Seðlabankinn skoðar að gefa út íslenska rafkrónu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 13:01 Rannveig Sigurðardóttir er aðstoðarseðlabankastjóri peningastefnu. vísir/vilhelm Íslensk rafmynt gæti verið framtíðin í greiðslumiðlun á Íslandi. Seðlabankinn hefur skipað vinnuhóp til að skoða hvort tilefni sé til að bankinn gefi út slíka mynt til almennra nota. Hugmyndin er enn á frumstigi. Hópnum hefur verið falið að meta kosti og galla slíkrar íslenskrar rafkrónu. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þróunina í heiminum vera í þessa átt: „Meirihluti Seðlabanka ríkja í heiminum er að skoða þetta og flestir eru bara á sama stað og við að velta upp spurningunni hvort að útgáfa Seðlabankarafeyris sé nauðsynleg og leysi einhver vandamál sem eru þá innan landanna,“ segir Rannveig. Fæstir nota seðla í dag Hún nefnir dæmi um kosti slíkrar myntar: „Það er náttúrulega bæði mikil nýsköpun og tæknibreytingar í gangi sem er svona önnur hliðin á þessu. Hin hliðin er náttúrulega minnkandi seðlanotkun,“ segir Rannveig. Í dag nota ekki nema um fimm til tíu prósent landsmanna reiðufé reglulega. Rannveig segir mikilvægt að rafkrónan myndi ekki veikja hina almennu viðskiptabanka.vísir/vilhelm Seðlabankanum er falið að standa vörð um virka og örugga greiðslumiðlun og slík rafmynt gæti einnig bætt greiðslumiðlun milli landa. Regluverk í kring um slíka mynt yrði þó væntanlega ansi mikið svo fólk færi ekki megnið af fé sínu úr almennum viðskiptabönkum og í Seðlabankann. Rannveig segir Seðlabankann alls ekki vilja veikja viðskiptabankana. Það myndi ekki gagnast neinum. Gæti orðið hröð þróun Enn er nokkuð í að slík mynt líti dagsins ljós - það er að segja ef bankinn metur það æskilegt yfir höfuð. „Þetta er eitthvað sem að gerist líklega ekki alveg á næstunni en ég hef nú yfirleitt haldið því svoldið til haga að hlutir geta líka gerst mjög hratt því það hafa verið tilraunir erlendis bæði með tæknina og prófanir og annað,“ segir Rannveig. Nú fer hópurinn vandlega yfir málið áður en samtal um íslenska rafkrónu fer fram við almenning. „Í kjölfarið myndum við þá taka upp samtalið við haghafa eins og aðila á fjármálamarkaði, við almenning og kjörna fulltrúa og stjórnvöld,“ segir Rannveig. Rafmyntir Seðlabankinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hópnum hefur verið falið að meta kosti og galla slíkrar íslenskrar rafkrónu. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þróunina í heiminum vera í þessa átt: „Meirihluti Seðlabanka ríkja í heiminum er að skoða þetta og flestir eru bara á sama stað og við að velta upp spurningunni hvort að útgáfa Seðlabankarafeyris sé nauðsynleg og leysi einhver vandamál sem eru þá innan landanna,“ segir Rannveig. Fæstir nota seðla í dag Hún nefnir dæmi um kosti slíkrar myntar: „Það er náttúrulega bæði mikil nýsköpun og tæknibreytingar í gangi sem er svona önnur hliðin á þessu. Hin hliðin er náttúrulega minnkandi seðlanotkun,“ segir Rannveig. Í dag nota ekki nema um fimm til tíu prósent landsmanna reiðufé reglulega. Rannveig segir mikilvægt að rafkrónan myndi ekki veikja hina almennu viðskiptabanka.vísir/vilhelm Seðlabankanum er falið að standa vörð um virka og örugga greiðslumiðlun og slík rafmynt gæti einnig bætt greiðslumiðlun milli landa. Regluverk í kring um slíka mynt yrði þó væntanlega ansi mikið svo fólk færi ekki megnið af fé sínu úr almennum viðskiptabönkum og í Seðlabankann. Rannveig segir Seðlabankann alls ekki vilja veikja viðskiptabankana. Það myndi ekki gagnast neinum. Gæti orðið hröð þróun Enn er nokkuð í að slík mynt líti dagsins ljós - það er að segja ef bankinn metur það æskilegt yfir höfuð. „Þetta er eitthvað sem að gerist líklega ekki alveg á næstunni en ég hef nú yfirleitt haldið því svoldið til haga að hlutir geta líka gerst mjög hratt því það hafa verið tilraunir erlendis bæði með tæknina og prófanir og annað,“ segir Rannveig. Nú fer hópurinn vandlega yfir málið áður en samtal um íslenska rafkrónu fer fram við almenning. „Í kjölfarið myndum við þá taka upp samtalið við haghafa eins og aðila á fjármálamarkaði, við almenning og kjörna fulltrúa og stjórnvöld,“ segir Rannveig.
Rafmyntir Seðlabankinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira