Afgönskum konum bannað að fljúga án fylgdar karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 08:49 Talibanar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir nýju takmarkanirnar. Getty/Anadolu Agency Stjórn Talibana hefur tilkynnt flugfélögum í Afganistan að konur megi ekki fara um borð í flugvélar nema í fylgd með karlkyns ættingja. Bannið á bæði við um innanlands- og millilandaflug. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum en nýju takmarkanirnar voru síðar staðfestar af flugmálayfirvöldum í Afganistan. Tilkynningin kemur skömmu eftir að Talibanar gengu á bak loforða sinna um að opna miðskóla fyrir stúlkur á ný. Sú ákvörðun hefur meðal annars verið fordæmd af mannúðarsamtökum og erlendum valdhöfum en skólarnir höfðu verið lokaðir frá því að Talibanar náðu völdum í ágúst í fyrra. Skólunum var skyndilega lokað á miðvikudag einungis nokkrum klukkustundum eftir að skólastarf hófst þar að nýju. Bandaríkjamenn afbókuðu á föstudag fyrirhugaðan fund með afgönskum ráðamönnum um efnahagsmál vegna lokunar skólanna. Vísað frá á flugvellinum Heimildarmenn Reuters, sem voru ekki nafngreindir af öryggisástæðum, segja að stjórnvöld hafi sent bréf til flugfélaga á laugardag þar sem þau voru upplýst um nýju takmarkanirnar. Reuters hefur eftir heimildarmönnunum að konur sem hafi verið búnar að bóka flugmiða yrði leyft að ferðast á sunnudag og mánudag. Þrátt fyrir það hafi einhverjum konum með farmiða verið vísað frá á alþjóðaflugvellinum í Kabúl á laugardag. Talsmaður Talibanastjórnarinnar hafði áður sagt að konur sem færu erlendis vegna náms ættu að vera í fylgd karlkyns ættingja. Óljóst er á þessu stigi máls hvort undantekningar séu frá nýju takmörkunum, vegna neyðartilvika eða í tilfelli kvenna sem eiga enga karlkyns ættingja í landinu. Sömuleiðis er óljóst hvort bannið nái til kvenna með tvöfaldan ríkisborgararétt. Afganistan Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum en nýju takmarkanirnar voru síðar staðfestar af flugmálayfirvöldum í Afganistan. Tilkynningin kemur skömmu eftir að Talibanar gengu á bak loforða sinna um að opna miðskóla fyrir stúlkur á ný. Sú ákvörðun hefur meðal annars verið fordæmd af mannúðarsamtökum og erlendum valdhöfum en skólarnir höfðu verið lokaðir frá því að Talibanar náðu völdum í ágúst í fyrra. Skólunum var skyndilega lokað á miðvikudag einungis nokkrum klukkustundum eftir að skólastarf hófst þar að nýju. Bandaríkjamenn afbókuðu á föstudag fyrirhugaðan fund með afgönskum ráðamönnum um efnahagsmál vegna lokunar skólanna. Vísað frá á flugvellinum Heimildarmenn Reuters, sem voru ekki nafngreindir af öryggisástæðum, segja að stjórnvöld hafi sent bréf til flugfélaga á laugardag þar sem þau voru upplýst um nýju takmarkanirnar. Reuters hefur eftir heimildarmönnunum að konur sem hafi verið búnar að bóka flugmiða yrði leyft að ferðast á sunnudag og mánudag. Þrátt fyrir það hafi einhverjum konum með farmiða verið vísað frá á alþjóðaflugvellinum í Kabúl á laugardag. Talsmaður Talibanastjórnarinnar hafði áður sagt að konur sem færu erlendis vegna náms ættu að vera í fylgd karlkyns ættingja. Óljóst er á þessu stigi máls hvort undantekningar séu frá nýju takmörkunum, vegna neyðartilvika eða í tilfelli kvenna sem eiga enga karlkyns ættingja í landinu. Sömuleiðis er óljóst hvort bannið nái til kvenna með tvöfaldan ríkisborgararétt.
Afganistan Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira