Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur við samningaborðið hjá sáttasemjara ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörnum formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Vísir/vilhelm Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. Vilhjálmur, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. „Framundan eru bara kjarasamningar á hinum íslenska vinnumarkaði. Þeir eru lausir í október og liggur fyrir að við munum þurfa að einhenda okkur í það að láta lágmarkslaun á Íslandi duga fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Honum blöskrar staða láglaunafólks hér á landi. Vilhjálmur og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, sóttust eftir formannsembættinu. „Því miður er staðan þannig í dag að það gerir það ekki. Það er að mínu áliti Samtökum atvinnulífsins, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til ævarandi skammar að við séum með laun sem duga ekki fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.“ Aðspurður um umboð sitt að loknum kosningum segir Vilhjálmur: „Þetta er einfaldlega þannig að þegar um fulltrúalýðræði er að ræða getur farið svo. Þetta er sterkara umboð en ég átti von á. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að hreyfingin hefur verið dálítið klofin. En fulltrúalýðræðið virkar svona. Umboðið tel ég vera ótvírætt. Við skulum ekki gleyma því að Starfsgreinasamband Íslands er stærsta landsambandið innan Alþýðusambandsins, með 72 þúsund félagsmenn á bak við sig. Þetta afl er sterkt og með samstilltu átaki eigum við að geta gert ótrúlega marga jákvæða hluti fyrir okkar félagsmenn.“ Hart hefur verið deilt í verkalýðshreyfingunni undanfarnar vikur. Tekist á í greinaskrifum og ljóst að fylkingin er klofin. „Það er alveg ljóst að barátta í verkalýðshreyfingunni er alltaf til staðar. Við höfum tekist á í gegnum árin. Þær eru nauðsynlegar. Það er nauðsynlegt að takast á um stefnur og markmið, hvaða leiðir eigi að fara. Það er ekkert nýtt. Auðvitað þurfum við svo að einhenda okkur í það, þegar við höfum komist að niðurstöðu um það hvaða leiðir við viljum fara, þurfum við að taka höndum saman og fara sem ein öflug stór heild með hagsmuni verkafólks að leiðarljósi.“ Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23. mars 2022 23:15 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Vilhjálmur, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. „Framundan eru bara kjarasamningar á hinum íslenska vinnumarkaði. Þeir eru lausir í október og liggur fyrir að við munum þurfa að einhenda okkur í það að láta lágmarkslaun á Íslandi duga fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Honum blöskrar staða láglaunafólks hér á landi. Vilhjálmur og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, sóttust eftir formannsembættinu. „Því miður er staðan þannig í dag að það gerir það ekki. Það er að mínu áliti Samtökum atvinnulífsins, okkur í verkalýðshreyfingunni og samfélaginu öllu til ævarandi skammar að við séum með laun sem duga ekki fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.“ Aðspurður um umboð sitt að loknum kosningum segir Vilhjálmur: „Þetta er einfaldlega þannig að þegar um fulltrúalýðræði er að ræða getur farið svo. Þetta er sterkara umboð en ég átti von á. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að hreyfingin hefur verið dálítið klofin. En fulltrúalýðræðið virkar svona. Umboðið tel ég vera ótvírætt. Við skulum ekki gleyma því að Starfsgreinasamband Íslands er stærsta landsambandið innan Alþýðusambandsins, með 72 þúsund félagsmenn á bak við sig. Þetta afl er sterkt og með samstilltu átaki eigum við að geta gert ótrúlega marga jákvæða hluti fyrir okkar félagsmenn.“ Hart hefur verið deilt í verkalýðshreyfingunni undanfarnar vikur. Tekist á í greinaskrifum og ljóst að fylkingin er klofin. „Það er alveg ljóst að barátta í verkalýðshreyfingunni er alltaf til staðar. Við höfum tekist á í gegnum árin. Þær eru nauðsynlegar. Það er nauðsynlegt að takast á um stefnur og markmið, hvaða leiðir eigi að fara. Það er ekkert nýtt. Auðvitað þurfum við svo að einhenda okkur í það, þegar við höfum komist að niðurstöðu um það hvaða leiðir við viljum fara, þurfum við að taka höndum saman og fara sem ein öflug stór heild með hagsmuni verkafólks að leiðarljósi.“
Stéttarfélög Vistaskipti Tengdar fréttir Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23. mars 2022 23:15 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12
Þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum. 23. mars 2022 23:15
Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31
Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 23. mars 2022 12:01