Tölum um endómetríósu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 25. mars 2022 14:01 Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Þrátt fyrir að ein af hverjum tíu konum þjáðust af völdum þessa sjúkdóms og bjuggu við skert lífsgæði vegna þessa. Sem betur fer hefur umræðan og fræðslan aukist undanfarin ár. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíðaverkir séu fyrst og fremst sálrænir. Í gegnum tíðina hafa verið uppi ranghugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöfin hefur reynst villandi, enda er ekki auðvelt að útskýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Fræðsla um málið Það skiptir því máli að fræðsla um endómetríósu verði efld meðal almennings og ekki síst meðal starfsfólks heilbrigðis- og skólastofnana. Endómetríósa hefur verið falin sjúkdómur of lengi í okkar samfélagi. Því hafa konur sem leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins mætt skilningsleysis, sem kannski stafar af því að ekki hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á orsökum og afleiðingum endómetríósu og það skilar sér ekki inn í menntun lækna og annarra heilbrigðistarfsstéttir. Það hefur þó breyst á síðastliðnum mánuðum og árum, sem er fagnaðarefni. Nú verðum við að leggjast á eitt með að styrkja greiningaferlið og bjóða upp á heildræna meðferð við sjúkdómnum. Heilbrigðisráðherra beinir kastljósinu í rétta átt Núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur tekið þessi mál upp og skipað starfshóp undir forystu ráðuneytisins með fulltrúm aðila úr samtökum um endómetróíósu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem á að skila af sér niðurstöðum um stöðu þjónustunnar ásamt tillögum til úrbóta. Þá hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að útvista aðgerðum til að greiða fyrir aðgengi að aðstoð og stytta biðlista því margar konur bíða og hafa beðið lengi eftir aðgerðum. Það dýrmætasta er að heilbrigðisráðherra hefur hlustað og í kjölfarið farið í vinnu til viðurkenningar á mikilvægi þess að bæta þjónustu við þá sem eru með endómetríósu. Endódagar Þessi vika er helguð þessum sjúkdómi og líkur á ráðstefnu á vegum Samtaka um endómetríósu mánudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavik Nordica og ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir. Þar munu helstu sérfræðingar heims fjalla um sjúkdóminn út frá mörgum hliðum. Ég hef vakið athygli á þessum sjúkdómi á Alþingi og lagði fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnanna um sjúkdóminn. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verkferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna einstaklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Kvenheilsa Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. Þrátt fyrir að ein af hverjum tíu konum þjáðust af völdum þessa sjúkdóms og bjuggu við skert lífsgæði vegna þessa. Sem betur fer hefur umræðan og fræðslan aukist undanfarin ár. Ein ranghugmyndin er að verkir séu eðlilegur hluti af lífi konunnar eða að tíðaverkir séu fyrst og fremst sálrænir. Í gegnum tíðina hafa verið uppi ranghugmyndir um endómetríósu og upplýsingagjöfin hefur reynst villandi, enda er ekki auðvelt að útskýra sjúkdómsmyndina. Það hefur leitt til þess að minna er gert úr honum en ella. Fræðsla um málið Það skiptir því máli að fræðsla um endómetríósu verði efld meðal almennings og ekki síst meðal starfsfólks heilbrigðis- og skólastofnana. Endómetríósa hefur verið falin sjúkdómur of lengi í okkar samfélagi. Því hafa konur sem leita sér aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins mætt skilningsleysis, sem kannski stafar af því að ekki hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á orsökum og afleiðingum endómetríósu og það skilar sér ekki inn í menntun lækna og annarra heilbrigðistarfsstéttir. Það hefur þó breyst á síðastliðnum mánuðum og árum, sem er fagnaðarefni. Nú verðum við að leggjast á eitt með að styrkja greiningaferlið og bjóða upp á heildræna meðferð við sjúkdómnum. Heilbrigðisráðherra beinir kastljósinu í rétta átt Núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur tekið þessi mál upp og skipað starfshóp undir forystu ráðuneytisins með fulltrúm aðila úr samtökum um endómetróíósu og sjálfstætt starfandi sérfræðingum, sem á að skila af sér niðurstöðum um stöðu þjónustunnar ásamt tillögum til úrbóta. Þá hefur heilbrigðisráðherra lagt áherslu á að útvista aðgerðum til að greiða fyrir aðgengi að aðstoð og stytta biðlista því margar konur bíða og hafa beðið lengi eftir aðgerðum. Það dýrmætasta er að heilbrigðisráðherra hefur hlustað og í kjölfarið farið í vinnu til viðurkenningar á mikilvægi þess að bæta þjónustu við þá sem eru með endómetríósu. Endódagar Þessi vika er helguð þessum sjúkdómi og líkur á ráðstefnu á vegum Samtaka um endómetríósu mánudaginn 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavik Nordica og ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir. Þar munu helstu sérfræðingar heims fjalla um sjúkdóminn út frá mörgum hliðum. Ég hef vakið athygli á þessum sjúkdómi á Alþingi og lagði fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnanna um sjúkdóminn. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð, en í því felst m.a. að skoða verkferla, niðurgreiðslu lyfja og fjármögnun til að tryggja mönnun og aðstöðu til að sinna einstaklingum með endómetríósu með sem bestu móti. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun