Arnar: Verðum að hrósa Pétri þjálfara Vestra Árni Jóhannsson skrifar 28. mars 2022 21:20 Arnar var sáttur með góðan sigur. Vísir/Vilhelm Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var að sjálfsögðu ánægður með sigur sinna manna í kvöld á Vestra 99-66 í Ásgarði. Ánægðastur var hann með að allir hafi getað fengið að spila í kvöld og að ungu strákarnir stóðu sig með mikilli prýði. Arnar var spurðu að því fyrst hvernig hann myndi meta þennan leik og um mikilvægi þess að geta hvílt sína helstu menn á löngum köflum í kvöld. „Mér fannst við fyrst og fremst varnarleikurinn í fyrri hálfleik góður en það gaf okkur forskot og svo voru ungu strákarnir flottir í kvöld og flott að fá liðsframmistöðu og að allir hafi komist á völlinn. Það var gaman að allir strákarnir sem eru á fullu allar æfingar fái að láta ljós sitt skína.“ Arnar vildi síðan koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur. „Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“ „Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ Þjálfari Stjörnunnar gat leyft sér eins og áður segir að hleypa öllum inn á völlinn í kvöld og var hann sérstaklega spurður út í Kristján Fannar Ingólfsson sem nýtti sínar mínútur einstaklega vel. Kristján skoraði 20 stig á 22 mínútum með 60% skotnýtingu. Arnar var spurður út í þennan efnilega leikmann. „Hann er bara strákur sem við höfum trú á. Það er ástæða fyrir því að við gerðum þriggja ára samning við hann. Hann er góður skotmaður og fínn íþróttamaður en við erum að reyna að færa hann í bakvörðin.“ „Hann hefur spilað stóran mann upp alla yngri flokka og byrjaði ekki að spila bakvörð fyrr en í fyrra. Við höfum trú á því að hann geti hjálpað okkur þegar fram líður. Það er undir honum komið að sinna vinnunni því við höldum að hann verði góður.“ Var eitthvað í leik Stjörnunnar sem þarf að laga að mati Arnars? „Nei ekki þannig. Við þurfum bara að halda áfram. Okkur fannst við hverfa dálítið frá okkar einkennum á móti Njarðvík eða kannski ekki frá okkar einkennum. Það sem við ætluðum að gera vel gerðum við ekki vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum bara að passa að við séum alltaf með okkar hluti á hreinu áður en við hugsum um andstæðingana.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Ánægðastur var hann með að allir hafi getað fengið að spila í kvöld og að ungu strákarnir stóðu sig með mikilli prýði. Arnar var spurðu að því fyrst hvernig hann myndi meta þennan leik og um mikilvægi þess að geta hvílt sína helstu menn á löngum köflum í kvöld. „Mér fannst við fyrst og fremst varnarleikurinn í fyrri hálfleik góður en það gaf okkur forskot og svo voru ungu strákarnir flottir í kvöld og flott að fá liðsframmistöðu og að allir hafi komist á völlinn. Það var gaman að allir strákarnir sem eru á fullu allar æfingar fái að láta ljós sitt skína.“ Arnar vildi síðan koma að hrósi á kollega sinn hjá Vestra, Pétur Már Sigurðsson, sem hann vill meina að hafi gert mjög vel við erfiðar aðstæður í vetur. „Ég verð að koma því að að hrósa Pétri fyrir veturinn. Það er alltaf þannig að þegar við erum að tala um bestu þjálfarana og hverjir eru að þjálfa vel þá eru það þeir sem eru með bestu leikmennina. Hann er búinn að gera mjög vel í erfiðum aðstæðum fyrir vestan.“ „Liðið hans, þótt það hafi ekki átt góðan dag í dag, hefur gefið fullt af liðum góða leiki og er að gera gríðarlega vel með þetta lið í erfiðum aðstæðum en þeir eru að missa leikmenn út af fjárhagsástæðum. Liðið hans hefur heilt yfir hafa staðið sig mjög og það má skella smá hrósi á hann. Það er aldrei talað um þá sem eru í þessum aðstæðum og það er ekki auðvelt að þjálfa þegar þetta er svona.“ Þjálfari Stjörnunnar gat leyft sér eins og áður segir að hleypa öllum inn á völlinn í kvöld og var hann sérstaklega spurður út í Kristján Fannar Ingólfsson sem nýtti sínar mínútur einstaklega vel. Kristján skoraði 20 stig á 22 mínútum með 60% skotnýtingu. Arnar var spurður út í þennan efnilega leikmann. „Hann er bara strákur sem við höfum trú á. Það er ástæða fyrir því að við gerðum þriggja ára samning við hann. Hann er góður skotmaður og fínn íþróttamaður en við erum að reyna að færa hann í bakvörðin.“ „Hann hefur spilað stóran mann upp alla yngri flokka og byrjaði ekki að spila bakvörð fyrr en í fyrra. Við höfum trú á því að hann geti hjálpað okkur þegar fram líður. Það er undir honum komið að sinna vinnunni því við höldum að hann verði góður.“ Var eitthvað í leik Stjörnunnar sem þarf að laga að mati Arnars? „Nei ekki þannig. Við þurfum bara að halda áfram. Okkur fannst við hverfa dálítið frá okkar einkennum á móti Njarðvík eða kannski ekki frá okkar einkennum. Það sem við ætluðum að gera vel gerðum við ekki vel og það gerði okkur erfitt fyrir. Við þurfum bara að passa að við séum alltaf með okkar hluti á hreinu áður en við hugsum um andstæðingana.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Stjarnan Vestri Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira