Fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 16:43 Í dómi Landsréttar sagði að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Vísir/Jóhann K Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. Maðurinn faldi rúma ellefu lítra af amfetamínbasa í plastflöskum í bensíntanki bifreiðar og var gripinn ásamt samverkamanni við tollskoðun. Landsréttur kvað upp dóm sinn í gær en Hæstiréttur hafði áður ómerkt fyrri dóm Landsréttar. Fyrri málsmeðferð var talin hafa farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur sýknaði manninn, Jerzy Wlodzimierz Lubaszka, í maí 2018 en Landsréttur hefur nú snúið sýknudóminum við. „Viðskiptaferð“ til Íslands Tollverðir fundu ellefu og hálfan lítra af amfetamínbasa sem falinn var í Citroen-bifreið þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 3. október 2017. Í framburði Lubaszka fyrir dómi sagðist hann hafa hitt samverkamann sinn við útför. Þeir hafi ákveðið að fara saman til Íslands í viðskiptaferð og Lubaszka átti að fá greitt fyrir ferðina. Þá höfðu þeir einnig rætt þann möguleika að nota ferðina til að kanna hvort þeim kynni að bjóðast atvinna hér á landi, eins og segir í dómi Landsréttar. Lubaszka tók að sér akstur bílsins en kvaðst ekki hafa spurt út í tilgang ferðarinnar. Hann hafi treyst samverkamanni sínum sem gömlum vini og ekki talið að eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt væri að eiga sér stað. Grunsemdir tollvarða leiddu til handtöku Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir hafi verið rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögregla kom á vettvang, en áður höfðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Við blöstu plastflöskur fullar af amfetamínbasa. Við sönnunarmat var litið til þess að Lubaszka játaði að haf ekið bifreiðinni frá Varsjá í Póllandi, yfir til Þýskalands og þaðan til Danmerkur. Leiðin lá síðar til Færeyja með Norrænu og loks til Seyðisfjarðar. Landsréttur taldi að framburður mannsins gæfi í skyn að hann hafi grunað að eitthvað ólöglegt væri í bígerð. Framburður hans hafi þar að auki breyst talsvert við meðferð málsins og dómurinn taldi hann nokkuð á reiki. Mikill dráttur á málinu Við mat á refsingu var litið til þess að Lubaszka var ekki talinn hafa tekið þátt í undirbúningi ferðarinnar eða útvegun fíkniefnanna. Þá var einnig litið til þess dráttar sem verið hefur á málinu en fjögur ár eru liðin frá uppkvaðningu héraðsdóms. Landsréttur taldi því hæfilegt að Lubaszka hlyti fjögurra ára fangelsisrefsingu en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti í rúma sex mánuði. Þá ber honum einnig að greiða verjanda sínum rúma sjö og hálfa milljón í málskostnað. Samverkamaðurinn hlaut sex og hálfs árs dóm í héraði en dómur Landsréttar snýr aðeins að Jerzy Wlodzimierz Lubaszka. Dómsmál Norræna Smygl Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57 Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn í gær en Hæstiréttur hafði áður ómerkt fyrri dóm Landsréttar. Fyrri málsmeðferð var talin hafa farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur sýknaði manninn, Jerzy Wlodzimierz Lubaszka, í maí 2018 en Landsréttur hefur nú snúið sýknudóminum við. „Viðskiptaferð“ til Íslands Tollverðir fundu ellefu og hálfan lítra af amfetamínbasa sem falinn var í Citroen-bifreið þeirra félaga sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar 3. október 2017. Í framburði Lubaszka fyrir dómi sagðist hann hafa hitt samverkamann sinn við útför. Þeir hafi ákveðið að fara saman til Íslands í viðskiptaferð og Lubaszka átti að fá greitt fyrir ferðina. Þá höfðu þeir einnig rætt þann möguleika að nota ferðina til að kanna hvort þeim kynni að bjóðast atvinna hér á landi, eins og segir í dómi Landsréttar. Lubaszka tók að sér akstur bílsins en kvaðst ekki hafa spurt út í tilgang ferðarinnar. Hann hafi treyst samverkamanni sínum sem gömlum vini og ekki talið að eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt væri að eiga sér stað. Grunsemdir tollvarða leiddu til handtöku Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi lýsti því að grunsemdir tollvarða hefðu orðið til þess að bifreiðin sem um ræðir hafi verið rannsökuð. Fram kom að saga mannanna hefði ekki verið talin trúverðug og það leitt til þess að lögregla kom á vettvang, en áður höfðu kviknað grunsemdir um að einhverjir aðskotahlutir væru í bensíntanki bifreiðarinnar. Við blöstu plastflöskur fullar af amfetamínbasa. Við sönnunarmat var litið til þess að Lubaszka játaði að haf ekið bifreiðinni frá Varsjá í Póllandi, yfir til Þýskalands og þaðan til Danmerkur. Leiðin lá síðar til Færeyja með Norrænu og loks til Seyðisfjarðar. Landsréttur taldi að framburður mannsins gæfi í skyn að hann hafi grunað að eitthvað ólöglegt væri í bígerð. Framburður hans hafi þar að auki breyst talsvert við meðferð málsins og dómurinn taldi hann nokkuð á reiki. Mikill dráttur á málinu Við mat á refsingu var litið til þess að Lubaszka var ekki talinn hafa tekið þátt í undirbúningi ferðarinnar eða útvegun fíkniefnanna. Þá var einnig litið til þess dráttar sem verið hefur á málinu en fjögur ár eru liðin frá uppkvaðningu héraðsdóms. Landsréttur taldi því hæfilegt að Lubaszka hlyti fjögurra ára fangelsisrefsingu en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti í rúma sex mánuði. Þá ber honum einnig að greiða verjanda sínum rúma sjö og hálfa milljón í málskostnað. Samverkamaðurinn hlaut sex og hálfs árs dóm í héraði en dómur Landsréttar snýr aðeins að Jerzy Wlodzimierz Lubaszka.
Dómsmál Norræna Smygl Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57 Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. 18. mars 2021 15:57
Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36
Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17