Kennari fyrir norðan dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn nemanda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2022 15:49 Málið var til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. vísir/Vilhelm Kennari á fertugsaldri á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn fimmtán ára nemanda sínum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis. Kennarinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni sem honum var trúað fyrir til kennslu með því að hafa ítrekað á tímabilinu 19. desember 2017 til 11. maí 2018 í samskiptum við stúlku áreitt hana kynferðislega í gegnum Facebook. Bæði var kennarinn sakaður um að hafa áreitt hana með kynferðislegum ummælum og sömuleiðis kynferðislegu myndefni. Með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Jafnframt var kennarinn sakaður um að hafa brotið barnaverndarlög með því að hafa á tímabilinu 30. nóvember 2017 til 11. maí 2018 í samskiptum við stúlkuna sent henni skilaboð með ummælum, táknum og myndefni þar sem hæðst er að jaðarsettum hópum s.s. á grundvelli fötlunar, þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar. Þannig hafi hann sýnt henni ruddalegt og ósiðlegt athæfi. Var litið til þess að kennarinn hefði ekki áður hlotið refsingu. Hann hefði þó haft yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna stöðu og aldurs- og þroskamunar. Kennaranum, stúlkunni og vitnum bar öllum saman um að stúlkan hefði haft mjög lítið sjálfstraust þegar brotin hófust. Samskipti þeirra bæru með sér að hann hefði nýtt sér það til að vingast við hana. Brotin hefðu náð yfir nokkurra mánaða tímabili og kennarinn ekki látið af háttseminni að eigin frumkvæði. Á hinn bógin leit héraðdómur til þess að tvö og hálft ár liðu frá því málið barst lögreglu þar til ákæra var gefin út. Héraðsdómur ákvað að hæfileg refsing væri sex mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem kennarinn þarf að að greiða nemandanum 600 þúsund krónur í bætur. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Kynferðisofbeldi Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Kennari sakaður um kynferðislega áreitni og ruddalegt athæfi gagnvart stúlku Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður af Embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn barni og barnaverndarlagabrot á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni á hendur manninum segir að barnið hafi verið nemandi hans. 5. janúar 2021 11:06 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Kennarinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni sem honum var trúað fyrir til kennslu með því að hafa ítrekað á tímabilinu 19. desember 2017 til 11. maí 2018 í samskiptum við stúlku áreitt hana kynferðislega í gegnum Facebook. Bæði var kennarinn sakaður um að hafa áreitt hana með kynferðislegum ummælum og sömuleiðis kynferðislegu myndefni. Með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Jafnframt var kennarinn sakaður um að hafa brotið barnaverndarlög með því að hafa á tímabilinu 30. nóvember 2017 til 11. maí 2018 í samskiptum við stúlkuna sent henni skilaboð með ummælum, táknum og myndefni þar sem hæðst er að jaðarsettum hópum s.s. á grundvelli fötlunar, þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar. Þannig hafi hann sýnt henni ruddalegt og ósiðlegt athæfi. Var litið til þess að kennarinn hefði ekki áður hlotið refsingu. Hann hefði þó haft yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna stöðu og aldurs- og þroskamunar. Kennaranum, stúlkunni og vitnum bar öllum saman um að stúlkan hefði haft mjög lítið sjálfstraust þegar brotin hófust. Samskipti þeirra bæru með sér að hann hefði nýtt sér það til að vingast við hana. Brotin hefðu náð yfir nokkurra mánaða tímabili og kennarinn ekki látið af háttseminni að eigin frumkvæði. Á hinn bógin leit héraðdómur til þess að tvö og hálft ár liðu frá því málið barst lögreglu þar til ákæra var gefin út. Héraðsdómur ákvað að hæfileg refsing væri sex mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem kennarinn þarf að að greiða nemandanum 600 þúsund krónur í bætur. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu.
Kynferðisofbeldi Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Kennari sakaður um kynferðislega áreitni og ruddalegt athæfi gagnvart stúlku Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður af Embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn barni og barnaverndarlagabrot á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni á hendur manninum segir að barnið hafi verið nemandi hans. 5. janúar 2021 11:06 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Kennari sakaður um kynferðislega áreitni og ruddalegt athæfi gagnvart stúlku Karlmaður á Norðurlandi eystra hefur verið ákærður af Embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn barni og barnaverndarlagabrot á árunum 2017 og 2018. Í ákærunni á hendur manninum segir að barnið hafi verið nemandi hans. 5. janúar 2021 11:06