18 Sævar Ciesielski var einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Vísir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sævar var í febrúar 1980 sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi og sömuleiðis fyrir rangar sakargiftir. Auk þess var hann sakfelldur fyrir önnur brot og var dæmdur í sautján ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1526 daga þar til honum var veitt reynslulausn í apríl 1984. Sævar lést árið 2011. Í febrúar 2018 úrskurðaði endurupptökunefnd að heimila endurupptöku á máli sakborninga í málunum. Það var svo í september 2018 var Sævar auk fleiri sakborninga sýknaður af ákæru að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Í framhaldi af dómnum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út yfirlýsingu, fagnaði málalyktum og bað sakborninga og aðstandendur afsökunar á því ranglæti sem þau hefðu mátt þola. Skipuð var sáttanefnd til að komast að samkomulagi um sátt við sakborninga. Börnum Sævars var boðið 44,8 milljónir króna í bætur en jafnframt upplýst að þau gætu engu að síður leitað réttar síns fyrir dómstólum. Staðfestu börnin fimm viðtöku 44,8 milljóna króna, samanlagt 224 milljóna króna. Þau Lilja og Victor ákváðu að stefna ríkinu og krefjast frekari bóta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þau kröfðust hvort fyrir sig 495 milljóna króna frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur vísaði frá kröfu systkinanna um bætur fyrir fjártjón Sævars Marínós Ciesielski en dæmdi ríkið til að greiða þeim 77 milljónir króna hvoru fyrir sig. Þá nutu þau gjafsóknar og var málflutningsþóknun Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra, upp á 3,2 milljónir króna og annar kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Sævar var í febrúar 1980 sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi og sömuleiðis fyrir rangar sakargiftir. Auk þess var hann sakfelldur fyrir önnur brot og var dæmdur í sautján ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1526 daga þar til honum var veitt reynslulausn í apríl 1984. Sævar lést árið 2011. Í febrúar 2018 úrskurðaði endurupptökunefnd að heimila endurupptöku á máli sakborninga í málunum. Það var svo í september 2018 var Sævar auk fleiri sakborninga sýknaður af ákæru að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Í framhaldi af dómnum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út yfirlýsingu, fagnaði málalyktum og bað sakborninga og aðstandendur afsökunar á því ranglæti sem þau hefðu mátt þola. Skipuð var sáttanefnd til að komast að samkomulagi um sátt við sakborninga. Börnum Sævars var boðið 44,8 milljónir króna í bætur en jafnframt upplýst að þau gætu engu að síður leitað réttar síns fyrir dómstólum. Staðfestu börnin fimm viðtöku 44,8 milljóna króna, samanlagt 224 milljóna króna. Þau Lilja og Victor ákváðu að stefna ríkinu og krefjast frekari bóta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þau kröfðust hvort fyrir sig 495 milljóna króna frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur vísaði frá kröfu systkinanna um bætur fyrir fjártjón Sævars Marínós Ciesielski en dæmdi ríkið til að greiða þeim 77 milljónir króna hvoru fyrir sig. Þá nutu þau gjafsóknar og var málflutningsþóknun Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra, upp á 3,2 milljónir króna og annar kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59
Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02
Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22