Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 15:01 Á gervihnattamyndinni sjást olíutankar í borginni Chernihiv brenna á ógnarhraða. EPA-EFE/MAXAR TECHNOLOGIES Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. „Í sprengjubyrgjunum, þar sem við bíðum á næturna, er aðeins talað um eitt; að Chernihiv, borgin okkar, verði næsta Mariupol,“ segir hinn 38 ára gamli Ihar Kazmerchak við AP fréttaveituna. Rafmagn er hvergi fáanlegt og þá er enginn hiti á íbúðarhúsum. Kazmerchak segir að apótek borgarinnar tæmist hratt. Kazmerchak byrjar alla daga á því að bíða í röð eftir vatni en yfirvöld hafa skammtað íbúum drykkjarvatni síðustu daga: „Matarbirgðirnar eru að klárast og árásirnar og sprengirnarnar hætta ekki,“ segir hann. Rússar eyðilögðu aðalsamgöngubrú Chernihiv í sprengjuárásum á miðvikudaginn og í gær sprengdu Rússar brú fyrir fótgangandi við borgina. Þeir hafa þannig lokað fyrir allar útgönguleiðir íbúa og torvelt er að koma matarbirgðum, lyfjum og öðrum nauðsynjum til íbúa í borginni. Flóttamenn frá Chernihiv sem komust til Póllands í vikunni sögðu að sprengjur Rússa hafi jafnað að minnsta kosti tvo skóla í miðborginni við jörðu. Þá hafi Rússar einnig sprengt upp íþróttaleikvang, söfn, leikskóla og fjölmörg íbúðarhús. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fullyrða að Rússar hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka Vestrænir embættismenn telja að uppreisnarsveit rússneskra hermanna hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka. Atvikið sé merki um að starfsandi og samstaða innan hers Rússa fari sífellt versnandi. 25. mars 2022 21:21 Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðmenn Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. 25. mars 2022 19:21 Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. 25. mars 2022 14:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
„Í sprengjubyrgjunum, þar sem við bíðum á næturna, er aðeins talað um eitt; að Chernihiv, borgin okkar, verði næsta Mariupol,“ segir hinn 38 ára gamli Ihar Kazmerchak við AP fréttaveituna. Rafmagn er hvergi fáanlegt og þá er enginn hiti á íbúðarhúsum. Kazmerchak segir að apótek borgarinnar tæmist hratt. Kazmerchak byrjar alla daga á því að bíða í röð eftir vatni en yfirvöld hafa skammtað íbúum drykkjarvatni síðustu daga: „Matarbirgðirnar eru að klárast og árásirnar og sprengirnarnar hætta ekki,“ segir hann. Rússar eyðilögðu aðalsamgöngubrú Chernihiv í sprengjuárásum á miðvikudaginn og í gær sprengdu Rússar brú fyrir fótgangandi við borgina. Þeir hafa þannig lokað fyrir allar útgönguleiðir íbúa og torvelt er að koma matarbirgðum, lyfjum og öðrum nauðsynjum til íbúa í borginni. Flóttamenn frá Chernihiv sem komust til Póllands í vikunni sögðu að sprengjur Rússa hafi jafnað að minnsta kosti tvo skóla í miðborginni við jörðu. Þá hafi Rússar einnig sprengt upp íþróttaleikvang, söfn, leikskóla og fjölmörg íbúðarhús.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fullyrða að Rússar hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka Vestrænir embættismenn telja að uppreisnarsveit rússneskra hermanna hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka. Atvikið sé merki um að starfsandi og samstaða innan hers Rússa fari sífellt versnandi. 25. mars 2022 21:21 Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðmenn Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. 25. mars 2022 19:21 Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. 25. mars 2022 14:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Fullyrða að Rússar hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka Vestrænir embættismenn telja að uppreisnarsveit rússneskra hermanna hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka. Atvikið sé merki um að starfsandi og samstaða innan hers Rússa fari sífellt versnandi. 25. mars 2022 21:21
Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðmenn Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. 25. mars 2022 19:21
Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. 25. mars 2022 14:42