Í tilkynningu á vef Helgafellssveitar kemur fram að tæplega 92 prósent íbúa í Stykkishólmi hafi samþykkt tillöguna, á meðan tæp 79 prósent hafi samþykkt hana í Helgafellssveit.
Kjörsókn í Helgafellsveit var tæp 93 prósent, en 55 prósent í Stykkishólmi.
„Í næstu viku hefst undirbúningur og innleiðing sameiningartillögunnar, en íbúar munu kjósa nýja sveitarstjórn í sameinað sveitarfélag þann 14. maí næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.